Vinnan - 01.12.1943, Qupperneq 22
við sem þar ynnum, gætum fengið sérsamninga um
vinnutíma og jafnvel hærra kaup. En það voru einmitt
menn úr þessum flokki, sem ákveðnastir voru í deil-
unni, við þá dugðu hvorki hótanir, né tilboð um sér-
stök fríðindi, um annað var ekki að ræða hjá þeim en
heilbrigða, réttláta samninga. Enda var haft eftir danska
verkfræðingnum, að í þessum flokki væru beztu menn-
irnir, og þeir, sem hann sízt vildi missa úr vinnunni,
þó að ómögulegt væri að láta að kröfum þeirra. Hinir
fengu misjafna titla, sem ekki voru eftirsóknar verðir.
Nokkrum vikum eftir að verkfallið var hafið, var
Hermanni Daníelssyni sagt upp starfi sínu. Þótti hann
sannur að sök um það, að hafa stutt okkur í deilunni,
með því að reyna, svo sem fyrr var getið, að gera verk-
fallsbrj ótana þreytta á vinnunni og sporna þannig við
því, að þeir héldust þar við til lengdar. Hann var ein-
lægur verkalýðsmaður, þó að hljótt hafi verið um nafn
hans í sögu íslenzkrar verkalýðsbaráttu og drenglund
hans í þessum efnum sé fáum kunn. Hann er nú látinn
fyrir löngu.
Þegar hér var komið málum, var orðið sýnilegt hvert
stefndi. Melaflokkurinn hóf fyrstur vinnu, enda hafði
þar gætt frá byrjun mestrar sundrungar í deilunni.
Hinir flokkarnir hurfu svo smám saman til vinnu sinn-
ar líka, töldu deiluna vonlausa, þar sem verkfallið hefði
mistekizt. Eskihlíðarflokkurinn var sá eini, sem aldrei
lét bugast. Aðeins örfáir menn úr þeim flokki hurfu
aftur til vinnunnar, en þó ekki fyrr en löngu eftir að
búið var að uppfylla kröfurnar, sem deilt hafði verið
um. Þessir menn voru þó áreiðanlega ánægðastir með
hlutskipti sitt.
Verkamannablaðið, sem fyrr var getið, hóf göngu
sína í maí, en þá var ljóst orðið fyrir löngu hvílík nauð-
syn var á sérstöku málgagni í þjónustu þessa máls.
Verkfallsnefndin hafði unnið að framgangi þess, ásamt
ýmsum verkamönnum öðrum, áður en blaðið fór að
koma út, en eftir það mátti heita að Dagsbrúnarstj órnin
tæki framkvæmd þess í sínar hendur. Tel ég líklegt að
félagið hafi með afstöðu sinni í þessu máli aukið drjúg-
um við félagatölu sína og skapað sér félagslega betri
aðstöðu en áður var. Hefur Dagsbrún síðan verið eitt
af öruggustu verkalýðsfélögum landsins og staðið af
sér flesta storma, sem á hafa dunið.
í fyrsta tbl. Verkamannablaðsins er frá því skýrt,
meðal annars, að reknir hafi verið úr Dagsbrún 22
félagsmenn vegna framkomu sinnar í þessari deilu.
Hinn 11. júní varð hroðalegt slys við vinnuna í Eski-
hlíð. Varð slysið með þeim hætti, að maður fór að bora
upp holu, sem í var ósprungið „dynamit“. Fór borinn
í gegnum manninn, sem lézt þegar. Er ekki ósennilegt
að slys þetta hafi að einhverju leyti stafað af því, að
óvanari menn voru komnir til vinnunnar en áður hafði
verið. En það er táknrænt dæmi um ástandið, sem ríkti
um þetta leyti í öryggismálum íslenzkra verkamanna,
að tveim dögum eftir slysið var fellt í hafnarnefnd að
láta fram fara lögreglurannsókn út af slysinu. Nokkru
síðar flutti Sveinn Björnsson, núverandi ríkisstjóri, til-
lögu í bæjarstjórn um rannsókn á slysinu, en ekki er
mér kunnugt um að tillagan kæmi til framkvæmda.
Fleiri slys urðu við vinnuna, sem kostuðu missi lima,
ef ekki líf. Einn verkamaður missti t. d. báða fætur.
Réttum tveim mánuðum eftir að verkfallið hófst, eða
28. júní, voru undirritaðir samningar um kaup og kjör
við hafnarvinnuna, þar sem viðurkenndur var að fullu
10 stunda vinnudagur og sérstakt eftirvinnu- og helgi-
dagakaup og vaktaskipti ákveðin með mismunandi
kaupi. Með öðrum orðum sagt: Kröfurnar, sem verka-
mennirnir höfðu upphaflega gert í apríl og ekki náðu
þá fram að ganga af því að nokkrir þeirra brugðust,
voru staðfestar og uppfylltar með þessum samningi,
tveim mánuðum síðar. Var það vafalaust árangur af
starfi þeirra manna, er baráttuna hófu og héldu henni
áfram.
Mönnum kann nú ef til vill að finnast fátt um þessar
kröfur, en þær voru eðlilegar miðaðar við tímana, sem
þá var um að ræða. Aðalstríðið var um að viðurkennd-
ur yrði 10 stunda vinnudagur. Það var réttindamál, en
ekki kaupdeila.
En verkamennirnir, sem fyrir þessu stóðu, fengu litla
uppreist. Þeir áttu að vísu að eiga afturkvæmt til starfs
síns á ný, „eins og ekkert hefði í skorizt, ef fjölgað yrði
í vinnunni, eða þeir, er nú stunda vinnuna, færu“, þ. e.
þeir, sem tóku upp vinnuna í óþökk samtakanna. Þannig
varð að semja, meðan samtökin voru veik. En það gerði
ekkert til í þessu tilfelli, því að hér áttu þeir skapmenn
í hlut, sem ekki leituðu aftur að náðardyrum Monberg-
firmans. Þeir voru ánægðir með laun sín, sem voru
fólgin í því, að réttur og góður málstaður hafði sigrað
að lokum. En það voru líka í þá daga einu launin, sem
forvígismenn verkalýðssamtakanna gátu gert sér vonir
um að hljóta.
Síldarverksmiðjurnar
tapa máli gegn Þrótti á Siglufirði
Fyrir nokkru síSan er fallinn dómur í máli, sem Síldarverk-
smiðjur ríkisins höfSuðu gegn Verkamannafélaginu Þrótti á
SiglufirSi.
Deilan stóS um þaS, hvort greiSa skyldi mánaSarkaupsmönn-
um og fastamönnum, sem störfuSu hjá verksmiðjunum, eftir-
vinnukaup fyrir 5% tíma eSa aSeins 4'/2 tíma.
Þróttur vann máliS, og verSa ríkisverksmiðjumar að greiða
verkamönnum mikla fjárupphæð í viðhót við það, sem þær voru
áður búnar aS greiða þeim.
Lögfræðingur Alþýðusambandsins, Ragnar Olafsson, flutti
málið fyrir Þrótt.
232
VINNAN