Heimilispósturinn - 16.12.1950, Blaðsíða 25

Heimilispósturinn - 16.12.1950, Blaðsíða 25
aumingi skeið gegnum gluggann eins og tarnin eðla.“ „Hvers vegna læsti hún dyrunum að innanverðu?" spurði ég. „Af engri sérstakri ástæðu," sagði McCarey. „Það spratt aðeins af heimskulegri löngun hennar til að gera morðið dularfullt. Það kom glæpnum ekkert við. Hún hafði að- eins verið leigð til þéss að fá Meyer til að opna dymar fyrir morðingj- unum. Það tókst henni með því að kvaka fyrir framan hurðina í klukku- stund.“ „Náðust þeir?" spurði ég áfjáður. „Nei," sagði McCarey. „Þúsund sinnum nei! Við eltum frú Maum í skrifstofuna í Fertugasta og níunda stræti, en fantanir voru varir um sig og sluppu. En þeir skildu eftir böggul í peningaskápnum —- hægri hönd Meyers. Það var skrifað utan á böggulinn og hann var tilbúinn til að leggjast í póst.“ „Hver átti að fá hann?" spurði ég. McCarey var þögull. Ég Endurtók spurninguna. „Maður að nafni Stalin í Moskvu," sagði hann. „Höndin átti að sanna það með fingraförum, sem áður hafði verið skýrt frá í síma." „Hver var Meyer?" spurði ég — og í þetta skipti lagði ég höndina á handlegg McCareys. Enn þagði hann og starði út i loft- ið. Ég beið. „Ætlar þú að trúa mér, ef ég segi þér það?“ sagði Carey allt í einu. „Eða ætlar þú að gerast þátt- takandi í þessu viðbjóðslega sam- særi gegn sannleikanum og réttlæt- inu, samsærinu, sem Gavin og nót- ar hans stjórna? Ætlar þú að trúa mér, ef ég segi, að mér sé kunnugt um allar staðreyndir varðandi þenn- an stórkostlega glæp?" „Já,“ svaraði ég. „Þessi þvottamaður," sagði Mc Carey hryssingslega, „var Kússakeis- ari.“ Ég horfði á McCarey, án þess að láta mér bregða. „Nikulás annar," hélt hann áfram, „slapp frá böðlum sínum í Siberíu 1918. Hann komst til Ameríku, rugl- aður af harmi yfir örlögum f jölskyldu sinnar. En hann var þó nógu mikið með sjálfum sér til þess að geta gert sér Ijóst, að morðingjar sátu allstaðar um líf hans. Hann settist að í Harlem, tók sér Gyðingsnafn og gerðist þvottamaður." McCarey drakk hægt úr fimmtánda. glasinu, hneigði höfuðið og lokaði augunum. „Keisari yfir öllum Rússum,“ muldraði hann. „Þú sagðist hafa þekkt hannstrax." „Já.“ „Hvernig gaztu það?“ „Hvernig gat ég það?“ Hann sótti i sig veðrið. „Vegna þess, að þegar ég leit á dauða þvottamanninn, sá ég kross i vinstri hendi hans. Rúss- neskan kross. Og ég gleymi aldrei svipnum á andliti hans. Það var svipur mildrar, göfugrar, konung- legrar sálar. Það var einhver ljómi yfir þessum þvottamanni — þessum litla, dauða Meyer." „Hvað sagði Neidlinger?" spurði ég. En McCarey vissi hvorki í þennan heim né annan. Tárin runnu niður kinnar hans og höfuð hans hékk mátt- laust niður á bringuna. Stuttur gráhærður maður gekki til hans. Andlit hans var rautt og þrútið og augnabrúnirnar loðnar og svartar. „Vaknaðu, skepnan þin!“ sagði maðurinn. „Upp með þig, fyllisvínið þitt!" McCarey opnaði annað augað. HEIMILISPÖSTURINN 23,

x

Heimilispósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1514

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.