Vinnan


Vinnan - 01.06.1943, Blaðsíða 10

Vinnan - 01.06.1943, Blaðsíða 10
Sjáanleg merki blýsins íinnast stundum í tannholdi sjúklinganna sem dökkgrá rák eða rönd ofanvert við tennurnar. Þessi blýrák hverfur ekki viS þvott. Ég hef nú taliS upp nokkur algengustu einkenni blý- Vöðvalömun á handleggjum. eitrunar, en lýsingin er ófullkomin og langt frá því aS vera tæmandi. Tilgangurinn meS þessum orSum er ekki sá, aS festa mönnum í minni hin óhugnanlegu ein- kenni sjúkdómsins, heldur aS benda á leiSir til aS forS- ast hann meS öllu. Orsök veikinnar -—- hlýiS og efna- sambönd þess — hef ég þegar minnzt á, og aS nokkru, hvar hennar sé helzt aS vænta. Ég hef einnig lítillega getiS þess, hvernig vörnum gegn veikinni verSi bezt komiS viS, en vil nú aS lokum fara nokkrum orSum til viSbótar um þaS atriSi. Ef vel á til aS takast um varnir gegn blýeitrun, sem atvinnusjúkdómi, verSa ýmsir aSiljar aS hafa meS sér góSa samvinnu, og er þá fyrst aS nefna óbreytta starfsmanninn. Sé honum kunnugt um, aS hann vinni meS blýefni, ber honum aS gæta ýtrasta persónulegs hreinlætis, þvo hendur sínar og andlit sem tíSast, eink- um þó fyrir máltíSir. Auk þess á hann aS iSka líkams- böS, helzt daglega, aS starfi loknu. Komist hann ekki hjá aS vinna í blýblönduSu ryki, má hann ekki van- rækja aS nota rykvarnargrímu. Loks ber honum aS virSa og fara eftir hverri þeirri varúSarráSstöfun, sem kann aS verSa gerS á vinnustaS. Annar aSili í fyrrnefndri samvinnu er atvinnurek- andinn. Hann verSur strax í upphafi aS kynna sér, hverskonar efni eru meShöndluS í verksmiSju hans eSa iSnfyrirtæki. Sé þar nokkurt blýsamband um hönd haft, skal hver einstakur starfsmaSur fræddur um þaS og hvattur til varkárni. Auk þess hvílir sú siSferSisskylda á slíkum atvinnurekanda, aS húsakynni á vinnustaS séu rúmgóS og hreinleg, aS loftræsting sé fullkomin, og aS nauSsynlegur varnarútbúnaSur, svo sem grímur, sé fyrir hendi. ÞriSji aSilinn er heilbrigSisstjórn landsins. Henni bæri aS hafa stöSugt og vakandi eftirlit meS öllum þeim vinnustöSvum, þar sem blý er notaS, og sjá um, aS sett- um varúSarreglum væri framfylgt. Hvernig tekst nú samvinna þessara þriggja aSilia hér á landi? Eftir minni takmörkuSu reynslu aS dæma, verSur svariS þaS, aS hún hafi fram aS þessu tekizt heldur báglega. Blýeitrunar verSur vart hér alltaf öSru hvoru. Ég hef kynnzt nokkrum tilfellum og skal nefna eitt sem dæmi um ófullkomna vörn: StarfsmaSur skipasmíSastöSvar hér í bæ sýkist af blýeitrun. Lamanir augnvöSva, góms og raddbanda voru mest áberandi einkennin. Hann hafSi all-lengi unniS aS því aS rySberja og menjubera skipsskrokka. Því hafSi oft fylgt mikiS ryk, og sjálfur hafSi sjúkling- urinn víst ekki veriS sérlega hreinlegur meS hendur sínar og andlit, enda hafSi hann allan tímann ekki minnstu hugmynd um hættuna. Enginn hafSi varaS hann viS henni. ÞaS var því ekki von, aS vel færi. Yfir- manni stöSvarinnar var tjáS þetta tilfelli. Hann vísaSi málinu frá sér til næsta undirmanns síns, sem tók frá- sögninni fálega og hefur vafalítiS leitt hjá sér gefiS ráS um aS láta athuga aSbúnaS og heilbrigSisástand starfs- manna fyrirtækisins. MeS þessu raunalega dæmi fáfræSi og tómlætis lýk ég máli mínu. Lagabreytingar Snemma á þessu ári sendi skrifstofan sambandsfélög- unum bréf varSandi ýmsar breytingar, sem sambands- stjórn taldi nauSsynlegt, aS gerSar yrSu á lögum sam- bandsfélaga. — Voru þar á meSal ýms þýSingarmikil nýmæli. Fjölda mörg félög hafa þegar framkvæmt þessar laga- breytingar og sent skrifstofunni lög sín meS á orSnum breytingum. Er hér meS skoraS á þau félög, sem þegar hafa komiS þessu í verk, en ekki sent skrifstofunni lögin meS hinum nýju breytingum, aS gera þaS sem fyrst, til þess aS sambandsstjórn fái vitneskju um, hvaSa félögum hún þarf aS senda ítrekunarbréf um þetta efni. 82 VINNAN

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.