Vinnan


Vinnan - 01.12.1943, Page 12

Vinnan - 01.12.1943, Page 12
fólks fyrir því, að án þessara ungu þjóða væri barátt- an um frelsið næsta vonlítil. An Rauða hersins og hinna sameinuðu krafta ráðstjórnarþjóðanna verður naumast annað betur séð, en að nazisminn hefði auð- veldlega sigrað hinar sundurvirku þjóðir borgaralegu lýðræðislandanna á svipaðan hátt og Frakkland. Og nú er það yfirlýst af öllurn raunsæjum stjórnmálamönnum borgaralegra lýðræðislanda, að án samvinnu við Sovét- ríkin verði engra verulegra mannfélagsumbóta að vænta eftir stríðið. Vandamál eftirstríðsáranna verði ekki leyst varanlega, nema með náinni og einlægri sam- vinnu við þjóðir Ráðstjórnarríkjanna. Þegar þvílíkar viðurkenningar liggja fyrir frá reyndum stjórnmála- mönnum lýðræðissinnaðra borgara um nauðsyn sam- vinnu við Ráðstj órnarríkin um lausn vandasömustu þjóðfélagsmála, má nærri geta um þá lífsnauðsyn verkalýðssamtakanna í borgaralegum lýræðislöndum, að hafa náið samband og samvinnu við þær þjóðir, sem þegar hafa búið sér sósíalskt skipulag. Sósíalism- inn er í eðli sínu hvort tveggja í senn, ramþjóðlegur og alþjóðlegur, enda er hann öllum þjóðum jafnnauð- synlegur, til þess að þær fái notið sín og hinnar stór- stígu tækniþróunar, í stað þess að gjalda hennar, eins og þær verða nú að gera í auðvaldsheiminum. Braut- ryðjendur verkalýðshreyfingarinnar á 19. öld lögðu líka ríka áherzlu á hina alþjóðlegu stefnu hennar. Þeir brýndu bræðralagshugsjónina fyrir verkalýðnum og beittu orku sinni til þess að brjóta niður úrelta stétt- arfordóma, kynþáttaerjur og þjóðernisrembing, sem ekkert á skylt við þjóðlega sjálfsvirðingu. Jafnvel þá sáu vitrustu menn verkalýðshreyfingarinnar heims- verkalýðinn x einni heild, þótt hann greindist í marg- ar smærri fylkingar innan ákveðinna landamæra. í öllum löndum átti verkalýðurinn við sömu höfuð- vandamálin að glíma. Þeir sáu þá strax nauðsyn þess, að verkalýður allra landa gæti tekið höndum saman um sameiginleg stefnumál og með kynningu og sam- starfi brotið af sér fjötra einangrunar og hrundið sundrungaráróðri þjóðahatursins. Upp af þvílíkri al- þjóðahyggju risu síðan alþjóðasambönd verkalýðsins. Hin öra tæknilega þróun síðustu áratuga hefur fært þjóðirnar nær hvor annarri. Engir hafa orðið þess fremur varir en vér Islendingar, hve lítið fer fyrir hinum gömlu fjarlægðum. ísland, land fornrar ein- angrunar, er orðið miðdepill í alþjóðlegum átökurn þeirrar styrjaldar, sem mest hefur orðið og nú geisar. Þessi ytri þróun, ef svo mætti nefna hana, hefur alltof mörgum smáþjóðum komið að óvörum. Þær hafa treyst úreltum landvörnum, svo sem einangrun og afskipta- leysi stórveldanna meðan heimurinn virtist stærri en hann er í dag. Þetta oftraust á úreltar landvarnir og oft fávísleg afstaða stjórnendanna til nýrra þróunar- afla. skapaði andvaraleysi fyrir þeirri nauðsyn, að þjóðirnar gerðust meðvitandi þátttakendur í eðlilegri og óumflýj anlegri samþjóðlegri þróun félagslífsins og aðhæfðust henni. Alþjóðahyggja verkalýðsins, sem fyrir 100 árum var fyrst og fremst hugsjón nokkurra framsvnustu brautryðjenda í hópi verkalýðshreyfingarinnar og sós- íalismans, er nú orðin að lífsnauðsyn alþýðu allra landa, ef leysa á varanlega vandamál líðandi stundar. Vér eigum þá tryggingu eina fyrir varanlegum friði í framtíðinni, að samvirkir þjóðfélagshættir verði upp teknir í öllum löndum. En það gefur bræðralags- og samstarfshugsjónum þjóðanna skilyrði til vaxtar og viðgangs. Að tala um bræðralag og kristilegar dyggð- ir í þjóðfélögum auðvaldsins fer því líkast í munni auðvaldssinnaðra prédikara og það fer afbrotamönn- um að fremja afbrot sín í nafni háleitra dyggða. íslenzk alþýða þarf nú að leysa það verkefni hið fyrsta, að búa þjóðfélag sitt undir það, að akur þess verði sem hæfastur til sáningar fyrir þau fræ, sem bræðralag og einlæg samvinna einstaklinga og þjóða getur vaxið upp af. Vér megum vænta mikils andróð- urs gegn alþjóðahyggjunni. I þeim andróðri mun verða beitt fagurgala, fölsku þjóðernisglamri og ekki hvað sízt rógi gegn alþjóðastefnu verkalýðshreyfingarinn- ar og því ríki, sem hefur tileinkað sér hana. En sá andróður mun brotna á skilningi og þroska íslenzkrar alþýðu, sem oft hefur áður séð blika á sverðsoddinn undan fögrum flíkum falskra vinmæla andstæðinganna. Sveinafélag húsgagnasmiða 10 ára Sveinafélag húsgagnasmiða átti 10 ára starfsafmæli 2. nóv. s.l. FélagiS var stofnað 2. nóv. 1933 og voru stofnendurnir 23. Nú eru félagsmenn 50 og eru innan vébanda félagsins allir sveinar, sem starfa í iðninni. Aður en félagið var stofnað var kaup húsgagnasmiða mjög misjafnt og ekki farið eftir neinum ákveðnum taxta. Skömmu eftir stofnun félagsins leitaði það samninga við atvinnurekendur um kaup og kjör og 1935 var hafið verkfall til þess að ná samn- ingum. Vinnustöðvunin stóð yfir í 10 vikur. Samningar náðust og margskonar kjarabætur. Og samningsréttur félagsins var að fullu viðurkenndur. Arið-1937 var aftur háð verkfall, til þess að ná betri samning- um. Það stóð yfir í 11 vikur og vannst nokkuð á í hinum nýju sainningum. Nokkrar hreytingar voru gerðar á samningum félagsins eftir stríðsbyrjun og þá án þess að til nokkurra verulegra átaka kæmi. A síðastliðnu ári var vinnudagurinn styttur niður í 8 stundir. Eru kjörin við þessa iðn fyllilega sambærileg við kjör annarra iðnstétta. Formaður félagsins er Olafur H. Guðmundsson, og hefur hann gegnt því starfi um 6 ára skeið. Laugardaginn 6. nóv. hélt félagið afmælisfagnað fyrir félags- menn, fyrrverandi félaga og nokkra gesti. 222 VINNAN

x

Vinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.