Vinnan - 01.06.1943, Blaðsíða 18
JÓN RAFNSSON:
Sameining verkalýðsins á Akureyri
Frá því er Alþýðusamband íslands breytti lögum
sínum haustið 1940 og sýnt var, að lögum samkvæmt
áttu öll verkalýðsfélög og einstaklingar innan þeirra
jafnan rétt og jafnar skyldur innan landssamtaka al-
þýðunnar, án nokkurra flokkspólitískra kvaða, hefur
stefna einingar í verkalýðsmálum verið í sigursælli
sókn, sem náði sínum þýðingarmesta áfanga síðastlið-
ið haust, á hinu merka 17. þingi Alþýðusambandsins.
Fjöldi verkalýðsfélaga, sem á dögum flokksagans í Al-
þýðusambandinu hvorki máttu né vildu vera þar,
flykktust nú undir merki þess, og hefur nú meðlima-
tala þess aukizt frá því haustið 1940 — á aðeins rúm-
um tveim árum — úr ca. 12600 fullgildra meðlima í
verkalýðsfélögum, upp í nær 19 þúsund, eða um 50%.
Alstaðar, þar sem samtök alþýðunnar voru áður
klofin og sundurleit, var nú komin á félagsleg eining
og hin sameinuðu stéttafélög komin í Alþýðusam-
bandið.
Aðeins á einum stað á landinu, Akureyri, hafði ekki
enn tekizt að kveða niður draug sundrungarinnar í
röðurn alþýðunnar. Höfuðstaður Norðurlands varð
því á síðasta þingi Alþýðusambandsins eitt alvarleg-
asta rannsóknar- og úrlausnarefnið. Af umræðum, sem
þar fóru fram um þetta efni, mátti ráða, að ástandið
í verkalýðsmálum Akureyrar væri eitthvað á þessa leið:
Á Akureyri töldust vera 3 launþegafélög, sem gengu
allverulega hvert inn á annars verksvið:
Verkalýðsfélag Akureyrar (stofnað 1933), í Alþýðu-
sambandinu, með hátt á annað hundrað konur og karla
á meðlimaskrá.
Verkakvennajélagið „Eining“, sem gekk í Alþýðu-
sambandið þá á þinginu og telur nú um hálft annað
hundrað konur.
Verkamannafélag Akureyrar (stofnað 1906). —
Þetta félag hafði fyrir nokkrum árum, með opinberri
yfirlýsingu, lagt niður afskipti af kaupgjaldsmálum, til
að stýra hjá sundrungu verkamanna í hagsmunabar-
áttunni og fá þá sameinaða í Verkalýðsfélagi Akureyr-
ar, sambandsfélaginu á staðnum. En með því að í
Verkalýðsfélagi Akureyrar gat enginn öðlast réttindi,
sem var í öðru stéttarfélagi, urðu meðlimir Verka-
mannafélags Akureyrar að segja skilið við það, til að
komast inn í hið fyrrnefnda félag.
Þegar hér var komið sögu, höfðu í þessum tilgangi
sagt sig úr tengslum við hið gamla félag flestir með-
lima þess. — Eftir voru aðeins um 30 menn, sem biðu
þess, að Verkalýðsfélag Akureyrar yrði opnað fyrir
þeim, sem biðu utan dyra, til að geta þá lagt form-
lega niður hið gamla félag og afhent eignir þess hinu
sameiginlega stéttarfélagi verkamanna á AkureyTÍ. -—
Þetta hafði ekki tekizt.
Að þessu upplýstu og fleiru, sem fram kom í þessu
máli, varð ekki séð framhjá eftirfarandi staðreyndum:
1. Verkalýðsfélag Akureyrar hafði starfað um 10
ára skeið í einurn af stærstu bæjum landsins, en taldi
aðeins um 190 félaga, sem voru að meirihluta ýmist
konur, sem ekki unnu utan heimilis, verzlunar- og
starfsmenn, sem áttu ekki heima í verkamannafélagi
eða verkafólk, sem tilheyrði lagalega sambandsfélögum
annarra starfsgreina.
2. Verkalýðsfélag Akureyrar hafði í lögurn sínurn á-
kvæði, sem gaf meirihluta félagsstjórnar það vald, að
úrskurða hvort inntökubeiðnir yrðu bornar upp á fé-
lagsfundi eða ekki, og meirihluti einnar nefndar hafði
vald til að víkja mönnum úr félaginu eftir eigin geð-
þótta.
3. Fyrrnefndum útilokunarákvæðum hafði verið
miskunnarlaust beitt, með þeim afleiðingum, að utan
félagsins stóð nú yfirgnæfandi meirihluti verkamanna
á Akureyri. — Verkalýðsfélag Akureyrar var ekki,
eins og sakir stóðu, löglegt sambandsfélag.
1 tilefni af þessu samþykkti 17. þingið tvær ályktan-
ir, og fer hér á eftir önnur þeirra:
„Seytjánda þing Alþýðusambands íslands álítur, að
sundrung sú, sem verið hefur í verkalýðssamtökunum
undanfarin áratug, hafi valdið tjóni og varnað því, að
samtökin vernduðu hagsmuni og frelsi verkalýðsins
sem skyldi.
Þingið fagnar því, að flest þau verkalýðsfélög, er
áður voru klofin, skuli nú hafa sameinazt aftur og tel-
ur, að í nánustu framtíð verði að útrýma vanvirðu
og skaðsemi sundrungarinnar að fullu og öllu.
í fullu trausti þess, að þetta sé vilji yfirgnæfandi
meirihluta verkalýðsins, ályktar þingið að fela hinni
nýju sambandsstjórn að beita sér fyrir sem skjótastri
sameiningu verkalýðsfélaganna, þar sem þau eru sundr-
uð.“
Nokkru eftir þingið sendi miðstjórn Alþýðusam-
bandsins hlutaðeigandi verkalýðsfélögum á Akureyri
bréf, ásamt framanskráðri ályktun. En þar sem svör
90
VINNAN