Heimilispósturinn - 01.11.1949, Side 14

Heimilispósturinn - 01.11.1949, Side 14
ÁSTARBRÉFIN Framhald af bls. 7 gerðarleg hún var í framkomu og hégómleg.Að lonku pórfi skrifar hann henni á þessa leið frá baðstaðnum Misdroy: „Þó að bréfið þitt væri and- laus skrifborðsvinna, var það að sumu leyti mjög skemmti- legt. Það var líkast kapítula úr smeðjulegum reyfara . . .“ Þetta særði hégómagirnd Val- eríu. Hún fann, að Rilke var að losna undan áhrifavaldi hennar og varð afbrýðisöm. Með af- brýðisseminni óx ást hennar, og við ástina bættist hrifning og aðdáun. Ást Rilkes kólnaði fljótt, og hann krafðist frelsis. Hvað gat Valería gert annað en >5 reyna að vera stolt. Eftir öll hin eldheitu ástarbréf, fékk Valería kveðjubréf Rilkes á jól- unum 1895, tæpum þremur ár- um eftir að kynning þeirra hóf st: „Kæra Vally! Þakka þér fyr- ir að þú gafst mér frelsi. Þú hefur reynzt hugrökk og göfug- lynd, einnig á þessari erfiðu stund, hugrakkari og göfug- lyndari en ég. Blessun mín fylg- ir þér. Þú varst leiftrandi stjarna á himni hinnar myrku ævi minnar. Lifðu heil! Og þurfirðu einhvern tíma á hjálp vinar að halda, þá leitaðu til mín. Enginn getur verið þér einlægari vinur en René“. Valeria var særð djúpu sári. Ástin hafði brugðist henni. Hún gat ekki skilið, hvernig á því stóð að Rilke hætti að elska hana. Hún gat ekki gleymt lof- orðum Rilkes um eilífa ást. En hann hafði fyrir löngu gleymt loforðum sínum um ævarandi ást og hjónabandsheitum. Hann sá Valeríu aldrei eftir þetta, enda þótt hún vonaði stöðugt, að hann kæmi aftur. Hún gekk alltaf um göturnar í þeim bún- ingi, sem var í tízku, þegar hún var ung, með sólhlífina sína með fílabeinsskaftinu, og barða- stóra hattinn. Tíminn var flog- inn fram hjá henni fyrir löngu. Hún hafði ekki getað fylgst með honum. Og þannig varð hún einskonar forngripur á götunni í Prag, forngripur, sem þeir gerðu gys að, sem ekki þekktu örlög hennar. Það var ekki heldur von að þeir vissu, að líf þessarar torkennilegu, villu- ráfandi manneskju hafði staðn- að árið 1895. Valería hafði lifað tvær heimsstyrjaldir, en hún hafði naumast vitað um hvað barizt var. Loks dró hún sig alveg í hlé og lokaði sig inni hjá köttum sínum og listaverk- unum, sem hún hafði fengið í arf eftir móðurbróður sinn, skáldið Zeyer. Enginn saknaði hennar af götunum, og þannig dó hún ein og yfirgefin. En það var einungis líkami hennar, sem dó. Sál hennar hafði löngu áður yfirgefið þennan eymdarinnar táradal. Sál hennar hafði slokknað, þegar ást Rainer Maria Rilke kólnaði. Samvizkan er lág, veikluleg rödd, sem hvíslar: „Gerðu það ekki, það getur komizt upp.“ * ' Lygin kemst umhverfis jörðina meðan sannleikurinn er að búa sig að heiman. 12 5 5?

x

Heimilispósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1514

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.