Vinnan


Vinnan - 01.06.1943, Blaðsíða 14

Vinnan - 01.06.1943, Blaðsíða 14
LOFTSKEYTASTÖÐIN í REYKJAVÍK Tuttugu FriSbjörn ASalsteinsson Opnun loftskeytastöðvarinnar í ileykjavík. 17. júní 1918, markar að vissu leyti tímamót í sögu íslenzkra siglingamála. Með þeim skilyrðum, sem þannig voru sköpuð til viðskipta við skip, var rofin sú öræfaþögn, sem ríkt haíði frá upphafi yfir hafinu umhverfis landið okkar — baráttusvæði íslenzkra sjómanna. Og með vaxandi tækni hefur sambandsskilyrðunum, sem þannig voru fengin, þokað smám saman áfram og þróunin í þeim efnurn opnað sjómannastéttinni nýja heima. Hver uppgötvunin hefur þar rekið aðra í þágu sjóferða og siglinga; talstöðvar, radiovitar, miðunarstöðvar, radio- dýptarmælar, starfsemi útvarpsstöðva o. fh, allt eru þetta fyrirbrigði, sem óþekkt voru hér á landi fyrir 20 árum síðan. Sjómennirnir munu því, öðrum fremur, minnast með þakklæti þess viðburðar, er loftskeytastöðin í Reykja- vík hóf starfsemi síná árið 1918, fyrir 25 árurn síðan. Stöðin hefur á þeim áratugum, sem síðan eru liðnir, reynst þeim sá bjargvættur í baráttu sinni, sem seint verður metin að fullu. I grein þeirri, sem hér birtist, verða aðeins raktir í stórum dráttum helztu áfangarnir í sögu loftskeyta- tækninnar hér á landi, en sögu stöðvarinnar sjálfrar verður að sjálfsögðu getið nánar á öðrum vettvangi. Svo sem kunnugt er reis harðvítug deila um það hér á landi, árið 1905, hvort koma skyldi á ritsímasambandi milli Islands og annarra landa, eða taka í þess stað til- boði Marconifélagsins um loftskeytasamband við um- heiminn. Var Björn Jónsson ritstjóri ákafur talsmaður og fimm ára minning loftskeytanna og beitti öllum sínum áhrifum til stuðn- ings því máli. Fengu andstæðingar ritsímamálsins jafn- vel sendan hingað mann frá Marconifélaginu í London og reisti hann viðtökustöð skammt fyrir innan bæinn (við Rauðará), til þess að sannfæra menn um það, að loftskeytasamband væri annað og meira en hugboð eitt. Hér var aðeins um viðtökustöð að ræða og var fyrsta skeytið móttekið frá Englandi 26. júní 1905. Sem dæmi þess, hverju harðfylgi var beitt í barátt- unni um þessi mál, má minna á bændafundinn, sem frægastur er orðinn og Björn átti frumkvæðið að, en þar voru samþykkt mótmæli gegn ritsímasambandinu og kröfur gerðar um loftskeytasamband, samkvæmt til- boði Marconifélagsins. Deilum þessum lauk, sem kunnugt er, með því að ritsímalína var lögð til landsins og var hún opnuð til afnota 25. ágúst 1906. Síðasta skeytið, sem birt var frá viðtökustöðinni við Rauðará, var móttekið 5. okt. 1906. Arið 1915 voru loftskeytatæki sett í eimsk. Goðafoss, ViStökustöSin viS RauSará. 86 VINNAN

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.