Vinnan


Vinnan - 01.06.1943, Blaðsíða 20

Vinnan - 01.06.1943, Blaðsíða 20
Forseti Alþýðii sarnbandsins fimmtugur Forseti Alþýðusambands íslands. Guðgeir Jónsson, átti fimmtugsafmæli á páskadaginn, 25. apríl. Guðgeir er maður vinsæll, hægur og gætinn hvers- dagslega og ákveðinn í skoðunum. Hann hefur árum saman beitt sér mjög fyrir baráttumálum verkalýðsins. Arið 1940 var hann kosinn í sambandsstjórn og gegndi þar ritarastörfum í tvö ár, en var á síðasta sambands- þingi kosinn forseti sambandsins. Auk baráttu sinnar í þágu verkalýðshreyfingarinnar hefur Guðgeir starfað af miklum áhuga að málefnum Góðtemplara, en meðlimur Reglunnar hefur hann verið í 34 ár. Hann er nú æðsti templar Umdæmisstúku Suð- urlands. Guðgeir er bókbindari að iðn og vinnur nú sem verkstjóri á bókbandsvinnustofu Ríkisprentsmiðjunnar Gutenberg. Félagar Guðgeirs í Alþýðusambandinu héldu honum samsæti í tilefni af afmælinu og voru þar mættir, auk sambandsstjórnar, starfsbræður hans úr Gutenberg, ýmsir af félögum hans úr Reglunni og helztu forvígis- menn verkalýðsfélaganna í Reykjavík og Hafnarfirði. Guðgeir Jónsson Var heiðursgestinum þar afhent, frá sambandsstjórn- inni, skrautritað ávarp, ásamt málverki, eftir Þorvald Skúlason listmálara, frá ýmsum af samstarfsmönnum hans. verkamönnum í félagi þeirra Halldórs og Erlings, og í þriðja lagi, að Verkalýðsfélag Akureyrar er í raun- inni ekki lengur til sem félagslegt afl í Akureyrarkaup- stað. A annan páskadag, þegar mest gekk á í herbúð- um einangrunarmanna út af stofnun hins nýja verka- mannafélags, boðuðu þeir til fundar í félagi sínu, með tveggja sólarhringa fyrirvara eða meira, og náðu sam- an 13 manneskjum. Er nokkur ástæða til að véfengja svona dánarvottorð? En mestu máli skiptir, að nú loksins hafa verkamenn á Akureyri sameinast á stéttargrundvelli undir félags- legri leiðsögu manna, sem óhætt er að treysta, og náð fram rétti sínum sem einhuga baráttusveit í alls- herjarsamtökum íslenzkra verkamanna, Alþýðusam- bandi Islands. Þennan árangur af íhlutun sambandsstjórnar um þessi mál, ber eigi aðeins að þakka markvísu upp- byggingarstarfi hennar á þeim grundvelli, sem 17. þing Alþýðusambandsins lagði. Þetta ber ekki síður að þakka öruggum einingarvilj a verkalýðsins á Akureyri og á hér óskilið mál verkafólk frá öllum félagsaðilj- urn, án tillits til ólíkra stjórnmála- og lífsskoðana. Kaup- og kjarasamningar Einstök sambandsfélög hafa ekki enn skilið fyllilega, hversu nauðsynlegt það er að senda sambandsskrifstof- unni samninga sína og kauptaxta strax og þeir eru gengnir í gildi, hvort sem þeir eru mikið eða lítið breytt- ir. — Fyrir tímaritið, sem á að gefa sannar upplýs- ingar í þessu efni frá öllum sambandsfélögum, er þessi vanræksla mjög óþægileg. —• Auk þessa er skrifstofu sambandsins bráðnauðsynlegt að hafa ætíð undir hönd- um öll gögn, sem snerta kaup og kjör hvers einasta sambandsfélags. — Og þetta er ekki síður nauðsynlegt fyrir hvert einstakt sambandsfélag, ef til þess kæmi, að það þyrfti að leita aðstoðar sambandsins út af ágrein- ingi við atvinnurekanda varðandi einstök atriði kjara- samninga o. fl. — Upplýsingar í síma geta oft mis- tekizt svo hrapalega, að málinu sé stefnt í voða og eru ætíð kostnaðarsamar. Skrifstofan skorar hér með á sambandsfélögin, að fylgja fast þeirri reglu framvegis að senda sér samn- inga og alla taxta strax og þeir ganga í gildi. 92 VINNAN

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.