Vinnan


Vinnan - 01.12.1943, Blaðsíða 27

Vinnan - 01.12.1943, Blaðsíða 27
annaíélag kaupstaðar -1897 á sioínfundi þess 1894. -*\ 12. gr. Vinnutími félagsmanna skal fast ákveðinn 10 tímar á sólarhring, og hefur enginn félagsmaður leyfi til að vinna leng- ur, nema fyrir aukaborgun. Þó eru þeir, sem vinna að fiskveið- um og heyskap, undanþegnir þessu ákvæði. 13. gr. A fyrsta fundi hvers ársfjórðungs skal ákveða upphæð dagkaups og tímavinnu fyrir þann ársfjórðung, og skal þess ná- kvæmlega gætt, að það sé sem sanngjarnast. Sé einhver félags- maður ekki fullvinnandi, má hann vinna fyrir lægra kaup en lögin ákveða, en þó skal hann ákveða það í samráði við stjórn félagsins eða á fundi. 14. gr. Enginn félagsmaður hefur leyfi til að semja um út- borgun kaups síns öðruvísi en eftirfarandi greinar ákveða: A. Hann má heimta það allt í peningum, ef hann ekki skuld- ar vinnuveitanda. Þó má hann taka vörur, ef hann fær þær með sama verði og þar sem þær fást ódýrastar hér á staðnum gegn peningum. B. Ef hann skuldar vinnuveitanda, má hann heimta helming kaupsins í peningum, en hinn helmingurinn gangi til lúkningar skuldinni. — Þó má hann fá % útborgaða, ef vinnuveitandi góð- fúslega vill. Aldrei má minna en % ganga til lúkningar skuld hans. Vinni hann hjá öðrum en hann skuldar, gildir hin sama regla með lúkning skuldarinnar. C. Vilji vinnuveitandi ekki ganga að þessum kostum, en heimti tafarlaust skuld sína útborgaða, verður viðkomandi félagsmaður að snúa sér til félagsstjórnarinnar, er svo ræður fram úr, hvað gera skuli, þangað til rætt verður um mál hans á fundi. — Þess- um reglum er eigi skylt að beita, nema gegn vinnuveitendum Akureyrarkaupstaðar. 15. gr. Komi atvinnubrestur, og vinnuveitendur vilji fá menn til að vinna fyrir lægra kaup en ákveðið hefur verið fyrir þann tíma, þá hefur félagið leyfi til að breyta þeim ákvæðum, ef meiri hluti samþykkir það á fundi. Reglum fyrir greiðslu kaups- ins má aldrei breyta. 16. gr. Félagið skal skyldugt til að standa í ábyrgð fyrir lán- um, sem félagsmenn þurfa að taka, að svo miklu leyti sem það er fært um. 17. gr. Enginn félagsmaður má taka lán upp á eigin ábyrgð með þeim. skuldbindingum, er strítt geti móti lögum félagsins, eða geta verið hættuleg fyrir efnahag lians. 18. gr. Úrsögn úr félaginu skal vera skrifleg og framlögð á fundi eða til stjórnarinnar, og skal hún því aðeins tekin til greina, að hlutaðeigandi sé ekki brotlegur við lög félagsins og skuldi því ekki. 19. gr. Hver, sem brýtur lög þessi, skal sektum sæta allt að 5 kr., eftir því hve mikið og oft hann brýtur. — Brjóti hann oft ákvæði 12. og 14. gr. skal hann rækur úr félaginu. Verði einhver uppvís að því að vinna félaginu vísvitandi ógagn á einhvern hátt, skal hann einnig rækur úr félaginu. 20. gr. Lögum þessum má breyta hvenær sem vill, ef % félagsmanna samþykkja það á fundi, að undanteknum ákvæðum um varasjóð. 21. gr. Leysist félagið upp, skulu þeir meðlimir, sem þá eru óbrotlegir við lög þess, skipta sjóð þess og eignum milli sín. En varasjóður skal standa um aldur og ævi til styrktar fátækum verka- mönnum bæjarins í sjúkdómstilfelli, og má aldrei nota hann til annars. — Skulu þeir, sem hafa verið meðlimir verkamannafélagsins eða afkomendur þeirra ávallt ganga fyrir öðrum með þann styrk. Sjóðurinn stendur undir umsjón bæjarstjórnarinnar, er þá semur skipulagsskrá fyrir notkun hans. Ef að síðar myndast nýtt verkamannafélag í bænum, skal sjóðurinn ganga undir umsjón þess. apríl 1897 Þorvaldur Helgason Þorvaldur Guðnason Jónatan Jósefsson Einar Sveinsson Sigurður Einarsson Þorsteinn Jónsson Magnús Jónsson Ágúst Jónsson Guðbrandur Guðmundsson Jón Jónatansson Sigurður Kristjánsson Gunnlögur Gunnlögsson Guðni Þorgrímsson Sigurður Jónatansson Þorleifur Jóelsson Stefán Jónsson Sigurður Jónsson Olafur Jónatansson Guðmundur Jónsson Páll Ólafsson Jón Steingrímsson Páll Markússon Gunnlögur Kristjánsson Lárus Thorarensen formaður 1896—97 Kristján Nikulásson gjaldkeri 1896—97 SkuU Thoroddsen alþm. Flutti frv. um greiðslu daglauna og verkakaups 1893 VINNAN 237

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.