Vinnan


Vinnan - 01.02.1947, Page 19

Vinnan - 01.02.1947, Page 19
virkni og samvizkusemi — kannske fullmikilli varfærni —, og sá grundvöllur stendur enn óhagg- aður. Alltaf hafa félagsmenn notið jafnréttis til allra félagsmála. Kaupgjaldsmál íslenzka múrarastéttin er ung að árum. Fyrsta sveinsprófið í múraraiðn hér á landi er tekið 1909, og þá höfðu einir 5 íslendingar lokið sveins- prófi í iðninni erlendis. Þótt steinhúsum væri þá óðum að fjölga, var vinna í iðninni ærið stopul, enda margir, sem unnu að múraravinnu, þegar sú vinna var fyrir hendi, er litu á hana sem ígripastarf, sem þeir stunduðu aðeins öðrum þræði, en aðalstarf þeirra títt annað, svo sem sjómennska á vertíðum, grjót- nám og þess háttar. Það er því ekki að undra, þótt stéttin væri nokkuð laus í reipunum fram eftir árum, og erfiðlega gengi fyrir þá, er gera vildu múraravinnu að lífsstarfi sínu, að tryggja sér möguleika til lífvænlegrar afkomu með því að vinna að iðn sinni eingöngu. Barátta Múr- arafélags Reykjavíkur er því oft meira barátta fyrir réttindum og viðurkenningu, heldur en sómasamlegum launakjörum. Eins og áður getur er samþykkt á framhalds- stofnfundi, að tímakaup félagsmanna skyldi vera kr. 0.85 og er það 10 aura hækkun frá því, sem vei'ið hafði; ekki vildu atvinnurekendur fallast á þessa kauphækkun. Á einurn vinnustað — húsi Nathans & Olsens — lögðu múrarar niður vinnu um nokkurt skeið. Ymsum mun liafa þótt óþarf- lega djarft af stað farið, enda var sú samþykkt gerð 20 dögum síðar, „að ganga að boði vinnn- veitenda fyrst um sinn“. Þeirra tilboð var kr. 0.75 um klst. Það má því telja, að þessi fyrstu átök félagsins fyrir bættum kjörum meðlimanna hafi mistekizt. Mun því ýmsum félagsmönnum hafa fundizt sem betur þyrfti að búa um hnútana áður en lagt yrði til atlögu aftur. Á þessu sama ári er borin fram tillaga um það, að sækja um upptöku í Alþýðu- samband íslands. Tillaga sú náði þó ekki sam- þykki. Á þessum sama umgetna framhaldsstofnfundi fálagsins var fulltrúaráðinu falið að semja ákvæð- isvinnuskrá fyrir félagsmenn. Á tveim fundum í maí það ár, er verðskráin samþykkt og afgreidd til prentunar. Verðskráin er iðulega endurskoðuð á næstu árum, enda mun þá hafa verið unnið sam- kvæmt lienni að nokkru ráði. En með aukinni leikni í iðninni og vaxandi vinnuhraða, munu at- vinnureKendur hafa talið sér hagkvæmara að greiða vinnuna samkvæmt tímakaupi. Og um TRÚNAÐARMANNARÁÐ. Fremri röð frá vinstri: Aðalsteinn Sigurðsson, varaformaður, Sig. Guðmann Sigurðsson, ritari, Guð- jón Benediklsson, formaður, Svavar Benediktsson, gjaldkeri félagssjóðs, Sveinn Pálsson, gjaldkeri styrktarsjóða. Aftari röð: Aage Pedersen, Ragnar Finnsson, Ólafur Pálsson, Kjartan Kjartansson, Þorfinnur Guðbrandsson, Magnús Árnason. VINNAN 11

x

Vinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.