Vinnan


Vinnan - 01.12.1943, Qupperneq 9

Vinnan - 01.12.1943, Qupperneq 9
SÆMUNDUR ÓLAFSSON: Sameining verkalýðsfélaga Seytjánda þing Alþýðusambandsins gerði, á fundi sínum 19. nóv., eftirfarandi ályktun: 1. Að sameina smáfélög í skildum starfsgreinum eða iðngreinum á hverjutn stað í félög eða sambönd. 2. Að sameina fámenn félög á sama stað í eitt verka- lýðsfélag með deildarskiptingu, samanber Verkalýðs- félag Akraness, Verkalýðsfélagið Baldur á Isafirði, Verkamannafélagið Þróttur á Siglufirði og Verkalýðs- og Sjómannafélag Keflavíkur o. fl. 3. Að vinna að sameiningu félaga á hverjum stað, þar sem fleiri eru en eitt félag í sömu starfsgrein. Þeim þingfulltrúum, sem þessar ályktanir sömdu, og 17. þinginu, hefur verið ljós sú óheillastefna, sem ríkt hefur á undanförnum árum í málefnum verkalýðsins og sem komið hefur, meðal annars, fram í stofnun og við- haldi fjölmargra smáverkalýðsfélaga á félagssvæðum hinna stærri verkalýðsfélaga víða um land og í Reykja- vík. Þessi smáfélög hafa verið stofnuð af sérgreinum innan einstakra atvinnuvega og oft með fáum mönnutn, sem vegna skorts á félagsþroska, einhæfs hagsmuna- sjónarmiðs, eða vegna þess að um menn var að ræða með einhverj a smávegis sérþekkingu, sem töldu sig ekki eiga samleið í verkalýðsmálum með öðrum verkamönn- um í sömu atvinnugrein og á sama stað. Með því að hafa verkalýðsfélögin mörg og smá, dreif- ast kraftarnir óeðlilega mikið. I smáfélögum er oft erfitt að fá hæfa menn, til þess að stjórna félaginu og baráttu þess. Fundirnir verða fámennir og illa sóttir og falla oft að lokum niður vegna skorts á fundarsókn. Verkefni félagsins verða fábreytt, þar sem allt starf er miðað við hagsmuni fárra manna, oft og tíðum brots úr einni stétt eða starfsgrein. Oft læðist inn tortryggni og rígur til annarra félaga og félagsheilda, sem stafar af þekk- ingarskorti á málefnum þeirra og því, að málefnin hafa ekki verið rædd sameiginlega af hreinskilni og skilningi. Þetta ástand opnar atvinnurekendavaldinu möguleika til þess að smeygja fleygum ágreinings og sundurþvkkju inn í raðir verkalýðsins. Kannast menn ekki við að brýnt hafi verið fyrir hlutasjómönnum, að hátt kaup landverkafólks væri gagnstætt hagsmunum þeirra, og að þeir yrðu að gjalda það með skerðingu á hlut sín- um? Þess hefur hinsvegar ekki verið alltaf gætt, að land- verkamaðurinn eða konan hefur oft verið bróðir, systir, faðir, móðir eða jafnvel eiginkona eða afkvæmi sjó- mannsins, sem verið er að siga á landverkafólkið. Oft ber þessi áróður engan árangur, en fellur máttlaus af múrum félagshyggju og stéttarmeðvitundar þess, sem fyrir honum verður, en ekki alltaf. Fámenn félög hafa enga möguleika til þess að hafa fasta starfsmenn, en reynslan hefur sýnt, að það er öllum félögum nauðsyn- legt, ef lag á að vera á rekstri þeirra. Þó að verkalýðshreyfingin væri í öndverðu byggð upp af mönnum, sem unnu öll sín störf í þágu hennar kauplaust í hjáverkum og skeyttu því engu, þótt þeir slitu kröftum sínum um aldur fram og hlytu að launmn andúð og tortryggni samborgara sinna og oft og tíðum útilokun frá atvinnu um lengri og skemmri tíma, þá er sá tími liðinn. Mjög fáir fást nú til þess að fórna sér á þennan hátt og er það skiljanlegt. Hita- og hrifningar- tímabilið í verkalýðshreyfingunni er liðið, baráttan hef- ur fengið fastara form, menn líta á allt, sem á vinnst, eins og sjálfsagða hluti, enginn æfintýraljómi er lengur um forustumenn verkalýðshreyfingarinnar, mestur hluti þess, sem unnið er, er unnið af mönnum, sem taka kaup fyrir verk sín, eins og sjálfsagt er og eðlilegt. Þau félög, sem ekki liafa bolmagn til þess að greiða fyrir vinnu, verða að láta margt ógert, eða kaupa til þess menn utan félagsins. Félagsmenn verða því aldrei aðnjótandi þess félagsþroska, sem menn hljóta við það, að vinna trún- aðarstörf fyrir verkalýðinn. Þegar smáfélögin lenda í kaupdeilum, er algengt að þau fá samningsmeðferðina í hendur Alþýðusamband- inu, sem svo semur fyrir þau og leiðir deiluna til lykta, án þess að stjórnendur viðkomandi félags verði raun- verulega nokkurntíma ábyrgir fyrir rekstri málsins og málalokum. I skjóli þessarar málsmeðferðar eru oft kosnir Iítt hæfir menn til þess að stjórna slíkum smáfélögum og eru þeir oft valdir eftir pólitískum lit, en ekki verð- leikum í verkalýðshreyfingunni, enda eru sum hinna smærri félaga vettvangur fyrir pólitískan hráskinna- leik og sjá allir góðgjarnir menn, að slíkt má ekki við- gangast til lengdar. I Reykjavík eru mörg smáiðnfélög, sem eðlilegt er að sameinist í stærri félögum. Járniðnaðarmenn hafa fjögur félög: Félag járniðnaðarmanna, með 159 félags- VINNAN 219

x

Vinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.