Vinnan - 01.12.1943, Blaðsíða 10
menn um síðustu áramót, Félag bifvélavirkja, með 55
félagsmenn, og Félag blikksmiða, með 14 félagsmenn
á sama tíma. 011 þessi félög hafa samninga um sama
kaup og ekki verður séð, að séreinkenni félagsmanna
þeirra séu svo mikil, að þeir geti ekki verið í einu fé-
lagi allir. Pípulagningamenn eru einnig járniðnaðar-
menn og virðast því eiga samleið með hinum félögun-
um, en eins og stendur hafa þeir öðruvísi kaupsamn-
inga og gæti það, ef til vill, torveldað sameiningu
þeirra við hin félögin í bili.
Prentarar og bókbindarar virðast vera svo atvinnu-
lega tengdir hvorir öðrum, að vel færi á því, að félög
þeirra væru sameinuð í eitt.
Félag húsgagnabólstrara hafði um síðustu áramót
17 félagsmenn og félag húsgagnasmiða 55 félagsménn.
Hvers vegna sameinast ekki þessi tvö félög, þar sem
félagsmenn þeirra vinna allir við framleiðslu sömu vör-
unnar og fyrir sömu launakjör?
Tækjurst þær sameiningar, sem hér hafa verið nefnd-
ar, má telja líklegt, að þau fáu smá-iðnfélög, sem þá
stæðu fyrir utan stóru félögin, æsktu eftir að sameinast
eða renna inn í stóru félögin, enda þótt félagsmenn
þeirra störfuðu við óskildar iðngreinir, svo sem bakar-
ar, klæðskerar, hárgreiðslustúlkur, rakarar o. fl., o. fl.
Hagkvæmast væri að allt iðnaðarfólk væri í einu fé-
lagi, sem starfaði í nokkrum deildum.
Slíkt félag, eða félagasamsteypa, gæti haft starfandi
skrifstofu með launuðum ráðsmanni eða ráðsmönnum,
sem unnið gætu stéttinni og verkalýðshreyfingunni mik-
ið gagn. Ennfremur myndi svo stórt félag iðnlærðra
verkamanna hafa á hendi forustu í öllum málum iðn-
aðarmanna og þjóðfélagsins í iðnaðarmálum. Auk þess
gæti það rekið víðtæka upplýsinga- og menningarstarf-
semi.
Eðlilegast er að í Reykjavík séu félög óiðnlærðs
verkafólks þrjú, sjómannafélag, verkamannafélag og
verkakvennafélag. Svo var þetta í öndverðu og var mis-
ráðið mjög að breyta út af því, þótt fólkinu fjölgaði
og meiri margbreytni skapaðist í vinnu verkafólks.
Sjómennirnir einir halda áfram að vera í einu félagi,
og ekki virðist vera mikil hætta á að það félag klofni.
I Sjómannafélagi Reykjavíkur eru eftirtaldar starfs-
greinar m. a.: Stýrimenn, bátsmenn, matsveinar, háset-
ar, kyndarar, vélstjórar með rninna prófi, lifrarbræðslu-
menn á togurum, og samsvarandi menn á flutninga- og
farskipum, hlutahásetar, mótoristar og stýrimenn af vél-
skipum o. fl. Allar þessar starfsgreinar standa svo fast
saman um heiður og hag stéttarinnar, að félag þeirra
hefur náð betri árangri með baráttu sinni en nokkurt
annað félag, eða félög, í landinu, eins og kunnugt er,
og á hin órjúfanlega sameining stéttarinnar sinn þátt í
því.
Hagkvæmast er að allir verkamenn séu í einu félagi,
Dagsbrún, án tillits til þess, hvort þeir vinna úti eða
inni. Vera ófaglærðra iðnverkamanna í Iðju virðist
vera mjög misráðin. í Dagsbrún eru nú mjög margar
starfsgreinar ófaglærðra verkamanna, en þar eiga þeir
allir að vera í framtíðinni.
I öndverðu var Verkakvennafélagið Framsókn stofn-
að af konum í fiskvinnu og eyrarvinnu, bæði þeim,
sem unnu við blautan fisk og í þurrfiski, úti og inni.
Á þeim tímum bauðst kvenfólki ekki önnur vinna utan
heimilanna. Þegar fjölbreytnin' óx í verkakvennavinn-
unni, samhliða því að eyrarvinna kvenna hvarf og
fiskvinnan drógst saman, var horfið að því að stofna
ný verkakvennafélög, í stað þess að láta allar verka-
konur, við inni- og útistörf, vera áfram í sama verka-
kvennafélaginu. Þannig voru stofnuð Starfsstúlknafé-
lagið Sókn, Sjöfn, félag starfsstúlkna í veitingahúsum,
A. S. B., félag afgreiðslustúlkna í brauðsölubúðum,
Þvottakvennafélagið Freyja og Iðja, félag verksmiðju-
fólks, sem að miklum meiri hluta stendur saman af
verkakonum.
011 hafa þessi verkakvennafélög verið magnlítil, og
að það er eðlilegt, sést brátt, ef félögin eru skoðuð nið-
ur í kjölinn.
Félagskonur eru flestar ungar, sumar ný-fermdar, er
þær ganga inn í félögin og gera það af þægð, eða vegna
þess að þær eru reknar til þess, en ekki af því að þær
skilji eðli verkalýðshreyfingarinnar eða tilgang. Meiri
hlutinn skiptir svo um atvinnu að litlum tíma liðnum
og hverfur úr félaginu, margar án þess að hafa komið
á fund í því, hvað þá heldur unnið neitt starf fyrir það.
I félögunum eru engar reyndar, verkalýðssinnaðar
konur, engum, eða fáum, endist starfsaldur til þess að
verða það, lausung fjöldans verkar lamandi á þær fáu
konur, sem hafa foringjahæfileika, eða með öðrum
orðum, alla félagslega kjölfestu vantar í félögin. Sú
kjölfesta fæst ekki nema á nokkuð löngum starfstíma
og því aðeins að í félaginu sé að staðaldri nokkuð stór
hópur félagsvanra meðlima, sem fara með málefni fé-
lagsins.
í gömlum félögum er alltaf nokkuð stór hópur af
félagsvönu fólki, sem skapar ]>að félagslega öryggi og
þá festu, sem dregur ungt, stéttvíst fólk að félögunum
og laðar það til þess að keppa að því marki, að verða
hlutgengir félagar og komast í trúnaðarstöður, en slíkt
fólk yfirgefur ekki verkalýðshreyfinguna þótt bað skipti
um atvinnu og að því ber að stefna.
Þar sem ekki hentar að öllu leyti hið sama um rekst-
ur verkalýðsfélaga í Reykjavík og í kaupstöðum og
kauptúnum úti um land, verður í næsta blaði gerð grein
fyrir því, frá sama sjónarmiði, hvernig réttast virðist
vera að sameina verkalýðinn í félögum utan Reykja-
víkur.
220
VIN.NAN