Heimilispósturinn - 16.12.1950, Blaðsíða 10

Heimilispósturinn - 16.12.1950, Blaðsíða 10
ARTHUR OMRE: Áll í karrý. 130RTEN var að hafa fata- skipti, hann var að fara í gamlar brækur og gamla peysu, hann umlaði eitthvað, reyndi ljóskerið, dældi í það lofti, kveikti á því ög slökkti svo aft- ur. Það var ekki í fullkomnu lagi. Það rauk upp úr kaffikatl- inum í eldhúsinu, og ilmaði af kaffi. Hann leit á klukkuna og fór að dunda við að leggja á borðið í stofunni, settist og mat- aðist vel og naut kaffisins — það var ekki áliðið enn. Hann kveikti í pípunni og fór að fást við ljóskerið. Það komst fljót- lega í fullt lag. — Afbragð, af- bragð, tautaði hann. Það var hringt óðslega á bjölluna í forstofunni. Borten setti ljósið á borðið og fór fram og opnaði. Þar stóð frekar lá- vaxinn maður í kápu, frekar lá- vaxinn en vel í skinn kominn, feitur maður — Borten var einnig þreklegur, en hann var hár vexti. I gömlum buxum og peysu leit hann út eins og reglulegur sjóari. Hvað get ég gert fyrir yður, mælti Borten. Hann var dimm- raddaður. Mætti ég ef til vill tefja yður í nokkrar mínútur, svaraði maðurinn. Röddin var skræk. Gerið þér svo vel, mælti Bort- en. Hann opnaði dyrnar að stof- unni og gekk inn á eftir gestin- um, bauð honum sæti og sett- ist sjálfur við borðið og beið átekta. Ég heiti Hammer, sagði mað- urinn og lagði áherzlu á nafnið. — Jú, já, einmitt, sagði Borten vandræðalega. Svo rétti hann úr sér og sagði: — Það gleður mig herra Hammer. — Eruð þér vissir um það? mælti Hammer. — Já, en góði maður, hvað eigið þér við? — Ég á við að þér voruð ekki hrifinn af að heyra að ég héti Hammer. Það er það sem ég á við, sagði Hammer með þunga. — Nei hvað er nú þetta, Hammer . . . — Þér hafið slæma samvizku, mælti Hammer. — En góði maður! Af hvaða ástæðu. Svona megið þér ekki tala. — Ég leyfi mér að tala eins og mér þóknast, sagði Hammer. Einmitt nú langar mig til að segja yður sannleikann, ein- göngu sannleikann. Takið þér eftir því, herra Borten. — Satt að segja, herra Hammer . . . — Satt að segja hafið þér haldið við konuna mína, sagði Hammer hárri röddu, skræk* róma. — Rugl . . . hvaða rugl . . . — Ha ha ha ha ha ha. Hamm- er hló. — Nákvæmlega þetta sagði hún líka — rugl, hvaða 8 HEIMILISPÓSTURINN

x

Heimilispósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1514

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.