Vinnan


Vinnan - 01.12.1943, Blaðsíða 21

Vinnan - 01.12.1943, Blaðsíða 21
Á fundurn þessum var samþykkt aS hafa tal af verk- fræðingnum, sem yfirstjórn hafði á verkinu, eða um- bjóðendum hans. Og næðist ekki samkomulag, skyldi stöðva vinnuna, þar til samningar næðust. Kosin var þriggja manna framkvæmdanefnd og voru í henni Felix Guðmundsson og Þorgrímur Jónsson, en þriðja mann- inum hef ég, því miður, gleymt. Fyrsta verk nefndarinnar var að leita eftir sambandi við framkvæmdamenn verksins og tókst það, en án árangurs. Var okkur svarað því einu, að hér væri um ákvörðun að ræða, sem ekki yrði haggað. Þá var þess og getið, að kjör okkar væru betri og kaup okkar hærra en til hefði staðið, eða reiknað hefði verið með, eftir upplýsingum frá Islendingum, sem þessum málum væru kunnugir. Var nú gengið að því að stöðva vinnuna og skiptum við nefndarmennirnir með okkur verkum. Skyldu tveir fara á vinnustaðinn þegar um morguninn, en einn skyldi reyna að koma fyrir almennings sjónir frásögn af deil- unni, og kom það í rninn hlut. Ég gleymdi að geta þess í sambandi við fundahöldin, sem fyrr voru nefnd, að til þess að binda menn sem öruggast, var samin yfirlýsing eða skuldbinding, sem var undirrituð af öllum og þar sem drengskaparloforð var gefið um að hefja ekki vinnu fyrr en samkomulag hefði náðst. Var þetta gert vegna þess, að margir voru ófélagsbundnir, eins og áður var sagt og einnig vegna þess, að veilur höfðu fundizt hjá örfáum mönnum. Þess- ar veilur komu betur í ljós, þegar á reyndi síðar, en ekki urðu þó nema fáir menn, sjö eða níu, til að bregðast félögum sínum og drengskaparheiti og hefja vinnu á nýjan leik, en þeir hættu þó aftur í bili, þegar talað hafði verið um fyrir þeim og loforð gefin um að bæta þeim vinnutap sitt þennan umrædda dag. En kjarkur þeirra og sjálfstæði bilaði þó aftur, þegar verkstjórinn sagði þeim, að nóga menn væri hægt að fá í þeirra stað, og að þeir myndu verða teknir, ef þeir, sem fyrir væru, hyrfu ekki aftur til vinnunnar. Þeir trúðu verk- stjóranum betur en félögum sínum og á því tapaðist réttlætismál þetta í bili, en aðeins í bili. Á meðan félagar mínir í verkfallsnefndinni stóðu í stöðvunarpexi við vinnuflokkinn á Melunum, var ég að vinna að því að fá greinarstúf birtan um verkfallið í eina dagblaðinu, sem þá var gefið út í bænum, dagblað- inu Vísi, en ritstjóri þess var Einar Guðmundsson. Hann tók mér vel og taldi engin vandkvæði á að birta fyrir mig greinina, enda var hann maður sanngjarn og víð- sýnn. Líklega hefur hann þó ekki verið einráður með öllu um efnisval í blaðið, því að þegar til kom varð nokkur tregða á því, að fá greinina birta. Maður sá, sem las prófarkirnar og réði víst töluverðu við blaðið, taldi greinina of persónulega í garð yfirverkfræðingsins og varð ég að vinna það til samkomulags, að fella úr henni nokkur atriði, áður en fallizt yrði á að birta hana. Þetta var eina greinin, sem um málið var birt frá sjónarmiði verkamannanna, þar til Dagsbrúnarstjórnin fór að gefa út Verkamannablaðið, sem gert var fyrst og fremsl vegna þessa máls. I sumurn blaðahna voru beinlínis birt- ar rangar og ósannar fregnir af gangi málsins, eftir ósk verktaka. Það var af þessum ástæðum, meðal annars, en einnig vegna þess, að ósæmandi þótti af blöðum bæjarins að taka afstöðu með útlendum atvinnurekanda á móti ís- lenzkum verkamönnum, sem Þorvarður Þorvarðarson prentsmiðjustjóri gekkst fyrir fundi í Blaðamannafélag- inu, til þess að rétta hlut okkar. Var þar vel tekið í málið, en síðan var það svæft. Ekkert blaðanna tók mál- stað verkamanna. Kom það því greinilega í ljós, sem raunar var kunnugt áður, að þótt verkamennirnir væru góðir á kjördegi, og þá nefndir á máli valdhafanna háttvirtir kjósendur, sem allt átti fyrir að gera og sem bjarga áttu ættjörðinni með stuðningi sínum við hina ýmsu flokka, voru þeir aðra daga ársins ekki virtir þess að ljá þeim lið í baráttu sinni við atvinnurekendur, jafnvel þótt um útlendinga væri að ræða. Og samt hugðu þessir menn og hyggja sumir jafnvel enn, að sannfæra megi verkamenn um að samtök þeirra og sér- stök blaðaútgáfa séu óþörf með öllu. Þegar sýnt var hver afstaða blaðanna yrði, var það ráð tekið að prenta auglýsingu, sem fest var upp við götur bæjarins. Ekki féll þó auglýsing þessi valdhöfun- um í geð fremur en annað sem gert var af verkamönn- unum í máli þessu. Þorvarður Þorvarðarson, forstjóri Gutenberg, slapp með naumundum undan sektum fyrir prentun á þessu plaggi og geta menn séð á því við- kvæmnina gagnvart verkalýðnum þá. Þessi auglýsing var birt í Vinnunni, 6.—7. hefti þ. á. En Vísis-greinin, sem fyrr var nefnd og auglýsing þessi gerðu sitt gagn. Fáir verkamenn fengust til vinn- unnar í stað þeirra, sem frá voru horfnir og ekki vildu byrja aftur, en það var Eskihlíðarflokkurinn allur, nál. 30 manns. Alltaf var þó til eitthvað af mönnum, sem vantaði atvinnu og ekki skildu hvað í húfi var. Helzt voru það aðkomumenn, sem nýlega voru komnir í bæ- inn og lausingjar, sem lítið hafði verið eftir sótt til vinnu. Þessa menn var þó smám saman farið að senda til vinnunnar í Eskihlíð, en dvöl þeirra varð þar skamm- vinn, að minnsta kosti fyrst um sinn, og bar tvennt til þess. Þeir kunnu lítið til verkanna, sem ætlazt var til að þeir ynnu og verkstjórinn, Hermann Daníelsson, tók þeim með lílilli blíðu. Hann reyndi óspart á þeim þol- rifin, lét þá vinna svo sem auðið var, mældi holurnar, sem þeir boruðu og fannst fátt um afköstin hjá þeim. Gekk svo fram um hríð. Þess má geta meðal annars, að meðan deilan stóð sem hæst, var okkur Eskihlíðarmönnunum tilkynnt, að VINN AN 231

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.