Heimilispósturinn - 01.11.1949, Síða 4

Heimilispósturinn - 01.11.1949, Síða 4
Það ástarlíf varð honum lifandi lind, sem list hans drakk kraft sinn úr. Og ég sá hann hefja sig tind af tind, sem taminn örn hefði sprengt sitt búr. Ég hét, að ég skyldi’ ekki hefta’ honum framan: við hétum að eiga’ okkar forlög saman, hvort þau yrðu sæt eða súr. Þá var það einn dag, að hann hermdi það heit: ég hefti’ ekki frama sinn. „Það eru’ ekki svik við þig,“ sagði hann, „ég veit, að sæmd mín er lögð undir úrskurð þinn. En tryggðin við lífstarf mitt heimtar mig héðan, og hvort annars tryggðir við reynum á meðan. Og svo skal það sjást hvort ég vinn.“ Ég grét ekki, bað ekki — bara fann hve brjóst mitt var þröngt um stund. Og síðan hvern dag ég sat og spann. — I svefni bar við, að hann kæmi’ á minn fund... Nú stendur hann hœst upp á hæð sinnar frægðar, en hjarta mitt kunni ekki að biðjast vægðar og berst nú með ólífis und. Snúrurnar hrökkva: Snældan er full, og snurðulaust állt sem ég spann. Þeir kalla það ull, en glóandi gull úr greip minni rann — það var allt fyrir hann, sem hóf mitt líf upp í hærra veldi og hjarta mitt ungrar varði með eldi sem alla œvina brann. Ég orka ekki meir, enda þarf ekki það, á þráðnum er hvergi gróm. Ef blóðugur er hann á einum stað, er orsökin sú, að hann spannst inn i góm. Því þar var hnútur, sem þurfti að renna, og þá var sem ég fann hold mitt brenna — og skildi minn skapadóm. Þú vitjar mín aftur mín örlaga-nótt! með allan þinn minninga-fans. Líð þú væg yfir rósbörnin, vœg yfir drótt, ber þú vísdóm hjartans til konu og manns! Velkomin nótt! Ég fer nakin í háttinn, þvt nú hef ég spunnið sterkasta þáttinn í hamingjubræðinum hans. (1911) 2 9 $ 9

x

Heimilispósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1514

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.