Heimilispósturinn - 01.11.1949, Qupperneq 22

Heimilispósturinn - 01.11.1949, Qupperneq 22
þvi að hún knnni nokkuð til sjó- mennsku, eins og aðrar konur þar á eynni. Hún vatt upp segl- in og kastaði stýri og árum fyr- ir borð og lét sig reka fyrir vindi, því hún hugði, að annað hvort myndi bátnum hvolfa, þar eð hann hafði hvorki stýri eða kjöl- festu, eða hann myndi steyta við sker og brotna, svo að hún gæti ekki bjargað sér, þótt hún reyndi, en hlyti að drukkna. Því næst vafði hún sjali um höfuð sér og lagðist grátandi niður í bátinn. En það fór á annan veg en hana hafði grunað, því það kom hægur norðanvindur, er vaggaði bátnum yfir næstum því ládauð- að sjó, svo að hún kom daginn eftir að landi hér um bil hundr- að sjómílur frá Túnis, að stað, sem kallast Súsa, án þess að hún hefði hugmynd um hvort hún var á sjó eða landi, því hún hafði aldrei litið upp frá því hún lagði af stað. Af tilviljun var fátæk fiski- mannskona að taka upp net nið- ur við ströndina, þegar bátinn rak að landi. Þegar hún sá bát- inn, undraðist hún að hann skyldi reka að landi fyrir full- um seglum, og í þeirri trú að sjómennirnir hefðu sofnað, fór hún út í bátinn og fann þá ekki aðra þar en stúlkukindina, sem svaf svo fast, að hún vaknaði ekki fyrr en konan hafði kallað á hana hvað eftir annað. Af klæðnaði hennar sá konan strax að hún myndi vera kristin og þess vegna spurði hún hana á ítölsku, hvernig hún hefði kom- izt þangað alein á bátnum. Er stúlkan heyrði talað á ítölsku, var hún ekki í neinum vafa um að hún mundi vera komin aftur til Lipari, vegna breyttrar vind- stöðu og reis þegar upp. En þeg- ar hún kannaðist ekki við lands- lagið, spurði hún hina góðu konu um hvar hún væri. Konan sagði þá: — Þú ert í grennd við Súsa 1 Berberí, stúlka góð. Er stúlkan heyrði það, varð hún sárhrygg yfir því, að guð skyldi ekki hafa viljað lofa henni að deyja, og hún settist niður við bátinn og grét í örvæntingu og ráðaleysi. Góða konan kenndi í brjósti um hana og bað hana innilega að koma með sér heim í kof- ann sinn. Þar var hún svo vin- gjarnleg við stúlkuna, að hún sagði henni allt af létta um ferðalag sitt. Konan gizkaði líka á, að stúlkan hefði ekki matazt og fékk hana til að neyta ofur- lítils af þurru brauði, fisk og vatni, sem hún setti fyrir hana. Gostanza spurðist einn- ig fyrir um hver hin góða kona væri, sem talaði svo vel ítölsku og fékk að vita, að hún var frá Trapani, hét Carapresa og var í þjónustu nokkurra kristinna sjómanna. Er unga stúlkan heyrði nafnið Carapresa, gat hún ekki að sér gert, þrátt fyrir ógleði sína, að finnast það góðs viti, vegna þess að það þýðir ,,góð veiði“, og gaf það henni nýja von, þótt hún áttaði sig ekki á um hvað, og löngun hennar til að deyja smá-hvarf. Án þess að spyrjast nánar fyrir um hver hin góða kona var, bað stúlkan hana að gefa sér nú góð ráð og hafa meðaumkvun með sér sakir æsku sinnar, svo að hún gæti komizt hjá öllum óskunda. Cara- presa flýtti sér að taka saman 20 $ S 9

x

Heimilispósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1514

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.