Vinnan


Vinnan - 01.12.1943, Side 26

Vinnan - 01.12.1943, Side 26
Jóhannes S.gurOsson formaður 1894—95 Olgeir Júlíusson ritari 1894—97 Magnús Jónsson gjaldkeri 1894—95 T 1. gr. Aðalmarkmið félagsins er að reyna að koma í veg fyr-. ir skuldaverzlun meðal verkamanna, bæta kjör þeirra og venja þá við að hjá'.pa hver öðrum af fremsta megni án allrar sér- drægni og sundrungar. 2. gr. Félagið getur ekki myndast af færri en 10 meðlimum. 3. gr. Félagið kýs sér þrjá menn í stjórnarnefnd, en 5 í eftir- litsnefnd. Stjórn félagsins velur sér formann úr sínum flokki, og stýrir hann hverjum fundi, skrifara, er bókar gerðir félags- ins, og gjaldkera, er sér um alla innheimtu og útborgun fyrir fé- lagið og hefur á hendi reikningsfærslu þess. •— Allar útborganir, sem greiða þarf, skulu undirskrifaðar af stjórn félagsins. Starf eftirlitsnefndarinnar er að sjá um, að menn dragi sig ekki í hlé, þegar vinna fæst, og að fá sem flesta verkamenn, sem í bæinn flytja fyrir lengri eða skemmri tíma, til að ganga í félagið og gegna starfa þeim, er lög þessi nánar ákveða. 4. gr. Kosning stjórnarinnar og eftirlitsnefndar fer fram á fyrsta fundi hvers árs, og skulu allir félagsmenn skyldir að taka kosningtt og endurkosningu, ef þeir fá meirihluta atkvæða þeirra félagsmanna, sem á fundi eru; einnig skulu kosnir vara- menn fyrir jafnlangan tíma í félagsstjórnina. 5. gr. Fundir skulu haldnir 2svar í mánuði og þá rædd mál félagsins. Aðalfundur skal haldinn í janúarmánuði ár hvert. Auk þess getur stjórnin boðað til aukafundar, ef þörf gerist. 6. gr. Allir félagsmenn eru skyldir að sækja hvern fund að forfallalausu. Löglegur er fundur, ef einn þriðji félagsmanna mætir. 7. gr. A aðalfundi ár hvert skal gjaldkeri skyldur að fram- leggja reikninga félagsins, og skal þá kjósa endurskoðunarmenn til að yfirfara reikningana og gera athugasemdir við þá, ef þurfa þykir. — Síðan skal gjaldkera gefinn kostur á að fara yfir þá og svara athugasemdum, ef þær eru, en skila skal liann þeim til félagsstjórnarinnar eftir viku. Að þessu búnu skulu þeir lagðir fram á fundi til samþykktar, og skal eigi vera lengra en mán- uður liðinn frá því þeir voru lagðir fram fyrst. Hver verkamað- ur skal skyldur tii að leggja fram viðskiptareikning sinn, ef eft- V erkam Akureyrar 1894- Lög félagsins, samþykkt Félagsrnenn 19. Lárus Tliorarensen Sigtýr Jónsson Gunnar Matthíasson Magnús Jónsson Olafur Benediktsson Valdimar Gunnlögsson Kristján Helgason Björn Jakobsson Olgeir Júlíusson Jónas Jóhannsson Hans Guðjónsson Soffonías Þorkelsson Kjartan Jónasson Guðmundur Jónsson Ágúst Kr. Sigvaldason Hafliði Þorkelsson Oddur Thorarensen Kristján Nikulásson Jóhannes Sigurðsson Olafur Björnsson Hallgrímur Davíðsson Valdimar Hallgrímsson Vigfús Vigfússon Helgi Ólafsson V_ irlitsnefndin krefst þess. 8. gr. Hver verkamaður og aðrir, sem í félagið ganga, skulu um leið og þeir rita nöfn sín undir lög þessi, játa í heyranda hljóði, að þeir af alhug vilji styðja hag félagsins og hlýðnast lögum þess í einu og öllu, þeir skulu skýra eftirlitsnefndinni frá skuldum sínum, ef hún krefst þess. Inngangs- eyrir í félagið skal vera ein króna, en síðan 50 aurar fyrir hvern ársfjórðung. Gjald þetta skal standa fast í sjóði, og á enginn meðlimur heimting á að fá það útborgað. Helmingur af árstillagi skal ganga í varasjóð. 9. gr. Þeir, sem aðeins ætla að vera lítinn tíma í bænum, mega endurgjaldslaust ganga í félagið, þeir fá heldur engan styrk frá því. Ef þeir dvelja lengur en mánuð í því, skulu þeir borga 25 aura á mánuði hverjum. 10. gr. Allir peningar skulu jafnskjótt og þeir koma inn lagðir í sparisjóð, sem á heima á Akureyri; þó má félagið taka þá þaðan og leggja þá í einhver önnur fyrirtæki, er meiri arð gefa, en ekki eru tvísýn. Sjóði félagsins skal varið í þarfir félagsmanna eftir atvikum, og verða % félags- manna, sem á fundi eru, að samþykkja slíkt í það og það skipti. 11. gr. Félagið skal strax mynda varasjóð til styrktar þeim verkamönnum, sem sjúkir kunna að verða. í þann sjóð renna allar sektir og ennfremur V2 af mánaðartillögum félagsmanna. 236 VINNAN

x

Vinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.