Vinnan


Vinnan - 01.12.1943, Síða 23

Vinnan - 01.12.1943, Síða 23
EINAR OLGEIRSSON: Gamalla brautryðjenda minnst Verkamannafélag Akureyrarkaupstaðar Er bað fvrsta verkalýðsfélag íslands, stofnað 1894? Vér köllum oss söguþjóð, íslendingar, og stærum oss af afrekum forfeöra vorra — og um leið er aö hníga hjá oss í gleymsku og dá þaö, sem feður vorir hafa unnið. Það kveöur nú hver á fætur öðrum af þeirn, sem stóöu í félagslegri baráttu þjóðarinnar og hinna ýmsu stétta hennar fyrir og um síöustu aldamót — og meÖ þeim eru aö hverfa upplýsingar, sem aldrei fást framar. KveÖur nú svo ramt aö, aö þaö getur verið und- ir tilviljun einni komiö, hvort nöfn brautryöjenda fé- lagsskapar eins og verkalýösfélagsskaparins geymast eða gleymast, og hvort jafnvel minningin um stofnun og tilveru heilla félaga helzt án þess að færast úr lagi til muna. Verkalýðshreyfingin á íslandi er nú orðin „voldug og sterk“. Það er gleðilegur vottur tryggðar hennar viö upphaf sitt, hve vel er nú leitazt við, einmitt í þessu tímariti, að forða frásögnunum um baráttu og þróun verkalýðsfélagsskaparins frá gleymsku og brýna það fyr- ir uppvaxandi kynslóð, hverja baráttu feður hennar hafa háð síðustu hálfa öld. Ég skal nú leitast við að bæta nokkru við í þær frásagnir, — upplýsingum um það verkamannafélag, sem öll líkindi benda nú til, að verið hafi fyrstu verkamannasamtök á íslandi, — og lá nærri um sumar þessar upplýsingar, svo sem um fyrsta formann þess félags, að þær glötuðust með öllu. Vonast ég þó til síðar meir, að geta nánar um þetta ritað (og birt þær heimildir, sem til eru), þegar allar þær heimildir eru fengnar og krufnar til mergjar, sem nokkur kostur er á að fá. En þær upplýsingar, sem nú eru framsettar, höfum við Áskell Snorrason, kennari á Akureyri, aflað og byggjum þar bæði á munnlegum heimildum gamalla manna og skriflegum skjölum, er tveir af forvígismönnum félagsins, þeir Lárus Thor- arensen og Olgeir Júlíusson, hafa skrifað fyrir okkur um það, Lárus í vetur, en Olgeir snemma á þessu ári, svo sem hálfu ári áður en hann dó. Ekki ber þessum heimildum vorum öllum saman og hef ég þá reynt að velja það, sem líklegast er, — en efasamt er að úr því fáist skorið héðan af með meiri líkindum en nú eru, hvað sannast sé. Og samkvæmt þessum heimildum lítur helzt út fyrir, að saga þessa félags hafi verið svona í höfuðdráttum: Verkamannafélag Akureyrarkaupstaðar stoínað í júlí 1894 Það var einn sunnudag í júlímánuði 1394, líklega annan eða þriðja sunnudag þess mánaðar, að nokkrir tugir verkamanna á Akureyri komu saman í Billiard- salnum í veitingahúsi einu á Oddeyri, er kallað var „Baukurinn“. Eigandi þess var Ölafur „vert“ Jónsson (faðir Ragnars og Péturs konsúla og þeirra systkina) og nafn hússins varð síðar „Hótel Oddeyri“. Brann það í brunanum mikla á Oddeyri eftir aldamótin. Verkamenn þessir munu líklega hafa verið um 40 að tölu, eða að minnsta kosti voru stofnendur þess félags- skapar, er þarna var hafinn, svo margir, en máske hafa ekki allir mætt á fundinum. Það var Jóhannes Sigurðsson frá Hólum í Laxárdal, sem hóf máls á fundinum og stýrði honum, en auk hans VIN N A N 233

x

Vinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.