Vinnan


Vinnan - 01.12.1943, Side 29

Vinnan - 01.12.1943, Side 29
Læt ég svo útrætt um þennan mann og hef ritað svo langt mál, sökum þess hve fáum hann er kunnur. En eftirtektarvert er það, að tveir íslendingar, sem verið höfðu vestan hafs og tekið þar þátt í verkamannasam- tökum, Jóhannes og Bergsveinn Long, sá er samdi lög Verkamannafélags Seyðisfjarðar 1897, hafa um þessar mundir átt höfuðþátt í stofnun verkalýðsfélagsskaparins á íslandi, — og báðir horfið aftur til Ameríku, en fé- lögunum tekur svo að hnigna og deyja nokkru síðar. Þetta gefur dálitla hugmynd um hver blóðtaka Ame- ríkufarirnar hafa verið fyrir íslenzka alþýðu, þar sem einmitt yngstu, duglegustu og áræðnustu alþýðumenn- irnir verða oft til þess að halda burt frá kúguninni á Islandi til „vesturheimska frelsisins“, — einmitt þeir, sem bezt voru til forustu fallnir. Stephan G. fer tvítug- ur vestur, Bergsveinn 25 ára, Jóhannes á svipuðum aldri. Minnir þetta dálítið á þann þátt, sem útflutningur- inn frá Evrópu til Ameríku eftir 1849 átti í hnignun verkalýðshreyfingarinnar þá. Þegar þeirra áhrifa svo er minnst, sem Þorsteinn Er- lingsson flytur frá sósíalistiskri verkalýðshreyfinguDan- merkur, þá verður ekki betur séð en á árunum 1894— 1900 hafi áhrifin bæði vestan hafs og austan samein- azt til að frjóvga þann kjarngóða vísi til verkalýðsfé- lagsskapar, sem var að vaxa upp í íslenzkum jarðvegi, vísi, sem hlúð var að af öllu því, sem djarfast var og bezt í íslenzkri sjálfstæðisbaráttu eins og afstaða Skúla Thoroddsens sýnir. En meðan fólksstraumurinn til Ameríku heldur áfram nær þó þessi vísir ekki að dafna. Strax og sjávarútveg- urinn hinsvegar fer að aukast og bæirnir, er vaxa upp í skjóli hans, veita móttöku til frambúðar fólkinu, sem ekki var rúm fyrir í sveitunum, svo að það þarf ekki að flýja til Ameríku, þá fer verkalýðshreyfingin aftur að eflast. Um 1906 eru svo mynduð í helztu bæjunum á íslandi ný verkamannafélög, sem eflzt hafa með ári hverju og ekki dáið út. Skal nú aftur vikið að hinum stjórnendum Yerka- mannafélags Akureyrarkaupstaðar og skýrt frá æviat- riðum þeirra í stuttu máli, því að þeir eru mörgum hér miklu kunnari en Jóhannes, enda verða æviatriði þeirra og fleiri stofnenda betur rakin í síðari grein um félag þetta. Lárus Thorarensen er sá eini, sem enn lifir af þeim, sem vitað er að voru í stjórn félagsins, en hann var formaður þess 1896 og það, sem eftir var. Lárus er fæddur 10. febrúar 1864 að Espihóli í Eyja- íirði. Foreldrar hans voru hjónin Jón Jakob Thorar- ensen, Oddssonar, Stefánssonar amtmanns og Ragn- heiður Sigríður Stefánsdóttir á Espihóli, Stefánssonar amtmans. Sjö ára gamall fluttist Lárus með foreldrum sínum að Naustum við Akureyri. Lárus varð ungur' fyrirvinna móður sinnar og vann sem verkamaður á VINNAN Akureyri, m. a. hjá Eggerti Laxdal og einmitt út af því, að hann var sviptur vinnu þar fór hann síðsumars 1895 að endurvekja eða endurstofna verkamannafélagið. Síðar vann Lárus nokkur ár hjá Friðbirni Steinssyni, ráðsmennskustörf á sumrin, en verzlunarstörf og bók- band að veturlagi. Síðar kom hann upp verzlun sjálf- ur úti á Oddeyri; varð hann vinsæll en eigi græddist honum fé. Lárus giftist 1914 Birnu Björnsdóttur, en missti hana eftir eins árs hjónaband. Áttu þau eina dóttur. Lárus hefur alla tíð starfað mikið í félögum, verið meðal áhugasömustu templara, unnið mikið fyrir kirkjumál, verið í sóknarnefnd og bæjarstjórn og lengst af einnig látið stjórnmál til sín taka. Frá Lárusi hef ég nú með höndum eina grein um gamla Verkamannafélagið, sem verður birt á fimmtugs- afmæli þess og vonandi tekst honum að skrifa fleiri endurminningar frá þeim tíma. Olgeir Júlíusson var ritari félagsins, líklega allan tímann, sem það starfaði. Hann var fæddur 12. októ- ber 1871 að Garði í Aðaldal. Foreldrar hans voru hjón- in Júlíus Kristjánsson, bónda á Kroppi, Jóhannessonar, bónda á Litlahóli, og María Flóventsdóttir, bónda í Syðri-Skál, Köldukinn, Jónassonar. Bjuggu þau að Barði við Akureyri frá 1882 og til æviloka. Olgeir byrjaði snemma að vinna sem verkamaður, eins og faðir hans. Tók hann virkan þátt í stofnun Verkamannafélagsins gamla, sem fyrr er frá sagt og varð einnig seinna meðlimur Verkamannafélags Akur- eyrar og Verkamannafélagsins Hlíf í Hafnarfirði, með- an hann dvaldi þar. Árið 1896 tók Olgeir að læra bak- araiðn og var bakari til 1917, síðan var hann í þjón- ustu Akureyrarbæjar, fyrst næturvörður, síðan hafnar- vörður. Olgeir giftist 1901 Sólveigu Gísladóttur og áttu þau fjögur börn. Olgeir dó 6. september 1943. Olgeir hefur skrifað niður nokkrar endurminningar frá gamla Verkamannafélaginu, sem ég hef með hönd- um. Magnús Jónsson, fyrsti gjaldkeri Verkamannafélags- ins, var fæddur 14. apríl 1871 í Hamarkoti við Akur- eyri. Magnús vann fyrst sem verkamaður og síðar sem ökumaður. Árið 1909 flutti hann að Garði við Akur- eyri og var venjulega við hann kenndur. Magnús kvænt- ist 1891 Margréti Sigurðardóttur. Áttu þau 7 börn. Magnús lést 19. apríl 1919. Kristján Nikulásson, gjaldkeri félagsins á eftir Magn- úsi, var fæddur 10. maí 1857 að Hólkoti í Hörgárdal, sonur Nikulásar Helgasonar bónda þar. Hann fluttist til Akureyrar 1884. Nam hann þar söðlasmíði hjá Jakobi Gíslasyni cg stundaði þá iðn til æviloka. En jafnframt vann hann verkamannavinnu framan af æv- inni, en var síðustu 25 árin lögregluþj ónn jafnhliða söðlasmiðsstarfinu. Kristján kvæntist 1886 Maríu Jóns- 239

x

Vinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.