Vinnan - 01.06.1943, Blaðsíða 21
Þýðingarmiklum
áfanga náð
Samkomulagiö við ríkisstjórnina um kaup og kjör
við vega- og brúargerðir, svo og vitabyggingar, er einn
stærsti sigurinn, sem verkalýðssamtökin hafa unnið á
þessu ári, og sýnir hann glöggt, að verkalýðsfélögin
verða ekki sniðgengin, hvorki af ríkisvaldinu né öðr-
um atvinnurekendum, ef þau standa sameinuð.
Um miðjan apríl s.l. fór Alþýðusambandið þess
fyrst á leit við ríkisstjórnina, að samningaumleitanir
gætu hafizt, en árangur varð enginn af þeim bréfa-
skriftum fyrr en ríkisstjórn og sáttasemjara var tjáð,
að verkfall mundi verða í vegavinnu um land allt, að
morgni þess 3. maí, ef samningar yrðu þá ekki konm-
ir á. —
Að kvöldi sunnudagsins 2. maí barst Alþýðusam-
bandinu bréf frá vegamálastjóra, þar sem hann, sam-
kvæmt umboði ríkisstjórnar, gaf yfirlýsingu um, að
kaup við vega- og brúargerðir myndi greitt samkv.
núgildandi samningum þess verkalýðsfélags sem næst
væri þeim stað, sem vinnan er framkvæmd á.
Að öðru leyti skyldu kjör verkamanna vera sem hér
greinir:
1. Sé um ákvæðisvinnu að ræða, skulu verkamönnum
tryggð daglaun samkvæmt framangreindu.
2. Kaffihlé verður eins og venja hefur verið í vega-
vinnu.
3. Sé ekki hægt að vinna sökum óveðurs, skal greidd-
ur þriðjungur tímakaups, svo sem verið hefur.
4. Verkamenn skulu njóta allra sömu hlunninda og
verið hafa, svo sem:
a) Okeypis flutnings á öllum nauðsynjavörum.
b) Ókeypis matreiðslu, matreiðsluáhöld, eldivið
(kol og olíu), skýli og rúmstæði.
c) Þar sem svo hagar til, að verkamenn eru bú-
settir í næsta kauptúni við vinnustað, skal greitt
fyrir þeim um ókeypis flutning að og frá kaup-
túninu um aðra hvora helgi.
5. Þar sem vinnumiðlunarskrifstofur (sbr. lög 9. jan.
1935) eru starfandi, skulu verkamenn, ef ráðnir
eru úr viðkomandi kaupstað, ráðnir í samráði við
þær, eftir því sem henta þykir.
Þá tókst og samkomulag um skilgreiningu á kaup-
lagssvæðum hinna einstöku félaga, og var það sem hér
segir:
VÍNNAN
Borgarneskaupsvœði nær vestur að Hítará, — inn að
Bjarnardalsá og norður að Sanddalsá.
Stykkishólmskaupsvœði nær yfir Helgafellssveit.
Grundarfjarðarkaupsvœði nær yfir Eyrarsveit.
Olafsvíkurkaupsvœði nær frá Ólafsvíkurklifi að Fróðá.
Hellissandskaupsvœði nær frá Gufuskálum að Ingjalds-
hóli.
I Snœfellsnes- og Hnappadalssýslu ■— utan kaupsvæða
Stykkishólms, Ólafsvíkur og Hellissands — greiðist
kr. 1.90 á klst.
I Dalasýslu greiðist kr. 1.90 á klst.
Patreksfjarðarkaupsvœði nær út að Sveinseyri og suð-
ur yfir Kleifaheiði.
Bíldudalskaupsvœði nær vestur að sýslumörkum og yf-
ir Hálfdán.
í Barðastrandarsýslu utan kaupsvæða Bíldudals og Pat-
reksfjarðar greiðist kr. 1.90 á klst.
Isafjarðarkaupsvœði nær út að Hnífsdal — inn að
Kirkjubóli — vestur yfir Breiðdalsheiði.
I Isafjarðarsýslum utan Isafjarðarkaupsvæðis greið-
ist kr. 1.90 á klst.
Hólmavíkurkaupsvœði nær að Ósi og Víðidalsá.
Drangsneskaupsvæði nær yfir Kaldrananeshrepp.
Djúpavíkurkaupsvœði nær yfir sveitina umhverfis
Reykjarfjörð norður til Arness.
I Strandasýslu utan kaupsvæða Hólmavíkur, Djúpavík-
ur og Drangsness greiðist kr. 1.90 á klst.
Hvammslangakaupsvæði nær að mörkum kaupsvæðis
Borgarness.
Blönduósskaupsvœði nær yfir alla Austur-Húnavatns-
sýslu, nema kaupsvæði Skagastrandar.
Skagastrandarkaupsvœði nær inn að Laxá, út að Skaga,
og austur að sýslumörkum Skagafjarðarsýslu.
Sauðárkrókskaupsvœði nær um alla Skagafjarðarsýslu.
Akureyrarkaupsvœði nær að sýslumótum hjá Veiga-
stöðum, út að vegamótum Dalvíkurvegar á Þelamörk,
inn að vegamótum Laugalandsvegar hjá Kaupangi
og inn að vegamótum Eyjafjarðarbrautar við Hólma-
veg. A svæðinu greiðist kr. 2.10 á klst.
I Eyjajjarðarsýslu utan Akureyrarkaupsvæðis greiðist
kr. 1.90 á klst.
Raufarhafnarkaupsvœði nær að Blikalóni og Hóli. Ann-
arsstaðar í Þingeyjarsýslum greiðist kr. 1.90 á klst.
Víkurkaupsvœði nær austur að Múlakvísl. Annarsstað-
ar í sýslunni greiðist kr. 1.90 á klst.
Kaup í Rangárvallasýslu verður sama og í Árnessýslu.
Á öllu Suðurlandi, þ. e. á svæðinu frá Múlakvísl að
Hítará greiðist sama kaupgjald, kr. 2.10 um tímann.
Á öllu Austurlandi verður eitt og sama kaupgjald, en
það er kr. 1.90 á klst.
Með þessu samkomulagi er ríkisstj órnin raunveru-
93