Heimilispósturinn - 16.12.1950, Blaðsíða 30

Heimilispósturinn - 16.12.1950, Blaðsíða 30
„En hvert eigum við að senda sál- ina úr honum?“ sagði Somers á- hyggjufullur. Ég sá hvað Nickey ætlaði að fara að segja, en hann stillti sig. Hann leit í kringum sig í herberginu og reyndi að láta sér detta eitthvað í hug. Þá kom hann auga á mannslíkanið og þreif æstur í handlegg Somers. „Þetta er einmitt rétti hluturinn — við skulum særa sál Hughs í hann — en bíðið við; ég ætla að klæða likanið — gera það eðlilegra — líkara —“ En hann lauk ekki við setning- una. Það var eins og hann væri grip- inn æði. Hann opnaði skúffur og skápa og náði í buxur, vesti og jakka og fór að klæða líkanið. Hann setti jafnvel flibba um háls þess og hnýtti á það svart bindi. Loks lét hann það setjast í stól með hendur á hnjám, og Somers tók af mér gleraugun og tyllti þeim á nef þess. Mér fannst gervimaðurinn vera óhugnanlegur. En Nickey var glaður eins og barn yfir þessu nýja leik- fangi. „Lygndu aftur augunum, Mason; nei, deplaðu svolítið," sagði hann. „Sérðu ekki svipinn?" Og líkaninn svipaði vissulega til Hughs. Auðvitað var það að miklu leyti fötunum að þakka — Hugh var alltaf luralega til fara — og rökkrið gerði lika sitt til. „Við verðum að raða okkur í hring og takast i hendur,“ sagði Somers. „Ég les særingarorðin úr bókinni —- það eru aðeins nokkrar setningar, og við verðum að einbeita huganum að Hugh — sjá sál hans fara úr líkamanum og í líkanið." Ég hafði enn illan bifur á þessu uppátæki -— það virtist vera svo barnalegt — svo fáránlegt — en ég hafði ekki kjark í mér til að rífast við Nickey. Hann var svo áfjáður í ' að reyna þetta. Við tókumst i hendur og skipuð- um okkur í hring umhverfis stólinn, þar sem líkanið sat. Fundurinn hófst. Samstundis fór Somers að þylja eitt- hvað með tilbreytingarlausri rödd. Ég skildi ekki orðin, en tönninn minnti mig á söng villimanna, og við ein- blíndum á likanið. Öðru hvoru þagnaði Somers og við biðum rólegir eftir því að hann byrj- aði sönginn aftur. Smámsaman fór sæirngarathöfhin að hafa áhrif á okkur. Það var eitthvað dularfullt á seiði. Við urðum alteknir af eftir- væntingu og óþolinmæði. Ég leit sem snöggvast á Nickey. Hann var blóð- rjóður af æsingu. Allt í einu þreif hann i handlegg minn. Ég leit við og sá að hann hafði tyllt sér á tá og lyft höfðinu, eins og hann væri að hlusta. Skyndilega kvað við vitfirringsleg- ur hlátur fyrir ofan okkur. Það var aðeins ein hláturroka — svo ríkti hræðileg þögn. Það fór hrollur- um mig. Hláturinn var svo hryllilegur — eins ög djöfull væri að hlakka yfir einhverju. Mig langaði til að gera eitthvað — hreyfa mig. Mig langaði að hrópa -— öskra -—- gera eitthvað — en ég gat ekkert gert. Og þá kom eitthvað fyrir. Eitthvað, sem við gátum ekki séð, en fundum þó — eitthvað, sem kom okkur til að svitna af skelfingu. Það kom eitt- hvað inn í herbergið. Við urðum varir við það. Við fundum það á okkur, að eitthvað sem við gátum ekki séð var að horfa á okkur. Mér varð litið á Nickey. Mér brá. Andlit hans var afmyndað af hryll- ingi og neðri vör hans titraði eins og í krampa. Og augu hans voru full af skelfingu. „Nickey! Nickey!" hrópaði ég. „Hættu við þetta — heyrir þú til mín? Hættu við þetta!" Hann titraði og strauk hendinni um ennið. Svo fór hann að flissa — 28 HEIMILISPÓSTURINN

x

Heimilispósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1514

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.