Vinnan


Vinnan - 01.06.1943, Blaðsíða 7

Vinnan - 01.06.1943, Blaðsíða 7
ans en t. d. á Suðurlandi, og ber ekki á öðru en út- gerðarmennirnir græði nógsamlega. En hvað skvldu þeir þá græða, sem láta hlutamennina greiða fyrir sig útgerðarkostnaðinn ? Það kann að vera réttmætt, að einhver mismunur sé á línuveiðakjörunum eftir því, livar á landinu er, en því verður aldrei haldið frarn með nokkrum sanni, að nokkurt réttmæti sé í því, að kjör á dragnótaveiðum séu ekki hin sömu alls staðar. Eftir því, sem ég hef getað komizt næst, eru hluta- skipti á dragnótaveiði allmisjöfn eftir því, hvar á land- inu er, þótt sá mismunur muni ekki vera jafnmikill og á línuveiðum. — Yið Faxaflóa mun áhöfn fá þriðjung aflans í sinn hlut, vélstjóri 1V> hlut og skipstjóri tvo hluti. — Hér eystra fær áhöfn 39%, vélstjóri 1% hlut og skipstjóri l1/) yfirleitt, þó ekki hafi verið gerðir samningar um kjör hinna síðastnefndu. — Með þessu móti greiðir. útgerðarmaður við Faxaflóa rúm 41% til skipshafnar, en hér eystra tæp 44%. — Útgerðar- menn hér telja dragnótaveiðikjörin í Vestmannaeyjum þatl hagstæðustu fyrir útgerðina, sem til séu á landinu, því að þar greiðist aukahlutur vélstjóra af óskiptu. Með því móti er vélstjórinn sjálfur látinn greiða hluta af aukahlut sínum! — Sjómenn hér í Neskaupstað eru yfirleitt óánægðir með hlutaskiptin og í vetur var reynt að koma drag- nótaveiðikjörunum í það horf, að áhöfn fengi 42%. — Það tókst ekki. Áður voru kj örin 36% aðeins, en hækk- uðu í 39%. Eg hef nokkra reynslu í því að vinna að sjómanna- samningum og það get ég fullyrt, að útgerðarmenn nota það fyrir höfuðröksemd gegn rökstuddum kjara- bótakröfum, að hér hafi sjómenn betri kjör en nokkurs staðar annars staðar á landinu. Það kann vel að vera, er meira að segja sennilega rétt, en þótt kjör bátasjó- manna annars staðar séu skammarlega slæm, sannar það engan veginn, að hér séu þau of góð. Verkamenn og aðrir, sem taka ákveðin laun fyrir ákveðinn vinnutíma, liafa fyrir forgöngu verkalýðssam- takanna fengið mjög verulega grunnkaupshækkun og fá auk þess dýrtíðaruppbót. Bátasjómenn fá enga dýr- tíðaruppbót hvað rnikið sem dýrtíðin vex. — Bátasjó- menn fá heldur enga áhættuþóknun, þótt þeir séu að störfum á hættusvæði, eins og t. d. fyrir Austurlandi, þar sem það var daglegt brauð í fyrrasumar, að þýzk- ar flugvélar iðkuðu það sem sport að skjóta á fiskibáta, meira að segja smá trillubáta. — Skýlausa kröfu eig- um við því á áhættuþóknun og sömuleiðis eigum við kröfu á því, að stríðstryggingalögunum verði aftur breytt í það horf, að slys af ósönnuðum orsökum séu skilyrðislaust bætt sem stríðsslys. Verkamenn munu geta unað sæmilega við það kaup, sem þeir hafa. Fyrir þá skiptir mestu, að halda þvi, sem unnizt hefur og tryggja það, að ekki komi aftur at- vinnuleysi. Verkalýðssamtökin eiga því á næstunni að leggja höfuðkapp á að bæta kjör bátasjómanna, en eins og ég hef reynt að sýna fram á, hafa þeir jafnan orðið útundan. Þegar ég hafði verið kosinn í sambandsstjórn Al- þýðusambandsins, lét ég það verða mitt fyrsta verk að senda miðstjórninni rökstuddar tillögur um að kalla saman, á hausti komanda, sjómannaráðstefnu. — Mér er tjáð, að þessu hafi verið vel tekið og vildi ég mega vænta þess, að úr fyrirhugaðri ráðstefnu yrði. — Það sem ég tel að ætti að vera verkefni ráðstefnunnar er fyrst og fremst eftirfarandi: 1. Samrœming á kjörum bátasjómanna. Undanfarið hefur verið unnið að því, með nokkrum árangri, að samræma kjör verkamanna í heilurn héruðum, með það takmark fyrir augum, að koma á sama kaupi um allt land. — Aftur á móti hefur ekkert verið gert að því að samræma sjómannakjörin, sem þó er ekki síður nauðsynlegt. Höfuðverkefni ráðstefnunnar á að vera, að mínum dómi, að samrœma og bæta launakjör sjó- manna, þannig t. d., að sömu kjör séu í hverjum fjórð- ungi og helzt á öllu landinu. 2. Skipulagsmál sjómannastéttarinnar. — Fram að þessu hafa bátasjómennirnir verið illa skipulagðir. — Þeir munu þó að vísu fíestir vera félagsbundnir, a. m. k. í hinum stærri verstöðvum, en mál þeirra hafa yfir- leitt verið látin sitja á hakanum og geta þeir sjálfum sér um kennt. — Jafnan flytjast sjómenn mjög á milli verstöðva og er m. a. þess vegna erfitt að heyja launa- baráttu, því að oft tekst ekki að stöðva strauminn. — Skipulagsmálin þarf að taka föstum tökum og hefur mér helzt dottið í hug að setja mál þeirra að nokkru leyti undir sérstaka stjórn innan Alþýðusambandsins. 3. Öryggismálin. — Þau þarf að taka til gaumgæfi- legrar athugunar, bæði hvað snertir vandaðan útbúnað fiskiskipa, slysabætur, vitamál, svo og hin fjárhagslegu öryggismál. Eg treysti miðstjórn Alþýðusambandsins til þess að halda máli þessu vakandi og beita sér fyrir umræddri ráðstefnu í haust, helzt í nóvember, og bjóða öllum þeim félögum sínum, sem hafa bátasjómenn innan sinna vébanda, þátttöku. Og bátasj ómennirnir þurfa sjálfir, hver í sínu félagi, að undirbúa ráðstefnuna sem bezt og senda sem fulltrúa á hana þá menn úr sínum hópi, sem þeir treysta bezt. Við, sem sjóinn stundum, megum ekki láta reka lengur á reiðanum. Við verðum að hefjast handa og tryggja okkur jafngóð kjör og aðrar vinnandi stéttir hafa, en það getum við því aðeins, að við kunnum að meta samtökin og beita þeim. VINNAN 79

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.