Vinnan - 01.12.1943, Page 33
ur, sem eru sjómannadætur og systur sjómanna, þær
æðrast ekki, þó að þær eigi syni eða eiginmenn úti á
hafi í vonzkuveðri. Þið getið ekki einu sinni gert ykkur
kjark þeirra og seiglu í hugarlund, þið kynsystur þeirra,
sem hafið átt og eigið ástvini ykkar innan fjögurra
veggja.
Nú kemur að landi bátur, sem hefur misst út mann.
En maðurinn var syndur, og það lánaðist að ná honum.
Annar meiddist nokkuð á höfði, nei, ekki stórlega. 0,
hann lætur ekkert yfir því. Verstur djöfullinn, ef lækn-
irinn skipar honum nú að vera svo, svo lengi í landi —
og tíðin skyldi eitthvað skána!.... Jæja, guð veri lof-
aður fyrir það, að þarna fór ekki verr en fór!
Klukkan rúmlega sjö kem ég þar að, sem bátur er að
leggjast að bryggju. Upp á bryggjuna kemur maður,
og ég get ekki betur séð, en að öngull sé í auganu á
honum. Ég kalla til formannsins:
— Ég skal fara með honum!
Við göngum upp bryggjuna, og ég sé í bjarmanum
frá ljóskeri, að öngullinn hefur krækzt á kaf rétt í ytri
augnakrók vinstra augans. Við göngum hratt, ég og sjó-
maðurinn, og brátt erum við komnir í forstofuna á
læknishúsinu. Ég segi:
— Láttu aftur hægra augað og horfðu á ljósið með
hinu.
Hann gerir þetta.
— Sérðu Ijósið?
— Já, svo bölvað er það ekki, að ég sjái ekki
glætuna.
Mér léttir. Við náum í lækninn. Jú, öngullinn hefur
lent á gagnaugabeininu og oddurinn skrikað út af —
ekki inn í augað. Svo beinir þá læknirinn oddi öngulsins
út úr húðinni. Það blæðir.
—- Nú vantar mig bara töng til þess að geta klipið
af honum oddinn.
Ég fer til gullsmiðs, sem býr í næsta húsi. Þar fæ ég
töngina. Læknirinn klippir í sundur öngulinn fyrir neð-
an agnhald, og svo smeygir hann honum úr sárinu.
—- Þarna voruð þér heppinn, karlinn! segir hann
við sjómanninn.
—- Það held ég!
Svo er það búið.
Eg tala við formann slysavarnadeildarinnar, þegar ég
er kominn heim. Allir Súðvíkingar, jú, yfirleitt allir
smærri bátarnir komnir — nema einn Flateyringur,
tveir Hnífsdælingar og fimm ísfirðingar en einn
þeirra hefur farið á Súgaildafjörð. Og Bolvíkingarn-
ir allir? Já, allir. .. . Þeir — á sínum litlu, súðbyrtu
bátum, þeir hafa skilað sér að landi með tölu, sumir þó
verið á djúpmiðum. En lóðatapið er mikið, fimm
hundruð lóðir með niðristöðum og uppihöldum, gífur-
legt tap fyrir ekki stærra byggðarlag. Og margra tug-
þúsunda tap við ísafjarðardjúp hefur orðið á þessum
eina degi — og þó ekki öll kurl komin til grafar.
Björgunar- og gæzluskip ríkisins hefur verið úti á
miðunum þennan dag. En að hvaða haldi getur það
komið í svona stormi og sorta? Jú, ef vél bilar í bát,
en taltækið er í lagi. . . . Togari, sem hefur legið á
höfninni, er farinn út að athuga um báta. Þetta er nú
reynt. Og ef til vill róast konurnar eitthvað, minnsta
kosti þær af þeim, sem geta ekki gert sér grein fyrir því,
hve möguleikarnir til hjálpar eru nauðalitlir, þegar
svona er ástatt. Ein einasta bára — og enginn til frá-
sagnar um það, hvað gerzt hefur. Nokkrir belgir á floti.
Jú, en það hafa ýmsir misst út lóðir og belgi af þilfar-
inu, svo að belgir á reki, jafnvel margir saman, þurfa
ekki að vera neitt órækt vitni um það, hver orðið hafi
afdrif báts, sem ekki kemur fram.
Þegar líður á kvöldið, kemur einn ísfirzki báturinn.
Hann hefur misst mikið af lóðum, en skipshöfnin er
heil á húfi. Skipstjórinn er ungur maður og nýtekinn
við forræði skips og manna, en hann var ekki garnall,
þegar hann fór fyrst til fiskjar og er orðinn sjónum
vanur. Ég spyr, hvar hann hafi átt lóðirnar.
— Vestur á Barðagrynni.
— Og þú komst hingað á móti þessari djöfuls ógn!
— Já, ég var svo heppinn að sjá landið greinilega
allra snöggvast, þegar ég kom upp undir.
— Og fórst ekki á Önundar- eða Súgandafjörð!
— Nei, maður hélt bara á — norður með.
— Var hann ekki bölvaður?
— Ég held hann væri nógu níð-helvíti-hvass, og
myrkrið eins og hvolft hefði verið yfir mann potti!
Ungur maður, litill nubbur, hressilegur, hörkulegur,
ef því er að skipta. Hvað skyldi hann vera búinn að
standa lengi við stýrið og stara í sortann?
Annar bátur kemur að sömu bryggju. Lítið lóðatap,
þó nokkur afli. Ungur skipstjóri, en einstakur við að
ná upp lóð.
Ég spyr um veðrið.
— Það er óþverraveður. Eru margir ókomnir?
Eg svara spurningunni. Hann spyr ekki frekar. En
ég verð órólegri en nokkurn tíma áður í dag. Mér lízt
ekki á svipinn á þessum skipstjóra. Hann er ungur —
satt er það, en hann er að öllu einn af merkustu skip-
stjórunum í þessum bæ. Hann er duglegur og aflasæll,
ötull og góður sjómaður, og hann er sérlega athugull
og greindur.
Ég fæ nú hjá formanni slysavarnadeildarinnar þær
fréttir, að togarinn haldi sig norður undir Bjarnarnúp,
telji ekkert farandi og ekkert gerandi fyrir stormi og
sorta. En hann hefur heyrt í Hnífsdælingunum, sem
enn eru ekki komnir að landi. Þeir virðast skammt frá
honum í Djúpinu, vilja ekki eiga undir því að taka
Skutulsfjörðinn í þessum sorta. Þeim á að vera óhætt,
VINNAN
243