Heimilispósturinn - 16.12.1950, Blaðsíða 16

Heimilispósturinn - 16.12.1950, Blaðsíða 16
— Já, ekki alveg laust við það, ég . . . •— Ég hefi aldrei skotið úr byssu, sagði Hammer. — Þori ekki að skjóta, mér er illa við hvellinn. Þeir drukku kaffið borðuðu brauð og sultu klukkan eitt um nóttina. Lystin var góð. — Þú verður auðvitað hér í nótt? Það er langt heim, sagði Borten. — Nóg er húsrýmið hjá mér. Gott rúm . . . — Ég veit það, segir Hamm- er. Hehehehehe. Ég er að velta því fyrir mér, hvort ég eigi að fá mér eina sneið enn þá. Þetta er góð sulta, geysi góð sulta. Svo fékk hann sér stóra sneið. — Á morgun verður áll til miðdegisverðar, sagði Borten. — Þú verður vonandi . . . — Ertu orðinn vitlaus, sagði Hammer. -— Auðvitað verð ég kyrr. Áttu karrý? — Þó það nú væri, sagði Borten. — Nóg af karrý. — Þetta með undirskriftina og skjölin . . . við skulum ekkert vera að fást um það. — Nú? Hammer gekk að arinum, tók skjölin upp úr innri vasa og slöngvaði þeim inn í eldinn. — Ég bið þig afsökunar, sagði hann. — Ég skal segja þér eins og er. Það voru dálitlir prettir frá minni hlið. Hahahahaha . . . Naney er dálítið reikul. — Veit ég það, sagði Borten. Þú ert ekki fyrsti elskhuginn, o, sei, sei, nei, svaraði Hammer. Hún eignast venjulega einn á hverju vori, en hún kemur alltaf aftur til mín. — Veit ég það, sagði Borten. — Núna var ég að hugsa um að verða þreyttur á þessu, sagði Hammer. — Núna var ég raun- verulega að hugsa um að láta hana sigla sinn sjó. Mér fannst sem ég gæti látið mér líða vel, hugsaði ég — og þá kom þetta sér vel með þig. Átti svo sem alls kostar við hana. Hehehehe. — Það áttirðu, sagði Borten. Annars áttu líka allskostar við mig . . . — Neinei, það er ekkert sem heitir, ekki um að tala. Vil þér ekki svo illt. Þú ert of góður félagi til þess. Mér gerir þetta ekkert. Ég er orðinn vanur henni, kann tökin á henni. Hún hefði líka saknað mín, saknað mín mikið. Nú verður hún góð í langan tíma. Ég get líka alveg eins haft hana, það sem eftir er. Það skal ekki verða nein misklíð úr því. Ekki um að tala. — Ég þakka, mælti Borten. — Nú fer mig að syfja. Hlakka til matarins á morgun. Tek tvo meðalstóra feita eins og maga- ál . . . Mikið karrý. — Já, þú getur trútt um talað. Þeir fóru inn og lögðu sig. Borten lagðist út af og var að sofna. — Við reynum sunnan til annað kvöld’ sagði Hammer. — Vonandi fáum við eitt- hvað í reykingu líka. — Urriða? muldraði í Borten hálfsofandi. — Nei, ál, sagði Hammer. Svo sofnaði hann. Gunnar Andrew tslenzkaði. Draugavísa. Endast dagur, ég það finn, eitthvað er nú á ferðum, drottinn leiði drösulinn minn, dimmt er á Bakkagerðum. 14 HEIMILISPÖSTURINN

x

Heimilispósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1514

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.