Heimilispósturinn - 01.11.1949, Page 6
ar, sem hafði fallið í stríðinu,
hafði búið í, og sitt eigið her-
bergi, þar sem hún hafði setið
löngum og löngum um fjörutíu
ára skeið.
Hún nam staðar á götunni og
starði á svarta sirzið, sem hún
hafði notað sem veggfóður í
herberginu sínu. Hún hafði
horft á það svo oft og lengi,
þegar hún var hrygg, þegar hún
var veik, og einnig þegar hún
var hamingjusöm, að henni
fannst munstrið vera ein konar
uppdráttur, sem hún hafði gert
af sínu eigin lífi. Tveimur dög-
um seinna bar nokkuð fyrir
augu hennar, sem kom henni
mjög á óvart. Verkamennirnir
höfðu rifið niður glitsaumaða
sirzveggfóðrið og annað vegg-
fóður, hvítt og svart, kom í ljós.
Hún hafði gersamlega gleymt
þessu veggfóðri, en nú vakti það
hjá henni, nærri því ótrúlega
ljóslega, minninguna um hið
langvarandi ástarævintýri henn-
ar og Harry Webb. Hversu oft
hafði hún ekki, liggjandi í hvílu
sinni á morgnana, látið sig
dreyma þrotlausa dagdrauma,
meðan hún virti fyrir sér, í
huganum, litlu, japönsku húsin
og hugsaði um yndislegu bréf-
in, sem Harry skrifaði henni
frá Austurlöndum. En hve hún
haf ði elskað hann heitt! Nú var
hann Sir Henry Webb, sendi-
herra Hans Hátignar á Spáni.
Svo var rigningunni fyrir að
þakka, að hvíta og svarta vegg-
fóðrið hvarf fljótlega af veggn-
um, og nýtt veggfóður, sem
hafði verið undir hinu, kom í
Ijós. Það var með blómaflúri og
munstrið var hræðilegt, en frú
Barchester mundi vel, með hví-
líkri vandfýsi hún hafði valið
það árið 1890, þegar hún ætlaði
að fara að gifta sig. Þá var hún
í bláum kjól úr grófu ullarefni
og hafði rafperlur um hálsinn.
Hún reyndi að líkjast frú Burne
Jones, og á sunnudögum drakk
hún te hjá William gamla
Morris. Hún gekk oft á dag
fram hjá húsinu, þann tíma sem
ljósrauða og græna veggfóðrið
var látið óhreyft, því að þetta
munstur minnti hana á æsku
hennar og hina miklu ást henn-
ar á Barchester lávarði.
Að lokum voru veggirnir líka
rifnir, og einn daginn, þegar
Barchesterhjónin voru á göngu
í skemmtigarðinum, sáu þau, að
ekkert var eftir uppi standandi
af gamla húsinu, nema litla,
korinþska skrauthliðið, sem
hafði staðið, með hvolfboga sín-
um, fyrir framan dyrnar. Þetta
var sérkennileg og dapurleg
sjón í senn, því að bak við
skrauthliðið, sem stóð efst á
þrepi, var ömurlegt umhverfi,
þar sem molaðir múrsteinar
lágu á víð og dreif, en yfir
hvelfdist grár vetrarhimininn.
Frú Barchester stóð lengi og
horfði á skýin, sem þeyttust um
himininn. Að lokum sagði hún
við mann sinn:
— Þegar ég horfi á þetta
skrauthlið, minnist ég eins
dapurlegasta dags ævi minnar.
Eg hef aldrei þorað að segja
þér frá þessu, en nú, þegar við
erum orðin svona gömul, getur
það ekki sakað neitt. Það var
þegar ég var ástfangin af Harry
og þú af Sybil. Eitt kvöldið
hafði ég farið á dansleik til að
hitta Harry, sem var nýkominn
heim frá Tokio. Ég hafði hlakk-
að til þess, í margar vikur, að
Framhald á bls. 23.
4
9 9 9