Heimilispósturinn - 01.11.1949, Side 29
,,Heyrðu!“ kallaði Harvey
við dyrnar. ,,Komdu og láttu
kyssa þig.“
• „Ég get það ekki,“ kallaði
hún. „Ég er að púðra mig.
„Jæja, flýttu þér þá, telpan
mín,“ sagði hann og hvarf frá
dyrunum.
Svo kom hann aftur og kall-
aði.
„Gekk þér vel að komazt að
heiman? Var allt í lagi? John
hefur verið farinn á undan?“
„Já.“
„Er ekki dásamlegt, að við
skulum vera hér ein,“ kallaði
hann og gekk um gólf. „Og
hvernig lízt þér á svefnherberg-
ið ? Þeir mega eiga það, að þeir
láta fara vel um mann hérna,
finnst þér ekki?“
Hún svaraði ekki.
„Hvað er að þér elskan?“
„Ekkert. Eg er að púðra
mig.“
„Jæja, flýttu þér, og vertu nú
gott barn. Ég verð líka að
skipta um föt, það fer að líða að
kvöldverði. Hvort eigum við að
borða uppi eða niðri?“
„Niðri,“ sagði hún.
Ef til vill gæti margmennið,
ljósin og vínið niðri kveikt aft-
ur í henni ástríðuna, sem hafði
leitt hana hingað.
Og það munaði minnstu að
svo færi. Þegar þau sátu yfir
kampavíninu, reyndi hún af
fremsta megni að gera sér upp
kátínu, því að hún fann, að
hún hafði hætt of miklu, ef hún
átti ekki að njóta neins.
„En hvað þú ert yndisleg,“
sagði Harvey. „Þú ert falleg-
asta konan í salnum. Ég hef
verið að líta á kvenfólkið, og
enda þótt dökkhærða stúlkan
þarna gefi þér ekki mikið eft-
ir, þá ertu samt fallegri. Þú ert
betur vaxin.“
„Eg þakka/ sagði hún kulda-
lega.
„Skál!“ sagði hann og lyfti
glasinu.
„Heyrðu mig, elskan,“ sagði
hann, þegar þau höfðu drukkið
nokkur glös í viðbót. „Ég held
að þú ættir að koma með mér
í ferðalagið. Þú skalt hætta við
að fara aftur heim.“
Hún hló eins og hún vildi
eyða málinu.
„Jæja,“ sagði hann og hellti
aftur í glas sitt. „Ég spyr þig
aftur um þetta á morgun. Þú
getur ekki farið frá mér. Eftir
kvöldið í kvöld verða örlög þín
að eilífu bundin mínum örlög-
um barnið mitt.“
Hann sagði þetta í glensi. En
orð hans fylltu Elísabet skelf-
ingu. Hún fann það á sér, að
þau myndu rætast, að örlög
hennar mundu bindast örlögum
hans á einhvern hræðilegan
hátt. Og það mátti aldrei ske,
sagði hún við sjálfa sig með
hryllingi, og starði á hann.
Andartak var hún gagntekin
af hræðilegum ótta, sem lamaði
hana eins og martröð. Þegar
hann leið frá, var hún ekki leng-
ur hrifin af Harvey Brown.
Hrifning hennar hafði horfið
eins skyndilega og hún hafði
fæðst. Hún hafði tekið ákvörð-
un sína.
Hún varð að komazt burt.
Hún varð að komazt heim, heim
til Johns og hins dýrmæta, ör-
ugga hversdagslífs með honum.
Hún starði á Harvey. Hann
hafði drukkið mikið og varir
hans voru orðnar þrútnar. Hún
varð að komazt burt — en
hvernig ?
$ 9 ?
27