Heimilispósturinn - 16.12.1950, Blaðsíða 22

Heimilispósturinn - 16.12.1950, Blaðsíða 22
að tala við og enginn tók i hönd hans." „Hvers vegna.þurfti að gera það?“ spurði ég. „Vegna þess,“ sagði McCarey, „að hann var einmanalegasta og sorg- bitrasta mannveran í heiminum. Hví- líkt líf fyrir hann!" „Hvern?" spurði ég. Og vinur minn, McCarey, lygndi aftur augunum og hló kuldahlátur. „Það er sumt, 'sem ekki er hægt að segja frá,“ sagði hann. „En ég get þó sagt þér þetta. Hann var kominn á fætur í dögun og farinn að þvo. Síðari hluta dagsins gekk hann um göturnar með þessa and- styggilegu körfu á höfðinu. Hann koma alltaf i tóbaksbúð í nágrenn- inu klukkan sex og keypti sér pakka af sígarettum. Einn pakka á dag. Og klukkan átta var hann kominn í rúmið og sofnaður bak við rimla sína ag slár.“ Mér finnst þetta ekkert sérlega merkilegt," ságði ég. „Jæja,“ sagði Carey, og leit á mig með slíku augnaráði, að það var eins og ég hefði breyzt í Gavin ritstjóra. „Jæja!" endurtók hann. „Ég er nú á öðru máli." „Ég sá, að ég hafði hlaupið á mig, og spurði því: „Og hvað kom fyrir Meyar?" ' „Allt þetta kynlega í fari þvotta- mannsins," sagði McCarey, „vakti kvenlega íorvitni þessarar hræðilegu ófréskju, frú Maum, og hún fór að láta líklega við hann. Og þarna hef- urðu,“ sagði hann hugsandi, „þarna hefurðu kveneðlið. Ást, sem blómgast i svaðinu. Ástarguðinn hamraði á þetta skrímsli með múrbrjót. Hún var vön að sitja um Meyer, þegar hann kom heim á kvöldin. Hún var svo sem búin til árásar, dillandi hök- unum sínum fimm og mögunum þremur til þess að freista hans. Hví- lik andstyggðar Kleópatra! En Meyar lét þetta ekki á sig fá. Hann lét sem hann sæi það ekki. Hann bauð henni gott kvöld, og þar með búið. En, taktu eftir því, hann hafði móðg- að konu, og það meira en lítið." „Segðu mér, Dick," sagði ég. „Hver var þessi Meyer?" En McCarey virtist ekki heyra þessa spurningu, sem var farin að sækja á mig. „Hugsaðu þér þennan rnann," sagði hann, ,,að lifa svona í tíu ár. Vina- laus og hlekkjaður við þvottabalann eins og púnverskur þræll! Það skeði margt ótrúlegt í heiminum þessi tíu ár, en ekkert ótrúlegra en. það, sem ég er að segja þér frá. Meyer við þvottabalann. Meyer með körfu á höfðinu. Og það skeði ekkert eins átakanlegt. Hvilíkur þvottamaður!" Ég hallaði mér aftur á bak í stól- inn og þagði, því að ég hélt að Mc Carey mundi fremur segja mér frá leyndarmálinu, ef ég léti sem ekkert væri. En hann var var um sig og féll ekki í gildruna. „Gavin hefur frétt," sagði hann, um leið og hann setti glasið á borð- ið, „að ég sitji fyrir honum hérna og þess vegna forðast hann þennan stað eins og heitan eldinn." „Segðu mér frá dauða Meyers," sagði ég. „Meyer var drepinn á heitri sumar- nótt. Lögreglan kom klukkan tíu og þá var herbergi Meyers lokað — dyrnar læstar innan frá, taktu eftir því. Og rimlamir fyrir gluggunum voru óhreyfðir. Lögreglan braut upp dyrnar og fann Meyer liggjandi dauð- an á gólfinu." McCarey var dapur í bragði. Hann kveikti sér í sígarettu, starði út í bláinn og andvarpaði. „Ég skal segja þér eitt," sagði hann. „Ég hef alltaf álitið Gavin greindan mann. Það getur verið, að 20 HEIMILISPÓSTTJRINIÍ

x

Heimilispósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1514

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.