Heimilispósturinn - 01.11.1949, Qupperneq 27

Heimilispósturinn - 01.11.1949, Qupperneq 27
tvöfeldninni í rödd hans og hiátri. Hann var alltaf að segja ,,brandara“ og hagaði sér eins og heimsmaður. Hann sagði ruddalegar sögur, og enda þótt hún gæti hlegið að slíkum sög- um, ef þær voru smellnar, gat hún aldrei hlegið að sögunum hans. Hún gat ekki dulið við- bjóð sinn, en þá var honum skemmt og hann varð ennþá mælskari. Það var víst útlit hans, sem hafði hrifið hana. Hún hafði gifzt manni, sem var eins og fólk flest, og hafði verið ánægð með hann, en svo hafði hún hrifizt af Harvey — af því, hve hár hann var, hvernig hann bar sig og af rödd hans. Hún varð að fara að skipta um föt, því að bráðum mundi Harvey koma. Hann ætlaði að koma með seinni lest. Þau voru bæði svo þekkt í borginni, að þau höfðu ekki þorað að verða samferða, eða því báru þau við. Elísabet vissi, að þau höfðu ekki viljað vera samferða, af því að þau fundu til sam- vizkubits. I gamla daga höfðu þau margoft ferðast saman, jafnvel án þess að maður henn- ar væri með. Hún hafði boðið honum til miðdegisverðar og leikið golf við hann, án þess að henni þætti neitt athugavert við það. Svo hafði hún allt í einu orðið ástfangin af honum og samfundir þeirra höfðu breytt um svip. Ástríðan hafði kviknað dag einn, þegar hann hafði fengið aðsvif á heimili hennar, eftir að þau höfðu leikið golf saman. Þegar hann lá í öngviti í stóln- um og hún var að reyna að koma honum til meðvitundar, tendraðist neistinn. Og neist- inn varð að báli, þegar hún kraup á gólfinu, með arminn undir höfði hans, og hlustaði á hann segja brosandi, að að- svifið væri ekki umtalsvert, það stafaði aðeins af því, að hann væri nýrisinn unp úr inflúenzulegu. Og nú hafði ást- ríðubálið feykt henni í hótel- íbúð hans. * Hún hafði verið treg, en Harvey hafði borið hana ofur- liði. Harvey hafði engar á- hyggjur. Daginn eftir ætlaði hann að fara í langa sjóferð, sér til heilsubótar. En hún mundi verða eftir. Hún yrði að fara heim, og hún sárkveið fyr- ir því. Hún hafði sagt honum, að hún vildi geta horft beint í augu fólks. Henni var illa við að þurfa að leyna einhverju. „En hvað þú ert siðprúð kona!“ stríddi hann henni. „Hann hefur rétt fyrir sér,“ sagði hún við sjálfa sig, þegar hún stóð í herberginu. „Eg er siðprúð. Eg er ekki sköpuð fyrir svona líf.“ Hann hafði fullvissað hana um, að engin hætta væri á ferð- um. Engan mundi renna grun í neitt. „Ég er ekki þannig maður, að ég segi frá,“ sagði hann. „Mér mundi aldrei detta slíkt í hug.“ Auk þess sagði hann, að hún hlyti að hafa vitað, hvað hún var að gera, þegar hún lét hann kyssa sig í fyrsta sinn. „Þú vildir þetta. Þetta eru bara látalæti í þér. Þú veizt, að þú lætur undan fyrr eða síðar.“ Jæja, hann hafði haft á réttu að standa. Hún var komin. Allt hafði gengið eins og í sögu. 9 $ 9 25

x

Heimilispósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1514

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.