Heimilispósturinn - 16.12.1950, Blaðsíða 20

Heimilispósturinn - 16.12.1950, Blaðsíða 20
BEN HECHT: Þvottamaðurinn. Ég ætla að skrifa þessa sögu eins og mér var sögð hún, í þeirri von, að mér verði trúað eins vel og ég trúði Dick McCarey, þegar hann sagði mér hana. Ef þessi saga, sem McCarey sagði mér yfir drykkju á knæpu í Harlem, hefði borizt mér til eyrna á blaða- mannsárum mínum, hefði ég eki%i iinnt látum fyrr en ég hefði feng- ið hana staðfesta i öllum atriðum og birta á fremstu síðu blaðanna. En Dick McCarey er ekki þessháttar blaðamaður. Hann er af gamla skól- anum og lítur nánast á starf sitt sem heilaga köllun. McCarey sat einn úti í horni á veit- íngasalnum, þegar ég kom auga á hann þetta kvöld. Og hann var full- ur af þvermóðsku og fyrirlitningu, eins og ég átti von á, enda þótt ég hefði ekki hitt hann í heilt ár. Þeg- ar hann sá mig, bauð hann mér að setjast hjá sér við borðið. „Hvað ertu að gera í þessari and- styggilegu borg?“ spurði hann. „Alltaf að leita mér fjár og frama," svaraði ég. Það var sami gremjutónninn í rödd hans og fyrr. Það var eins og hann hreytti orðunum út úr sér. Síðan virti hann mig fyrir sér og sagði: „Sömu gömlu fötin, ha?“ Eg kinkaði kolli, og þessi viður- kenning mín á slæmum f járhag mín- um virtist bæta skap hans. Þrútið andlit hans varð mildara á svipinn og hin keltnesku augu hans blíðari. „Hvernig hefur þér liðið ?“ spurði ég- „Bölvanlega," svaraði hann. „Hér sérðu mann, sem ógæfan leggur í einelti." Svo kallaði hann hárri hárri röddu til barmannsins: „Heyrðu, bölvaður Korsíkaninn þinn! Annað glas af líkjör." „Ég ætla að fá mér eitt líka," sagði ég. McCarey rétti upp tvo fingur og barmaðurinn kinkaði kolii. „Hvað amar að þér,“ spurði ég, „er það — kvenfólk, skuldir eða lífs- leiði viðkvæmrar sálar?“ „Orsök þunglyndis míns,“ sagði McCarey, „er þvottamaður. Og hví- likur þvottamaður!" Hin keltnesku augu hans leiftruðu og hann stwndi þungan. „Ég bý yfir svo ótrúlegu og hræðilegu leyndarmáli, að ég er al- veg mállaus. Mállaus!" endurtók hann hátt —- og vakti forvitni þeirra, sem sátu næstir okkur. „Við skulum fara út úr þessu greni," sagði hann og hrópaði á þjón- inn. „Hérna eru þrjátíu silfurpening- arnir þínir. Teldu þá.“ Ég hélt til dyranna, en Carey var ekki á því að fara út, heldur settist við annað borðið, sem stóð í auðu horni í salnum. „Hæ, bannsettur Svisslendingurinn þinn!“ æpti hann til þjónsins. „Það vantar afgreiðslu hér!“ „Þessi staður," sagði hann við mig, „hefur einn kost fram yfir aðra af þessu tagi. Hingað kemur mesti þorparinn, sem gengur á tveimur fótum, herra Gavin, minn kæri rit- stjóri." „Við hvaða blað starfar þú núna?“ spurði ég. 18 HEIMILISPÓSTURINN'

x

Heimilispósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1514

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.