Vinnan


Vinnan - 01.12.1943, Síða 19

Vinnan - 01.12.1943, Síða 19
FELIX GUÐMUNDSSON: Verkföll, sem voru háð HAFNARVERKFALLIÐ 1913 Sennilega fyrsta verkfallið, sem háð var á Suðurlandi Verklegar framkvæmdir, svo sem bygging hinna stærri mannvirkja, eru ávallt fagnaðarefni fyrir verka- lýð landsins. Meiri þægindi fylgja í kjölfar þeirra og betri aðbúð fyrir þjóðina, en aukin atvinna fyrir verka- fólkið. Þannig er þetta í dag, en gleði verkamanna var, sem nærri má geta, ennþá rneiri fyrr á tímurn, þegar at- vinnuhættir voru ennþá fábreyttari og aðstaða öll og aðbúð lélegri en nú og á flestan hátt erfiðari. Það rná líka heita svo fram yfir síðustu aldamót, að lítið bólaði á verklegum framkvæmdum, sem nokkuð kvæði að. Var til þessa tíma aðallega um örfáar brýr að ræða og nokkra vegaspotta. En eftir aldamótin fer nokkuð að þoka í umbótaátt- ina á þessum sviðum, þó að hægt fari. Árið 1906 er byrjað á símalagningu um landið, en ekki kom þó sú vinna íslenzkum vcrkamömium almennt að gagni, því að verkstj órarnir voru allir norskir, að minnsta kosti fyrst í stað, og töluvert af norskum verkamönnum vann hér við fyrstu línurnar, eða meiri hluti verkamannanna, er að þeim unnu, allt til 1910. Ástæðurnar voru tvær: Enga innlenda menn var hægt að fá, er kynnu skil á þessari vinnu og of seinlegt þótti að sjálfsögðu að láta innlenda menn kynna sér hana í nágrannalöndunum, enda sennilega vantað hugkvæmni til þess. En það leið þó ekki á löngu þar til íslenzkar hendur fóru að vinna þessi verk. Árið 1908 var hafin vinna við vatnsveitu Reykjavíkur. Kom sú vinna í góðar þarfir og var yfirleitt unnin af Reykvíkingum. Þó hafði danskur maður tekið í ákvæðisvinnu mikinn hluta verksins, en hann hafði tvo útlendinga sem verkstjóra og einn Islending. Vinna hófst við gasveitu hér í bæn- um árið 1909, en það var þýzkt firma, sem tók að sér það verk og hafði við það íslenzka verkamenn, en yfir- menn allir og fagmenn voru þýzkir. Ég minnist á þessar framkvæmdir — sem allar voru þýðingarmiklar og mörkuðu, hver á sínu sviði, spor til nýrra og meiri framkvæmda — þó að grein þessi fjalli um annað efni. En ástæðan til þess að minnzt er á þetta, er meðal annars sú, að ég vil benda á hversu nauð- synlegt er orðið, að gert sé sögulegt yfirlit um þessar verklegu framkvæmdir og frásagnir frá vinnunni við þær færðar í letur. Þeim fækkar óðum, sem kunna skil á því af eigin raun, þó að enn séu á lífi nokkrir menn til frásagnar um þau öll. Úr hópi símalagningamann- anna eru þó fáir eftir, sem þekkja sögu þeirrar vinnu frá fyrstu tímum. Munu þeir aðeins vera 2—3, og einn þeirra nú mjög við aldur, C. Björnes, en hann kann áreiðanlega frá mörgu að segja úr þeim svaðilförum, sem hann og menn hans fóru. Gasstöðin tók til starfa árið 1910 og varð þá hlé á verklegum framkvæmdum í stórum stíl, unz vinna var hafin, árið 1913, við hafnargerð í Reykjavík. Fullkomin hafnarmannvirki í Reykjavík voru lang- þráð ósk, ekki sízt meðal verkamanna, sem á öllum tím- um árs urðu að vinna þar við upp- og útskipun, í mis- jöfnum veðrum, við lélegar, óvarðar bryggjur og tækja- laust. Hvert salt- og kolatonn, sem til bæjarins kom, urðu þeir að bera á bakinu úr uppskipunarbátunum við bryggjuna upp í fiskhúsin og í kolabyngina. Tóku konur einnig þátt í kolavinnunni og báru kol á bakinu dag eftir dag. En þó að vinna þessi væri erfið, var þó VINNAN 229

x

Vinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.