Vinnan - 01.12.1943, Side 34
en óvær mun þeim verða nóttin. Síminn ber fréttina
út í Hnífsdal. Það er ekki skeytt um lokunartíma stöðv-
anna, þegar svona stendur á. . . . Stóru bátarnir? Jú,
einn liggur á Patreksfirði og í einhverjum hinna hefur
heyrzt suður undir Jökli. Þeim á að vera óhætt.
Nú fer bátur í bátahöfnina, kemur af hafi, en ekki
frá fisktökuskipinu brezka. Eg fer ofan að bátahöfn.
Þar standa landmennirnir af bátnum, eigandinn og for-
maður slysavarnadeildarinnar. Báturinn leggur að upp-
fyllingunni. Skilrúm á þilfarinu eru brotin og brömluð.
Landfestum er kastað upp og báturinn bundinn. Svo
kemur skipstjórinn upp á uppfyllinguna og fer afsíðis
með eiganda bátsins. Hann er ekki snöggur í hreyfing-
um núna, þessi annars svo hvatlegi skipstjóri. . . . Að-
eins þrír menn á þiljum bátsins! Hvar er einn? Niðri
í hásetaklefanum, kannske?
Þeir skiljast, skipstjórinn og bátseigandinn. Skip-
stjórinn fer niður á þilfar bátsins, en bátseigandinn
hraðar sér upp í bæinn. Við sláumst í för með honum,
ég og formaður slysavarnardeildarinnar. Jú, báturinn
fékk á sig báru undir lóð, fór svo djúpt að aftan, að
skipstjórinn stóð undir hendur í stýrishúsinu. En þessi
brotsjór varð ekki neinum skipsverjanna að meini,
braut aðeins og bramlaði skilrúm á þilfarinu. Svo var
bátnuin andæft og allt búið undir ferðina í land. En
þá skall yfir annar brotsjór. Þegar hann var riðinn af,
var einn af skipverjunum horfinn, ungur rnaður, kvænt-
ur og faðir ungra barna.
Við mæturn mönnurn á leið okkar upp götuna, en
við svörum ekki, þó að þeir kalli eitthvað til okkar.
Bátseigandinn herðir gönguna, er á leið til prestsins.
Við hinir stönzum. Og nú fáum við þá fregn, að sein-
asti ísfirzki báturinn sé að koma inn Sundin. Við för-
um út í Sundstræti. Við sjáum ekki Ijósin á bátnum,
en við heyrum dyn hinnar hraðgengu vélar hans eins
og í rokum gegnum gný stormsins og svarranda sjávar.
Báturinn kemur að bryggju. Allt í bezta lagi. Auð-
vitað lóðatap. Onei, — ekkert að ráði. . . . En enginn
afli? .... Lítill — þó sjö, átta þúsund pund.
— Við þumlunguðum þær inn.
Hvort veðrið var ekki afleitt.
— Jú, það var svo sem nógu bölvað. Verstur var
bylurinn. Ég hafði enga landkenningu fyrr en ég sá
ljósin hérna á Tanganum.
— Og rataðir samt!
— Maður er nú orðinn þessu svo vanur.
— Sástu ekki Arnarnesvitann — eða hvað?
— Heldurðu kannske, að hann sjáist í svona sorta?
Maður sér nú alltaf ljósin á Hnífsdalsbryggjunni, fyrr
en maður sér hann, ef annars er nokkur sorti.
Já, svona er Arnarnesvitinn. . . .
Klukkan eitt að nóttu fæ ég fréttir af Flateyrarbátn-
Eggert Þorbjarnarson:
Trúnaðarmenn
á vinnustöðvum
Eftir því sem verkalýðssamtökunum vex fiskur um
hrygg, verða skipulagsmál þeirra veigameiri.
Eitt þessara mála er val trúnaðarmanna á vinnustöð-
um.
Hér á landi er trúnaðarmannakerfi verkalýðssamtak-
anna í reifum. Veldur þar um, að mínu áliti, bæði van-
mat á nauðsyn þess sem og árstíðaeðli vinnunnar og
látlaus straumur launþega frá einum vinnustað til ann-
ars.
Vinnulöggjöfin gerir þó ráð fyrir trúnaðarmönnum
á vinnustöðvum. Samkvæmt henni hefur hvert verka-
lýðsfélag rétt til að tilnefna tvo rnenn á hverjum vinnu-
stað og má atvinnurekandi velja á milli þeirra.
Það segir sig sjálft, að þessi aðferð er mjög óviður-
kvæmileg. í fyrsta lagi er verkalýðsfélögunum og verka-
mönnum viðkomandi vinnustaðar ekki í sjálfsvald sett,
liver skuli gegna þessu starfi. Og í öðru lagi er aðstaðan
ekki þægileg fyrir þann, sem atvinnurekandi kýs sér
fram yfir hinn.
Þá hafa sum verkalýðsfélög samningsbundinn rétt til
þess að velja sér trúnaðarmenn. Og er þá fyrst að at-
huga, hvernig haga skuli vali trúnaðarmanns.
í Vmf. Dagsbrún t. d. var það lengi til siðs að félags-
stjórnin útnefndi trúnaðarmenn á hinum ýmsu vinnu-
stöðum. Þetta hafði þann kost, að það var auðvelt verk.
Hinsvegar hafði þessi aðferð þann ljóð, að hún var í
eðli sínu ólýðræðisleg, þar sem hún gaf verkamönnum
sjálfum ekki kost á að velja sér trúnaðarmenn. Enn-
fremur sýndi það sig, að sú aðferð að skipa „ofanfrá“
tryggði ekki ávallt, að réttu mennirnir yrðu fyrir valinu
og að miðað væri frekar við flokkslit en hæfni manna
til þess að gegna starfinu.
Að öllu samanlögðu hefur reyndin orðið sú, að hin
skrifstofulega útnefning trúnaðarmanna sé forkastan-
um. Hann er kominn að landi. Hann hafði misst út
mann, en náð honum aftur.
Allir í höfn — nema....
Það er eitt hús í bænum, sem ekki birtir yfir, þó að
bjart verði í lofti, tungl og stjörnur skíni frá heiðum
himni....
Og næsta dag, þegar róið verður, — hvað þá?
Jú, ljós vonarinnar um batnandi tíð með hækkandi
sól Ijómar þó yfir hinurn komandi dögum, skín skærar
en Arnarnesvitinn, sem lýsir, þegar þess gerist engin
þörf, en sést alls ekki, þegar syrtir að.
244
VINN A N