Vinnan - 01.12.1943, Síða 38
Franskur vélfræðingur, Henry Giffard átti frumkvæðið að því.
Flugbelgur hans var aflangur, 44 metra langur og 12 metra breið-
ur. Neðan í honum hékk í neti 20 metra langur kjölur og á
honum var komið fyrir körfu og stýrisumbúnaði. Þriggja hest-
LoftjariS „Norge“ leggur af stað frá Spitzbergen i Norðurpólsför
sína 1926
afla gufuvél, 150 kg. þung, var notuð til að knýja loftskrúfúna,
sem var 3,4 metrar í þvermál. Tilraunaferðin var farin 24. sept.
árið 1852 og tókst hún ágætlega. Orka vélarinnar reyndist þó
allt of lítil. — Giffard beið bana af flugslysi árið 1855.
Árið 1872 reyndi Þjóðverjinn Haenlein að nota gasmótor til
þess að knýja áfram flugbelg, en árangurinn varð lítill. Frakk-
inn Tissandier reyndi með svipuðum árangri að nota rafmagns-
vél árið 1883. Árið 1884 tókst Charles Renard fyrstum manna
að fljúga á loftfari sínu, „La France“, um 7 km. vegalengd og
komst sömu leið til baka. Þá list hafði enginn leikið á undan
honum.
Zeppelin greifi yfir Vestmannaeyjum árið 1931
En nú kom benzinvélin til sögunnar. Þýzkur vélfræðingur,
Wolfert, varð fyrstur manna til að nota hana í loftfar. En á til-
raunaferðinni kviknaði í flugbelgnum og fórst Wolfert þar ásamt
félaga sínum, sem með honum var í loftfarinu.
Það var Brasilíumaður, Alberto Dumont að nafni, sem ruddi
benzinvélinni braut á þessu sviði. Árið 1901 vakti hann athygli
á sér um allan heim með því að fljúga frá St. Cloud, umhverfis
Effelturninn í París og til baka aftur. Dumont var mikill æringi
og vakti stundum nokkurt uppþot meðal hinna nýjungagjörnu
Parísarbúa. Eitt sinn fann hann t. d. upp á því, að fljúga á
loftfari sínu gegnum borgina og svo nálægt jörðu, að hann gat
rabbað við fólk á götunum meðan á flugferðinni stóð. Með
þessu dirfskubragði sínu hafði Dumont sannað í eitt skipti fyrir
öll, að hægt var að smíða flugbelgi, sem létu fullkomlega að
stjórn.
Samtímis Dumont unnu og aðrir menn að nýjum uppgötvun-
um á sviði flugtækninnar, verkfræðingurinn Julliot í Frakklandi
og Zeppelin greifi í Þýzkalandi.
Þessir menn skópu hvor um sig sína sérstöku tegund loft-
skipa, en eftir harða samkeppni gengu Þjóðverjar þar með al-
geran sigur af hólmi. Á heimsstyrjaldarárunum, 1914—’18, voru
alls smíðuð í Þýzkalandi 80 loftskip. Eftir styrjöldina hættu
Frakkar þessum smíðum að fullu og öllu, en Italir, Bretar og
Bandaríkjamenn hófu þá loftskipasmíði í stórum stíl. I júlí-
mánuði árið 1919 flaug brezkt loftskip, R 34, frá Skotlandi til
Ameríku á 108 klst. og til Skotlands aftur á 75 klst. Það var
í fyrsta skipti, sem flogið var á loftskipi yfir Atlantshafið.
Árið 1926 var flogið í fyrsta skipti yfir Norðurheimsskautið.
Var landkönnuðurinn Roald Amundsen foringi þess leiðangurs,
en Italinn Umberto Nobile hafði stjórn loftfarsins á hendi.
Þrem árum síðar, árið 1929, var flogið í fyrsta skipti um-
hverfis jörðina á farartæki af þessari gerð. Það var þýzka loft-
farið Graf Zeppelin, sem þetta afrek leysti af hendi. Vegalengd-
in var 37.000 km. og tók ferðin alls 20 daga.
Áður hafði verið farinn flugleiðangur á vegum ameríska hers-
ins kringum jörðina, árið 1924, en í þeirri för voru flugvélar
notaðar. — Frá þeim leiðangri verður nánar skýrt í næsta hefti
Vinnunnar, um leið og rakin verður þróunarsaga þessara keppi-
nauta loftfarsins, og skýrt frá merkustu brautryðjendunum, er
þar voru að verki.
Að leiðarlokum
248
VINNAN