Vinnan - 01.12.1943, Side 32
það er svo indælt í kvöld! Fólkið getur ekki unað í
húsum inni. Aldrei er ísafjörður eins fallegur eins og í
logni og tunglskini, þegar mjöll er á jörð, — svo frið-
sæll, svo tindrandi hreinn og hýrlegur í skjóli hinna
háu og bröttu fjalla.
Morguninn eftir er sama blessað lognið, og það
hýrnar yfir mér, þegar ég hef sannfærzt um þetta. En
svo skyggnist ég út, og þá bregður mér í brún. Það er
muggukafald, sér varla út úr augunum; fallegt, ef hann
hvessir, bærilegt að taka landið — svo sem! Nú líður
góð stund. Svo heyrist dynur frá þaki og gluggum, og
það ýlfrar í síma- og rafljósaþráðum. Hvítur mökkur
hvirflast fram og aftur um göturnar, og nú þýt ég út.
Hann er skollinn á með norðaustan stórviðri — með
frosti og sortabyl. Og mér dettur í hug dagurinn fyrir
rúmum hálfum mánuði, þegar 18 smálesta traustur bát-
ur úr einu nágrannaþorpinu fórst með fimm vöskum
mönnum. Hann var einn ókominn, þegar ég hitti ís-
firzkan skipstjóra og spurði hann þess, hvort hann gæti
sagt mér nokkuð. Jú, hann hafði farið fram hjá bátnum
undir lóð — rétt upp úr hádeginu.
— Sástu það fyrir víst, að það var hann?
— Já. Það gekk í sundur hjá mér, og þetta var sá
djöfulsins kolabotn, að ég fann ekki nokkurn belg, og
svo fór ég að stíma í land. Þá sá ég hann á bakborða
við mig, fór svo nærri honum, að ég þekkti mennina á
dekkinu.
Nokkru síðar hitti ég annan skipstjóra. Hann hafði,
klukkan um þrjú, farið fram hjá þvögu af lausum belgj-
um, nokkru nær landi, en þó á svipuðum slóðum og
hinn skipstjórinn hafði séð bátinn, sem vantaði.
— Það getur einhver hafa misst þá út.
— Hvernig voru þeir litir?
— Þeir voru rauðbotnaðir.
Ég spurði mig svo fyrir um það, hvernig þeir hefðu
verið, belgir bátsins, sem ekki var kominn að landi. Jú,
þeir voru með rauðum botni.
Þetta flýgur mér nú í hug, og ég fer þvert yfir Tang-
ann, út að Prestabugtinni. Komin þungabára, sem fell-
ur upp í kambinn með svarrandi og vonzkulegum gný.
Það er ógnun í þessu hljóði, finnst mér.
Klukkan um tvö fer ég aftur út. Stormurinn hefur
aukizt, og það er sami sortinn. Fáir á götunni, einstaka
maður niðri á bryggjum og strjálingur af körlum og
jafnvel konum úti í Sundstræti. En það er enginn af
bátunum kominn. Brimið norðan á Tanganum hefur
færzt í aukana, gnýrinn orðinn þyngri, útsogið meira
svarrandi, ógnunin ákveðnari: Þið skuluð fá að kenna
á því!
Eg fer heim, og skömmu seinna frétti ég það úr sím-
anum, að flestir Bolungavíkurbátarnir séu komnir að
— og sömuleiðis Súgfirðingar. En Bolungavíkin er að
verða ófær. Þeir Bolvíkingar, sem ennþá eru ókonmir.
verða að hleypa inn á ísafjörð.
Um fjögurleytið koma fyrstu ísfirzku bátarnir. Ég
hitti að máli miðaldra skipstjóra, gætinn, reyndan og
góðan sjómann. Jú, það var mesta vonzkuveður, veður-
hæðin afskapleg og talsverður sjór.
— En ég var nú bara hérna úti í Álnum.
— Voru nokkrir hjá þér?
— Maður sá ekkert, en ég varð þess var í nótt, að
þeir fóru flestir, ísfirðingarnir, út og vestur, en þó ein-
hverjir út að norðanverðu.
Lóðatap. Já, já: Fjörutíu lóðir með uppihöldum og
öllu saman.
Fleiri og fleiri koma að landi, Isfirðingar, Hnífsdæl-
ingar, Bolvíkingar -— allir í hina öruggu höfn á ísa-
firði. Bolungavíkin blindófær — og ekki vert að eiga
bát á Hnífsdalslegunni að óþörfu.... Ég mæti konum,
kviklegum á fæti og hressilegum. Þær svara með glöðum
hreim í röddinni, ef á þær er yrt. Ég mæti líka konum,
sem eru álútar og þannig í hreyfingum, að það er eins
og þeim veitist ósköp örðugt að kafa snjóinn og ráða
sér í storminum. Ein þeirra lítur á mig, þekkir mig:
— Hefurðu nokkuð frétt?
— Nei, ekkert sérstakt. Maður fréttir ekkert af hverj-
um bátnum, fyrr en hann þá kemur.
— Er hann mjög vondur úti?
— Svo sem ekki verri en stundum áður í vetur, þeg-
ar þeir hafa verið á sjó.
— Sjóvondur?
— Nokkuð. Það er nú samt ekki kominn allra stærsti
straumur, svo að sjóarnir eru ekki út af eins og þeir
væru annars. . . . Og bátarnir hérna eru þó ný skip og
góð. Nú, svo kalla þeir ekki allt ömmu sína, sjómenn-
irnir okkar.
— En bylurinn, landtakan! Svo hristir konan höf-
uðið og fer sína leið. Sjómennirnir, sem hún hefur hitt,
hafa verið fátalaðir, raunar ekki látið afleitlega af veðr-
inu, en lóðatapið.... alls staðar lóðatap, — það segir
sitt, því að margir eru þeir lægnir við að ná upp lóð-
unum, ísfirzku skipstjórarnir.
Þarna eru þrír að koma. Klakaðir bátar, sjómenn í
drjúpandi votum sjóklæðum. Vonzkuveður, sortabylur,
talsvert sjófrost, bölvuð bára. Lóðatap? Jú, sama sag-
an. Tuttugu lóðir, fimmtíu lóðir — sumir jafnvel tapað
upp í níutíu.
Myrkrið skellur á. Ljósin í bænurn sjást varla. Og
nú heyrast engir hlátrar. Nei, ekki allir eiga son, bróður
eða annan ástvin á sjónum, en hver er sá, sem ekki
hugsar með óhug til þess, að sjómenn séu í þessu ógnar-
veðri og þessu dauðamyrkri út á hafi á lítilli bátskel?
Konurnar og börnin, gamlar mæður, sem kannske hafa
misst mann eða son, jafnvel sonu, í sjóinn? Jú, víst er
þeim órótt, en þar eru engar æðrur. Það veit ég. Kon-
242
VINNAN