Heimilispósturinn - 01.11.1949, Qupperneq 7

Heimilispósturinn - 01.11.1949, Qupperneq 7
LADISLAV MATEJKA: Astarbréfin. 1 eftirfarandi grein, sem er þýdd úr Bomniers Litterdra Magasin, er sagt frá ástum eins mesta Ijóðsnillings, sem uppi hefur verið með þýzku- mœlandi þjóðum, Rainer Maria Rilke, og einnar gáfuðustu og glœsilegustu samkvœmiskonu Pragborgar, Valerie David von Rhonfeld. 'C'YRIR nokkrum mánuðum síðan dó í Prag háöldruð kona að nafni Valerie David von Rhonfeld. Hún dó í sárustu fátækt, án ættingja, vina eða kunningja. Hún átti aðeins nokkra gamla ketti — og minn- ingar. Og það var ekki fyrri en hinum hungruðu köttum tókst að brjótast út úr læstri íbúðinni, sem menn vissu, að Valerie David var látin. Hún hafði legið banaleguna, án allrar hjúkrunar eða hjálpar, í einmanalegu búð- inni sinni, þar sem hún geymdi hin dýrmætu málverk sín, postu- línið sitt, bækurnar sínar og hina fornu minjagripi. Á borð- inu við rúmið lá skrautlegi fjað- urpenninn, sem nafnið René Maria Rilke var skorið í. Og þessi René (sem þá var ekki farið að kalla Rainer) hefur vafalaust staðið henni hjarta næst, þegar hún dó einmana og yfirgefin, enda þótt hann hefði, fyrir meira en hálfri öld síðan, leitt hana á glapstigu og fyllt líf hennar beiskju. Þau hittust í fyrsta sinn heima hjá nokkrum vinum Valerie 4. janúar 1893. Þá var René aðeins átján ára. Hann hafði verið í herforingjaskóla, en getið sér litla frægð þar og margskonar óhöpp og mótlæti hafði svipt hann trúnni á sjálf- an sig. Valerie, sem var fáeinum árum eldri en hann, var um þetta leyti búin öllum þeim töfr- um, sem eina konu mega prýða. Hún hreif alla með fegurð sinni og andríki. Hún talaði reiprenn- andi frönsku, þýzku og tékk- nesku, las upp ítölsk ljóð, var tíguleg í framgöngu, kappræddi um lífið og tilveruna og málaði af mikilli smekkvísi rósir á leir- ker, en það hafði hún lært í list- iðnaðarskóla í Prag. Tékkneska skáldið Julius Zeyer var móður- bróðir hennar. Hann var eirð- arlaus maður, ferðaðist víða, hafði mikinn áhuga á fornum menningarerfðum, var smekk- vís og áhugasamur listaverka- safnari og færði Valerie marg- ar dýrmætar gjafir, þegar hann kom úr ferðalögum sínum. Jul- ius Zeyer var maður barnlaus, og Valerie var eins konar and- legur arftaki hans. Hún erfði hin heimstiorgaralegu sjónarmið hans, hneigð hans til fagur- fræði, og hinn fágaða og þrosk- aða listasmekk hans. Og svo málaði hún, skrifaði smásögur, sökkti sér ofan í bókmenntir allra alda, var hortug og heimtufrek við saumakonur S 9 S 5

x

Heimilispósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1514

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.