Heimilispósturinn - 01.11.1949, Síða 23

Heimilispósturinn - 01.11.1949, Síða 23
netin, vafði skikkjunni vandlega utan um stúlkuna og lagði af stað með hana til Súsa. Er þær voru komnar þangað, sagði hún! — Gostanza, nú ætlað ég að fara með þig til ágætrar serk- neskrar konu, sem ég vinn oft hjá og bæði er gömul og hjartagóð. Ég ætla að mæla með þér eins og bezt ég má, og þá er ég viss um að hún mun taka á móti þér og fara með þig eins og þú værir hennar eigin dótt- ir. En til endurgjalds getur þú reynt að ávinna þér traust henn- ar og hylli með því að vinn'a vel fyrir hana og með því móti fá að vera kyrr hjá henni þang- að til Drottinn sendir þér betri hjálp. — Er serkneska frúin hafði hlýtt á frásögn konunnar, leit hún á stúlkuna og fór að gráta, svo kyssti hún hana á ennið og leiddi hana inn á heimili sitt, þar sem hún bjó ein með nokkrum öðr- um konum, er allar höfðu þann starfa á hendi að búa til ýmsa hluti úr silki, pálmablöðum og leðri. Þetta kom sér mæta vel bæði fyrir frúna sjálfa og hinar konurnar og urðu þær allar góð- ir vinir, og lærði hún á ótrúlega skömmum tíma að tala mál þeirra. Meðan Gostanza dvaldi á Súsa og var syrgð eins og hún væri dáin af foreldrum sínum, gerðist sá atburður, að Mariavdela kongur í Tunis varð skyndilega fyrir hótunum af ungum, tign- um manni af voldugri ætt, sem átti heima í Granada. Þessi mað- ur fullyrti, að konungsríkið Tun- is tilheyrði sér, og réðist með mikinn her að kónginum í Tunis til þess að hrekja hann burt úr landinu. Þetta barst til eyrna Martuccio Gomito í fangelsið og vegna þess að hann var full- fær í málinu og frétti að kóng- urinn í Tunis vígbyggist af öll- um mætti til þess að verja sig gegn óvinunum, sagði hann eitt- hvert sinn við fangavörðinn: — Ef ég aðeins gæti náð tali af kónginum, myndi ég gerast svo djarfur að segja honum, hvernig hann getur unnið þetta stríð. — Umsjónarmaðurinn leit þessi orð berast til húsbónda síns, er svo kom þeim alla leið til kon- ungsins, er fyrirskipaði að Mar- tuccio skyldi leiddur fram fyrir sig. Er konungur spurði hann hvaða ráð það væru, er hann vildi gefa sér, svaraði hann strax! — Voldugi herra, áður en ég kom til lands yðar, hafði ég tek- ið eftir á hvern hátt þið berist hér, og hafi ég skilið það rétt, notið þér meira bogskyttur en aðrar stríðsþjóðir. Ef það skyldi nú vera möguleiki á að ná örv- um óvinanna, meðan yðar her- menn hafa nægar örvar, ímynda ég mér að þér munduð vinna stríðið. — Þessu svaraði kóngurinn þannig: — Já, ef það mætti ske, myndi ég áreiðanlega sigra. — — Voldugi herra, sagði Mar- tuccio, ef þér aðeins óskið þess, væri það mjög auðvelt, og get- ið þér nú heyrt á hvern hátt. Þér skuluð láta gera miklu mjórri strengi fyrir yðar bog- menn, en vant er að nota, og jafnframt verðið þér að láta gera örvar þannig, að skoran sé mátuleg fyrir hina mjóu strengi. En allt þetta verður að gerast með leynd, svo að óvin- 9 5? 21

x

Heimilispósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1514

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.