Vinnan - 01.12.1943, Síða 30
HjartaS lyftir við hvert slag 1400 gr.
10 cm. í loft upp.
Hjartað slœr að jafnaði 81 slag á
mínútu og lyftir við hvert slag 1400
gr. 10 cm. í loft upp. Þetta samsvar-
ar því á sólarhring, að lyft hafi ver-
ið járnbrautarvagni, sem vegur 9525
kg. 1 mtr. frá jörðu.
ÓTRÚLEGT
en satt
Æskan er kappgjörn. Þeir sem ungir eru og hraustir,
og hafa ánægju af að nevta krafta sinna, gæta ekki ávallt
að því sem skyldi, hvílík hætta getur af því stafað fyrir
ííkamlega heilbrigði þeirra, að ofreynd séu einstök líffæri.
Vio gerum okklit ekki almennt grein fyrir því, hvílíkt
starf það er, sem daglega er framkvæmt af einstökum líf-
færum okkar, svo sem lungum og hjörtum, svo að nefnd
séu nokkur dæmi.
Þetta starf er háð í kyrrþey, án þess að almennt sé
tekið eftir því, og einmitt þess vegna er svo hætt við að
hin viðkvæmnu Iíffæri, sem leysa það af hendi, séu þreytt
úr hófi fram.
Myndir þær, sem hér eru birtar, ættu að gefa nokkra
hugmynd um þessa duldu starfsemi. Og virðingin fyrir
þeirri vinnu, sem þar er leyst af hendi, ætti jafnframt að
hvetja okkur til að unna þessum líffærum þeirrar hvíldar
og endurnæringar, sem unnt er að veita þeim með heil-
brigðu líferni. Með líkamlegri vinnu, í hollu og hreinu
lofti, djúpum andardrætti og hóflegum íþróttaiðkunum
styrkjum við þau og aukum starfshæfni þeirra. En sé
þeim ofþjakað á einhvern hátt, í íþróttakappleikjum, við
ógætilegar hjólreiðar, knattspyrnu o. fl. þessháttar, getur
afleiðingin orðið sú, að starfshæfni þeirra lamist og þau
verði óhæfari en áður til þess að leysa af hendi störf sín.
Blóðmagn líkamans er 5 Itr. Hjart-
að rúmar alls um 150 cm3 og sé
reíknað með að slög þess séu 81 á
mínútu, nemur blóðrásin í gegn um
hjartað 16.920 lítrum á sólarhring.
Lungun rúma samtals 4—5 lítra af
lofti, en við öndum ekki að okkur
að jafnaði nema >/2 Itr. í einu. Sé
reiknað með því að við öndum að
okkur 16 sinnum á mínútu, nemur
það samtals á sólarhring 10 þús. Itr.
dóttur, ættaðri úr Kræklingahlíð. Eignuðust þau 8 börr ,
Kristján andaðist 17. janúar 1917.
Skal nú staðar numið í þetta sinn, en ég vonast til
að geta síðar minnst sem flestra meðlima þessa gamla
verkamannafélags.
Þeir eiga það skilið, að þeirra sé minnzt.
Þeir hófu fyrstir merki baráttunnar gegn skulda-
þrælkun íslenzkra verkamanna, gegn okrinu og kaup-
kúguninni, gegn ótakmörkuðum vinnutíma, baráttuna
fyrir frelsi „umkomuminnstu og fátækustu“ stéttarinn-
ar á íslandi, verkamannastéttarinnar, sem ekki gat orð-
ið frjáls, nema allar aðrar stéttir yrðu það líka. Þeir
sýndu í baráttu sinni svo ríkan skilning á nauðsyn sam-
heldninnar, slíka samúð hver í annars garð, — eins og
félagslög þeirra bera vott um, — að til fyrirmyndar er.
í litla, skammlífa verkamannafélaginu þeirra á Ak-
ureyri rétti hann fyrst úr sér, hinn fátæki verkamaður
íslands, rétti bakið, sem bogið var af þrældómi aldanna,
240
bogið af kúgun kaupmanna, atvinnurekenda, embættis-
manna og harðstjóra ár eftir ár og öld fram af öld. Þeir
fundu fyrstir íslenzkra verkamanna máttinn, sem býr í
margnum, og sýndu í lögunum, sem þeir settu sér, hvers
þeir mátu skyldur sínar við heildina, en uppfylling
þeirra skyldna er skilyrðið til að geta sigrað.
Þeir hófu merki verkalýðssamtakanna á Islandi/merki
þeirrar hreyfingar, sem berjast mun fyrir málstað
lítilmagnans, unz allir menn á Islandi eru orðnir frjáls-
ir. Sumir þeirra börðust fyrir sigri þessarar hreyfing-
ar sem launþegar alla ævi sína, aðrir hafa unnið sitt
lífsstarf á öðrum sviðum þjóðfélagsins.
Þökk sé þeim öllum fyrir þeirra starf — langt eða
skammt. Beztu þakkirnar, sem þeir þeirra fá, er lifað
hafa fram á hin síðustu ár, eða lifa enn, eru samt vafa-
laust þær, að sjá merkið, sem þeir hófu, blakta nú
voldugra og fegurra en þeir nokkru sinni höfðu gert
sér vonir um, í broddi þeirrar fylkingar hinna vinn-
andi stétta íslands, er nú sækir fram til sigurs fyrir
hugsjónir frelsis, öryggis og jafnréttis allra manna.
VINNAN