Vinnan


Vinnan - 01.06.1943, Blaðsíða 22

Vinnan - 01.06.1943, Blaðsíða 22
LÖGIN um sumarleyfi Þann 24. maí s.l. gengu í gildi lögin um orlof verka- fólks. Með lögum þessum hefur verkafólkið fengið ó- metanlegar kjara- og réttarbætur, sem það verður að sjálfsögðu að nota svo vel, sem kostur er á. Til skýringar lögunum hefur verið gefin út reglugerð, sem er svohljóðandi: 1. gr. Orlofsfé skal greitt með’ orlofsmerkj um hvert skipti, sem út- borgun vinnulauna fer fram. Akvæði þetta gildir þó ekki um starfsmenn, sem eru í áframhaldandi fastri stöffu, sbr. 4., 5. og 6. mrg. 4. gr. laga um orlof. 2. gr. Póststjórnin gefur út orlofsmerki og orlofsbækur. Bækumar séu í hæfilegu vasabókarformi, tölusettar í framhaldsröff fyrir hvert orlofsár. Orlofsmerki skulu vera til sölu og orlofsbækur til afhendingar ókeypis í öllum póstafgreiffslum. Halda skal skrá yfir þá, sem orlofsbækur hafa veriff afhentar, og skal sá, sem tekiff hefur á móti orlofsbók, kvitta fyrir móttöku hennar á þar til gerð eyffu- blöð. A titilblaff bókarinnar skal starfsmaffur rita nafn sitt, stétt, heimili og í hvaffa stéttarfélagi hann er, um leiff og bókin er af- hent og í viðurvist þess, er afhendir honum bókina. 3. gr. Á orlofsárinu 1943—1944 verffa notuff yfirprentuð frímerki sem orlofsmerki, og hafa þau þessi verffgildi: 10, 20 og 50 aurar, 1, 2, 5 og 10 krónur. Orlofsfé skal standa á tug aura, þannig aff 5 aurar og þar yfir færist upp í 10 aura, en minni upphæff er sleppt. 4. gr. Orlofsbók gildir affeins fyrir eitt orlofsár, og skal það til- greint fremst í bókinni, og má affeins festa í þær orlofsmerki fyrir vinnu á því orlofsári. Kaupgreiffandi skal líma orlofsmerkin á þær blaffsíffur orlofs- bókarinnar, er til þess eru gerffar. Merkin skulu sett í áfram- lega orðinn aðili að öllum kaup- og kjarasamningum, sem verkalýðsfélögin gera við atvinnurekendur hinna ýmsu staða, og hefur því aldrei verið meiri nauðsyn en nú fyrir verkalýðsfélögin, að hafa Alþýðusamhand- ið með í ráðum áður en samningar eru gerðir, og eins að láta ekki undir höfuð leggjast að senda til skrif- stofunnar afrit af samningum strax og þeir hafa verið gerðir, til þess að hægt sé að leggja þá fyrir ríkis- stjórnina og fá staðfestingu hennar á því, að samkvæmt þeim skuli greitt. haldandi láréttar raffir og skal jafnan nota sem fæst merki. Síff- an skal kaupgreiffandi skrifa á merkin þá dagsetningu, er merkjasetningin fer fram og upphafsstafi sína effa stimpil sinn effa fyrirtækis þess, er kaupiff greiðir. Bókareigandi skal skrifa á jaffar hverrar blaffsíðu heildarverð orlofsmerkja í hverri röff, og þegar síffan er útfyllt af merkjum, skal hann tilgreina heildarverff merkja á síðunni og færa þaff sérstaklega aftast í bókina. Hrökkvi orlofsbók ekki fyrir ársnotum, skal afhenda starfs- manni nýja bók fyrir þaff, sem eftir er af árinu. 5. gr. Orlof skal veitt í einu lagi á tímabilinu 1. júní til 15. sept. Frá ákvæði 1. mgr. eru gerðar eftirfarandi undantekningar: a. Orlofi starfsmanna viff sveitastörf skal skipta þannig, að V.i hluti orlofsins sé veittur á tímabilinu 1. til 15. júní, en % hlutar orlofsins séu veittir á tímabilinu frá 15. október til 30. nóvember. b. Orlof starfsmanna viff síldveiffar og síldarverksmiðjur skal veitt á tímabilinu frá 1. október til 1. júní. c. Orlof starfsmanna viff póst og síma skal veitt á þeim tíma, sem segir í reglum um starfrækslu og starfsmenn landssím- ans frá 27. febrúar 1935. d. Starfsmönnum, sem stunda vinnu fjarri heimilum sínum, skal ekki veitt orlof meffan þeir stunda slíka vinnu. e. Farmenn eru ekki skyldir til aff taka orlof, þegar skip eru í erlendri höfn. Aðilar geta meff samkomulagi ákveffiff aff orlofi skuli skipta og að þaff skuli veitt á öffrum tímum árs en í þessari grein segir. 6. gr. Vottorff þau og áletranir, sem um ræffir í 10.—14. gr. laga nr. 16/1943, um orlof, skulu skráffar á þær blaffsíffur orlofsbókar, er til þess eru ætlaffar. 7. gr. Oheimilt er starfsmanni að vinna í orlofi sínu fyrir kaupi í starfsgrein sinni effa skyldum starfsgreinum. Þaff teljast skyldar starfsgreinar, þar sem vinna sú, sem framkvæmd er, reynir á svipaffan hátt á starfsþol manna. Þannig teljast aff þessu leyti skyldar starfsgreinar hverskonar útivinna í sveit við heyskap, jarffabætur, húsagerð, mótak, torfskurff og annaff slíkt og enn fremur hverskonar grjótvinna, vegagerff og gatnagerff, járnsmíð- ar, húsasmíffar, steinhögg og steinsteypuvinna, skurffgröftur og hverskonar jarffvinna meff handverkfærum. Skyldar starfsgrein- ar teljast ennfremur þessu samkvæmt hverskonar sjósókn og siglingar, fiskveiðar og fiskverkun, frystihúsavinnu, uppskipun meff vélum og önnur hafnarvinna og þess háttar. Þá teljast skyldar starfsgreinar ritstörf, skrifstofustörf, búffarstörf, prent- vinna, prófarkalestur, bókhald, létt verksmiffjuvinna innanhúss, gistihúsa- og veitingahúsavinna og önnur innanhússtörf, sem ekki reyna mjög á líkamskrafta manna, bifreiffaakstur, húsgagnagerff, klæffasaumur, gull- og silfursmíðar, skósmíffar, söðlasmíffar og önnur létt handverk o. s. frv. 8. gr. Reglugerð þessi öfflast gildi 24. maí 1943. BráSabirgðaákvœði: Þar til orlofsbækur og orlofsmerki eru tilbúin til sölu á póst- afgreiffslum, skulu kaupgreiffendur greiða starfsmönnum sínum í peningum 4% af kaupi því, er þeir hafa boriff úr býtum fyrir vinnu sína þennan tíma, sbr. þó 2. mgr. 4. gr. laga nr. 16/1943. 94 VINNAN

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.