Heimilispósturinn - 01.11.1949, Qupperneq 2

Heimilispósturinn - 01.11.1949, Qupperneq 2
AVARP TIL LESENDA Svo kann að þykja, sem borið sé í bakkafullan lækinn, þegar eitt tíma- ritið enn hefur göngu sína — til við- bótar öllum þeim, sem fyrir eru. En reynslan hefur sýnt, að bókhneigð og lestrarþorsta Islendinga verður seint svalað Tilgangur tímarits sem þessa er bæði að fræða og skemmta lesend- um. Verður því kappkostað að ná sem fjölbreyttustu efni, erléndu sem innlendu. 1 hverju hefti birtast sögur, grein- ar, skrýtlur, bridge-þáttur, krossgát- ur og margt fleira til fróðleiks og skemmtunar. Hópur íslenzkra höf- unda og þekktra manna hefur lofað að ljá Heimilispóstinum lið sitt, og þegar liggur fyrir f jöldi greina, sem birtast munu á næstunni. Engin grein verður stytt eða endursögð, heldur birt eins og hún kemur frá höfund- inum. Eins og lesendur munu sjá, er fyr- irkomulag og snið þessa tímarits með nokkuð öðrum hætti en tíðkazt hefur áður hér á landi. Vonum vér að lesendum geðjist það vel og mun- um vér einnig kappkosta að hafa efni þess með nokkru nýjabragði. Annar helmingur ritsins mun eink- um flytja lestrarefni við hæfi kvenna, en hinn helmingurinn við hæfi karla. Útgefendur Heimilispóstsins eru HEIMILISPÓSTURINN 1. hefti 1949. Lestrarefni kvenna: Bls. Spunakonan, kvæði, eftir Guðmund Kamban............ 1 Korinþska skrauthliðið, smásaga, eftir André Maurois .................. 3 Ástarbréfin, grein eftir Ladislav Matejka ......... 5 Bridge-þáttur ............. 8 Ég vil vera ung, grein eftir Lis Bysdal .............. 10 Syndafall, smásaga, eftir Helga-Marie Bentow . . 13 Góð ráð handa eiginmönn- um, grein................ 15 Saga úr Tídægru, eftir Gio- vanni Boccaccio.......... 19 Herbergi nr. 64, smásaga, eftir Dorothy Whipple . . 24 Krossgáta................. 30 Kvikmynda-opnan ......... 32 Sagt frá nýjum kvik- myndum. Ennfremur myndir af frægum kvikmyndaleikurum, skrýtlur og smælki. Mynd á kápu: Ingrid Bergman í kvikmyndinni „Jeanne d’Arc". þess fullvissir, að íslenzkir lesendur muni taka þessu nýja tímariti vel. Heimilispósturinn mun flytja fróð- legar greinar og jafnframt f jölbreytt og skemmtilegt efni. HEIMILISPÓSTURINN — FRÓÐLEIKS- OG SKEMMTIRIT Ritstjóri Karl Isfeld, Hverfisgötu 59. Aðstoðarþýðari Óskar Bérgs- son. Afgreiðsla: Steindórsprent, Tjarnargötu 4. Pósthólf 365. ÚTGEFANDI STEINDÓRSPRENT H.F. 2 2 2

x

Heimilispósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1514

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.