Vinnan


Vinnan - 01.06.1943, Blaðsíða 8

Vinnan - 01.06.1943, Blaðsíða 8
ALFREÐ GISLASON læknir: UM BLÝEITRUN Vtvarpserindi, flutt 14. maí 1943 Blýeitrun er talsvert algengur sjúkdómur, þungbær og erfiður, og má heita nærri ólæknandi, ef hann kemst á hátt stig. Hinsvegar er tiltölulega auðvelt að forðast þennan sjúkdóm. Til þess þarf þekkingu á orsök hans og eðli, svo og varnaraðferðum gegn honum, að verða almennings eign. Menn verða að þekkja hættuna, til þess að geta forðast hana. Það er ekki aðeins blýmálmurinn sjálfur, sem verk- ar eitrandi á líkamann, heldur — og ekki síður — öll möguleg efnasambönd hans, en þau eru fleiri en svo, að hér verði talin. I iðnaðarlöndum hefur blýeitrun verið kunn sem at- vinnusjúkdómur um langan aldur. í verksmiðjuiðnaði allskonar er blý mikið notað, bæði í þunga- og létta- iðnaði. Það er notað í framleiðslu fjölmargra vöru- tegunda, allt frá stærstu vélknúnum tækjum í smávarn ing, eins og barnaleikföng og fegrunarlyf. Verksmiðju- fólki er því sérstaklega nauðsynlegt að kynna sér hverskonar efni það daglega handleikur, til þess að geta varast hættuna, sé urn blý eða blýefnasambönd að ræða. Þessi sania hætta er einnig á ferðum í öðrum grein- urn iðnaðar. Má þar nefna setjara í prentsmiðjum, rnálara, starfsmenn skipasmíðastöðva, pípulagninga- menn, bifvélavirkja og blikksmiði. Þó að sjúkdómurinn sé þannig aðallega atvinnu- sjúkdómur, tengdur starfsgreinum, þar sem blý er dag- lega um hönd haft, getur samt hver sem er orðið hon- urn að bráð. Eins og þeir menn geta sýkst, sem fram- leiða tækin og efnin, sem blý er í, eins getur farið fyrir því fólki, sem þessi áhöld eða efni eignast til dag- legrar notkunar. Börn geta þannig fengið alvarlega, jafnvel banvæna, blýeitrun af að sjúga eða sleikja leikföng sín eða málaða stólpana á rúmum sínum. Ilát og leiðslur geta blýmengað drykki eins og nijólk og vatn og gert þá eitraða. Um hið svokallaða tin, sem notað er til húðunar málmíláta og jafnvel í umbúða- Það er von mín, að grein þessi geti orðið til þess, að bátasjómenn um land allt, taki til athugunar launa- kjör sín og aðbúnað og hefji undirbúning að endur- bótum á þeirn. — Hafi það tekizt, er tilgangi mínum náð. Neskaupstað 7. apr. 1943. Aljreð Gíslason pappír um varning eins og te, tóbak og osta, er sagt, að það innihaldi tíðum nreira blý en örugt geti talizt. Yms þau efni, sem ætluð eru til eyðingar skordýrum, hafa blýsölt að geyma. Þeir, sem við slíkt fást, geta því orð- ið fyrir eitrun, ef óvarlega er farið. En einnig ávextir og grænmeti geta mengast eitrinu, þegar því hefur verið dælt á jarðargróðurinn honum til varnar, og þannig sýkt þá, sem þeirrar fæðu neyta. Inn í líkamann kemst blýið með ýmsu móti. Algeng- asta leiðin er gegnum rnunn og meltingarfæri. Menn, sem daglega vinna með blýefni og ekki hirða hendur sínar vel, fá með hverri máltíð sinn litla skammt af blýi, og með tíð og tíma verður það nægilegt til áber- andi sýkingar. Talið er, að 1 mgr. af blýi í langan tíma, eða jafnvel enn minni skammtur, nægi til að framkalla eitrun. 20—30 mgr. daglegur skammtur get- ur á nokkrum mánuðum valdið alvarlegri sýkingu. Það er því nauðsynlegt hverjum þeim, sem dag- lega handleikur blý í starfi sínu, að gæta ýtrasta per- sónulegs hreinlætis. Hann verður að þvo hendur sínar vel og rækilega fyrir hverja máltíð og hreinsa undan nöglurn. Árangurinn af þessari einföldu varúðarreglu er vafalaus og hefur meðal annars berlega kornið í ljós hjá prenturum. Hjá þeirn er blýeitrun nú fátíðari en áður var, fyrst og fremst vegna aukins hreinlætis þeirra sjálfra í starfinu. Önnur leið blýsins inn í líkamann, er í gegnum öndunarfærin. Sumstaðar á vinnustöðvum hagar svo til, að blýryk þyrlast upp að staðaldri og pestar and- 80 VINNAN

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.