Vinnan


Vinnan - 01.02.1947, Blaðsíða 15

Vinnan - 01.02.1947, Blaðsíða 15
r Ungar rússneskar íþróttastúlkur i skrúðgöngu á Rauðatorginu urvinnu. Konur með barn á brjósti fá ýý stundar frí a hverjum 4 stundum, auk síns venjulega mat- artíma. Með lögum er ákveðinn einn hvíldardagur í hverri viku og 2 til 4 vikna hvíld á ári með full- um launum. Ef læknir telur hættu á því, að starf sé hættulegt heilsu þess, er það vinnur, ber tafar- laust að flytja viðkomandi starfsmann að annarri vinnu, sem lreilsu lrans stafar ekki hætta af. Yfir- vinnu má ekki vinna án sérstaks leyfis verkalýðs- félaganna, þó ekki lengur en 3 stundir í einu, og greiðast þá 50% launaálag á 2 stundir, en 100% á þá þriðju. Enginn nýr vinnustaður eða verksmiðja getm tekið til starfa án undangenginnar skoðunar þar til skipaðrar nefndar, er gætir þess vandlega, að öllum ákvæðum laga um öryggi og aðbúnað verkamanna sé fullnægt. Ríkið ver árlega miklu fé til að bæta aðbúnað á vinnustöðvum. Árið 1946 var þessi upphæð yfir 500.000.000 rúblur og er þess vandlega gætt af stjórnarvöldunum, að þessu fé sé eingöngu var- ið til endurbóta á hollustuháttum og öryggi verkamanna. Allur kostnaður vegna tryggingarlöggjafarinn- ar er greiddur af atvinnufyrirtækjunum og rík- inu, án nokkurs framlagS af hendi almennings. Lögin tryggja verkamenn í veikinda- eða slysa- tilfellum, halda uppi lrvíldar- og hressingarheim- ilunr, þar sem verkamenn geta eytt sumarleyfi sínu gegn engu eða mjög vægu gjaldi. Á árunum fyrir styrjöldina var varið til þessara trygginga 8.700.000.000 rúblum, en hækkaði upp í 10.000- 000.000 rúblur árið 1945. Á styrjaldarárunum varð þjóðin að leggja fram alla krafta sína til tryggingar sigrinum og voru þá ýms atriði í lögunum um vinnuvernd ekki framkvæmd um tíma, svo sem ákvæðin um bann við aukavinnu og um sumarfrí, en full greiðsla kom auðvitað í móti. Konum var einnig heimil- að að vinna ýms þau verk, er áður voru ekki tal- in við hæfi þeirra. Þessar undanþágur voru aðeins tímabundnar meðan þarfirnar voru mest aðkall- andi og framkvæmdar með fullu samþykki verka- lýðssamtakanna. í Sovétríkjunum er eftirlitið með framkvæmd vinnuverndarlaganna í höndum verkalýðsfélag- anna. Hafa þau þúsundir liæfra eftirlitsmanna til þeirra starfa, auk þess sem Iwer einstakur með- limur þeirra gætir réttar síns. VINNAN

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.