Vinnan


Vinnan - 01.12.1943, Side 14

Vinnan - 01.12.1943, Side 14
Handtakan Næst skeður svo það, að barið er aS dyrum á heim- ili Ágústar Elíassonar í Bolungarvík og spurt um Hanni- bal Valdimarsson, en hann var nýseztur aS kaffidrykkju. Var hann beSinn aS koma út til viðtals. Er út kom, voru fyrir nokkrir menn og hafSi Högni nokkur Gunn- arsson orð fyrir utandyramönnum. Tilkynnti hann nú Hannibal, að bátur lægi viS brimbrjótinn og væri hann ferSbúinn til IsafjarSar. Gæti Hannibal fengiS ókeypis ferS meS honum þangaS. Hannibal afþakkaði boðið, kvaSst vera nýkominn og ekki hugsa sér að fara strax aftur. En Högni var þrár og lét Hannibal skilja það, aS þaS væri ekki meining sinna manna, aS honum IeyfSist að dvelja lengur í þorpinu né sinna þar neins- konar erindum. En þegar Hannibal hafði komið Högna í skilning um það, að hann mundi fara ferða sinna án hans leyfis og alls ekki fara úr þorpinu fyrr en sér sýnd- ist, gaf Högni mönnum sínum skipun um að handtaka hann, enda höfðu þeir tekiS sér stöSu meS tilliti til þess. Hrintu þeir honum fyrst áleiðis frá húsinu og tóku hann síðan höndum. Gat Hannibal, eftir nokkrar stymp- ingar, slitið sig lausan, en brátt fór þó á sömu leiS, vegna margmennis ofbeldismannanna. Var Hannibal nú fluttur nauðugur áleiðis til skips, en hann tilnefndi votta aS ofbeldi þessu. NiSur brimbrjótinn var haldið meS hinn handsamaða mann og ofan í bát, er þar lá. Svo slysalega tókst þó til, aS vél bátsins bilaði, er af stað skyldi farið og varð því aS flytja fangann í ann- an bát og var nú lagt af stað í honum til ísafjarðar. Sigurbros lék um varir hinna hugumprúSu og her- skáu höfSingja, er þeir héldu frá landi með hinn hættulega mann, sem þeim hafði tekizt að komast að einum og óviSbúnum og handsama. Leit og ekki út fyrir annað en að ævintýrið væri brátt á enda og mundi ljúka með þeirra frækilega sigri. í janúar-mánuSi þetta sama ár hafSi svipaður at- burður átt sér staS í Keflavík, en þar hafSi formaður verkalýSsfélagsins verið handtekinn og fluttur nauðug- Heimfylgclin A leið til fangahússins ur til Reykjavíkur. Þetta hafði heppnazt svo vel að yfir- völdin létu máliS svo aS segja afskiptalaust. Einhver málamynda yfirheyrsla fór þó fram 5 dögum síðar. Þeir, sem stóSu aS handtöku Hannibals, höfðu ekki fyrirfram gert sér ljósan mismun þann, sem á því gat veriS, að koma til ísafjarðar með slík erindislok og Reykjavíkur, þó að Bolungarvík væri hinsvegar mjög sambærileg við Keflavík. Viðbúnaður á ísafirði Sú fregn flaug nú um ísafjarSarbæ eins og eldur í sinu, og hafði borizt símleiðis frá Bolungarvík, aS Hannibal hefSi veriS handtekinn þar og fluttur nauS- ugur út í bát, er væri á leið með hann til IsafjarSar. YarS uppi fótur og fit í bænum. Menn hittust og sögSu hverir öSrum tíSindin, stöldruSu viS og ræddu málið. Fleiri og fleiri bættust í hópinn og brátt mynduðust hópar og víðtækar umræSur um hvaS gera skyldi. Mönnum kom saman um, aS eigi mætti við svo búið standa. Brátt vissi allur bærinn, hvað á seiði var. Kom flestum saman um að taka bæri með einhverri viðhöfn á rnóti komumönnum, svo aS þeim yrði ljóst, að at- burður þessi vekti a .m. k. athygli í rauSa bænum. Var í skyndi mannaður út stór mótorbátur, einn af bátum Samvinnufélags ísfirSinga, og lagði hann síðan af stað, til móts við Bolvíkinginn. Skyldi hann hafa eftirminn- anlega heimfylgd, er hann rynni í hlað. Hópur manna safnaSist og fyrir á bryggju þeirri, er bátanna var von að. Um annan undirbúning mun einnig hafa verið að ræða, eins og síSar kemur í ljós. ÞaS mun hafa veriS á móts viS Arnarnes, sem bát- arnir mættust. HöfSu þeir samflot til ísafjarSar eftir það. (Sjá 1. mynd). Nokkurt hik kom á Bolvíkingana, er þeir sáu viðbúnað heimamanna, en samt renndu þeir að bryggjunni albúnir aS taka því, sem verða vildi. Þó mun þá ekki hafa grunaS hve gráleg endalokin yrSu hjá þeim, því á sömu stundu og bátur þeirra lagði 224 VI N N A N

x

Vinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.