Vinnan


Vinnan - 01.06.1943, Blaðsíða 19

Vinnan - 01.06.1943, Blaðsíða 19
Verkalýösfélags Akureyrar gengu ekki að óskum, sá miðstjórnin sér ekki annað vænna en að grípa til ráð- stafana, er eftirfarandi ályktun frá 10. marz s.l. skýrir: „Með því að ekki hefur tekizt að sameina verkalýð Akureyrar í eitt verkalýðsfélag á grundvelli ályktana 17. þings Alþýðusambandsins, þrátt fyrir viðleitni mið- stjórnar í þessa átt, og fyrirsjáanlegt er að verkalýðs- hreyfingu Akureyrar er hætta búin af núverandi á- standi þar í þessu efni, þá samþykkir miðstjórnin hér með að taka þessi mál í eigin hendur og senda með fyrstu ferð, í þessu skyni, einn eða fleiri fulltrúa úr sínum hópi til að annast framkvæmd þessarar sam- einingar. Fulltrúum sínum til leiðbeiningar í þessu starfi, sam- þykkir miðstjórnin eftirfarandi atriði, sem grundvöll að samkomulagi milli viðkomandi félagsaðilja: 1. Verkalýðsfélag Akureyrar verði opnað fyrir öllum verkamönnum, sem hafa, samkvæmt lögum Alþýðu- sambandsins og hvers löglegs sambandsfélags, rétt til að vera þar. Verkamannafélag Akureyrar verði lagt niður og eign- ir þess látnar ganga til Verkalýðsfélags Akureyrar. Verkakvennafélagið „Eining“ verði félag allra verka- kvenna á Akureyrar, á sarna hátt og Verkalýðsfélag Akureyrar félag allra verkamanna. 2. Verkalýðsfélag Akureyrar og Verkakvennafélagið „Eining“ verði, eins og að framan er sagt, hin lög- formlegu sambandsfélög, hvert í sinni starfsgrein. Konur, sem til þessa hafa verið félagar í Verkalýðs- félagi Akureyrar (og vilja ekki fara í Einingu) hafi rétt til að vera þar áfram. Konur þessar hlíti þó töxt- um og samningum „Einingar“ um kaup og kjör. 3. Verkalýðsfélag Akureyrar, Verkamannafélag Ak- ureyrar og Verkakvennafélagið „Eining“ verði sam- einuð í eitt félag, sem yfirtaki eignir allra hinna sam- einuðu félaga, enda sé þetta félag opið öllum verka- lýð í samræmi við lög A. S. L og annarra löglegra sambandsfélaga. Félagi þessu verði skipt í deildir. Náist ekki samkomulag á grundvelli neinna ofan- greindra atriða, samþykkir miðstjórnin, með skírskot- un til ályktunar 17. þings Alþýðusambandsins um þessi mál, að svipta sambandsréttindum þau félög, sem hafna samkomulagi þessu, og felur fulltrúum sínum að gang- ast þegar í stað fyrir stofnun verkalýðsfélags, sem grundvallað yrði á fullkomnu lýðræði, og yrði það hið lögformlega sambandsfélag í stað hinna gömlu og ó- sættanlegu félaga.“ Hér skal ekki rakin saga allra þeirra tilrauna, sem gerðar voru til að ná samkomulagi við ráðamenn Verkalýðsfélags Akureyrar, þenna rúma hálfa mánuð, sem við Jón Sigurðsson dvöldum saman þar nyrðra. Er skemmst frá að segja, að ráðamönnum Verkalýðs- félags Akureyrar bauðst heiðarlegt samkomulagi á grundvelli hverrar þessara þriggja miðstj órnartillagna, sem þeir helzt óskuðu, með góðfúslegu samþykki beggja hinna félaganna, sem hér áttu hlut að máli. En allt kom fyrir ekki. — Svo ofstopafull og einræðis- kennd var framkoma þeirra einangrunarsinna í Verka- lýðsfélagi Akureyrar, að þeir sinntu að engu skrifleg- um fjöldaáskorunum sinna eigin félagsmanna um að kalla saman félagsfund, sem skæri hér úr málum -— og brutu þar með lög síns eigin félags til að stemma stigu við því, að einingarvilj i alþýðunnar næði fram að ganga með löglegu félagssamþykki. Tvennt var það þó, sem ráðamenn Verkalýðsfélags Akureyrar viklu gera til samkomulags: Þeir vildu slaka nokkuð til á brottrekstursákvæðum félagslaga sinna og flytja valdið til að úrskurða rétt manna til að vera í félaginu úr höndum meirihluta stjórnar (þriggja manna) yfir í hendur meirihluta þáverandi trúnaðar- ráðs (8 manna), sem allir voru ástríðufullir útilokun- arseggir, og eignum Verkamannafélags Akureyrar, á- samt dánarvottorði þess, vildu þeir gjarna taka á móti — svona til samkomulags! — Þetta skýrir sig sjálft: Eignirnar, bókfærðar milli 13 og 14 þús. kr., mátti gjarna skjóta skjólshúsi yfir, en hinir raunverulegu eig- endur þeirra, verkakarlarnir á Akureyri, skyldu hér eftir eins og hingað til vera úti. Þeim einangrunarmönnum til mikillar undrunar þekktist miðstjórn Alþýðusamhands íslands ekki þetta kostaboð og ákvað loks að víkja Verkalýðsfélagi Ak- ureyrar úr Alþýðusambandinu og fyrirskipa okkur fultrúum sínum, að stofna nýtt löglegt sambandsfélag fyrir verkamenn á Akureyri. Það segir sig sjálft, að undir svona kringumstæðum var ekki annars kostur en þess, sem gert var. —- Mið- stjórn Alþýðusambandsins gerir sér þess Ijósa grein, að stéttarleg eining alþýðunnar fæst ekki með enda- lausu, markvana samkomulagi við allt og alla. Sam- komulag um að halda stórum hluta verkalýðs utan verkalýðsfélags eða samkomulag við þá, sem beita sér fyrir slíkri sundrungu, er samkomulag við féndur al- þýðunnar.. Samkomulag er því aðeins æskilegt og eftir- sóknarvert, að á því vinnist hætt aðstaða verkalýðsins til að sjá hag sínum horgið á grundvelli öflugri sam- taka. Að þessu marki hafi nú verið náð í verkalýðsmál- um á Akureyri, tel ég að hafi sannast m. a. á því, að allur þorri þeirra verkamanna, sem tilheyrðu áður Verkalýðsfélagi Akureyrar — og þar á meðal allir betri kraftar þess — yfirgaf það og gekk í Verkamanna- félag Akureyrar þegar á stofnfundi þess, að hið nýja sambandsfélag telur nú hátt á þriðja hundrað félaga eða rúmlega þrisvar sinnum það, sem taldist vera af V I N N A JN 91

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.