Vinnan


Vinnan - 01.12.1943, Page 36

Vinnan - 01.12.1943, Page 36
 Tímarnir breytast Þættir úr sögu fluglistarinnar FYRRI HLUTI Hinn 5. júní árið 1783 var uppi fótur og fit í borginni Ann- anay á Frakklandi. Háar trönur höfðu verið reistar á aðaltorgi borgarinnar og á þeim hékk að þessu sinni geysimikill lérefts- poki, fóðraður með pappír. Mikill mannfjöldi var þarna saman kominn og heyrðist vantrúarkurr í hópnum, þegar Etienne Mont- golfier, sem ásamt bróður sínum, Joseph, hafði stofnað til þess- arar sýningar, hóf upp rödd sína og hrópaði: Herrar mínir og frúr! Við ætlum að fylla þenna léreftspoka, sem þið sjáið hér fyrir framan ykkur, sérstakri lofttegund, sem okkur einurn er kunnugt um hvernig hægt er að framleiða, og pokinn mun svífa í loft upp. Hvílík fjarstæða, sögðu menn. En sjá — hið ótrúlega skeði. Eftir tíu mínútur var pokinn kominn í 2000 metra hæð. Hann sveif þar stundarkorn fram og aftur, en seig svo aftur til jarðar og lenti óskaddaður með öllu í nokkurra km. fjarlægð. Þegar fregnin um afrek þetta barst til Parísar skömmu síðar, þótti íbúum borgarinnar það allmikil óvirðing, að slíkur atburð- ur skyldi gerast, án þess að þeir ættu þar hlutdeild í. Þessu hlutskipti gátu þeir ekki unað. París varð að eignast loftbelg og það án tafar. Og fjársöfnun var hafin í þessu skyni þegar í stað. En nú kom fyrir einkennilegt atvik. Upphaflega hafði verið ákveðið að Montgolfierbræðurnir smíðuðu loftbelginn, en hinir óþolinmóðu borgarbúar gátu ekki beðið eftir komu þeirra. Söfn- unarféð var afhent Cesar A. Charles, prófessor í eðlisfræði og honum falið að finna ráð, til þess að gera belginn flughæfan. Smíðin skyldi hinsvegár framkvæmd af verkfæraverksmiðju einni í borginni, sem nýlega hafði fundið upp efnablöndu (kát- sjúk) sem talin var sérstaklega hentug til þess að þétta með slíka belgi. Það var erfitt hlutverk, sem Charles hafði verið falið, því að auðvitað hafði hann ekki hugmynd um hverskonar lofttegund hafði verið notuð af Montgolfierbræðrunum við tilraunir þeirra. En prófessorinn var ekki ráðalaus. Hann dældi vatnsefni inn á Móttökurnar, sem flugbelgur Charles prófessors fékk í þorpinu Gonesse á Norður-Frakklandi, 27. ágúst 1783 F/ugbelgur svífur i fyrsta skipti upp með menn innan borðs 21. nóv. 1783 belginn, en það er léttara en venjulegt loft. Þetta var aðferð, sem þeir Montgolfierbræðurnir höfðu upphaflega ætlað að nota, en hún mistókst hjá þeim og hefur það sennilega stafað af því, að brennisteinseimur hafði borizt með vatnsefninu, er því var dælt inn á belginn og brennisteinninn gert belginn óþéttan. Þessi mistök urðu til þess, að Montgolfierbræðurnir hurfu frá vatns- efnisnotkuninni, en notuðu í stað þess, í sínum belgjum, upp- hitað loft! Sá galli var þó á þeirri aðferð, að sérstök hitunar- tæki varð að hafa til þess að halda loftinu heitu, en af þeirri ástæðu urðu Montgolfierbelgirnir ekki samkeppnisfærir við flug- belgi Charles, eftir að þeir komu til sögunnar. Flugbelgur Charles var reyndur í París 27. ágúst 1783, að viðstöddu fjölmenni. Hann sveif um 2 klst. í loftinu og hefði vafalaust gert það lengur, ef hafður hefði verið á honum ör- yggisloki til þess að varna því að vatnsefnisþrýstingurinn yrði of mikill inni í belgnum, þegar þrýstingurinn minnkaði utan á hann eftir því sem fjær dró yfirborði jarðar. En þessara varúðar- ráðstafana hafði ekki verið gætt og afleiðingin varð sú, að belg- urinn sprakk og féll til jarðar með miklum gný. Kom hann nið- ur í sveitaþorpi einu alllangt frá borginni og urðu íbúarnir lostn- ir skelfingu, er þeir sáu þetta ferlíki falla hvæsandi til jarðar, en brennisteinssvækjan, sem af því lagði, styrkti þá í þeirri trú, að hér væri urn sendingu að ræða frá Kölska sjálfum. Þegar mesta ofboðinu linnti, réðist fólkið því á loftbelginn með alls- konar vopnum, hnífum, garðkvíslum og byssum og var hann gjörsamlega eyðilagður í þeirri hatrömu viðureign. Næsti merkisdagur í sögu fluglistarinnar er 21. nóvember, en þann dag, árið 1783, var í fyrsta skipti sendur flugbelgur upp í loftið með menn innanborðs. Mikið hafði verið rætt um það, hverjir fyrst ættu að verða aðnjótandi þessa óvenjulega heiðurs, en engum virtist áhugamál, að leggja líf sitt í slíka hættu. Konungurinn stakk þá upp á því, að sendir yrðu í ferðalagið tveir glæpamenn, sem biðu lífláts, en því var afstýrt af ráð- herrum hans. Töldu þeir óverjandi að stofna á þann hátt til svo sögulegs viðburðar. Slíkan smánarblett mátti ekki setja á eina 246 VINNAN

x

Vinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.