Vinnan


Vinnan - 01.08.1948, Page 6

Vinnan - 01.08.1948, Page 6
r AF ALÞJÓÐAVETTVANGI Framkvæmdanefnd Alþjóðasambandsins hélt fund í Rómaborg dagana 5.—12. apríl s.l. Á fundinum var meðal annars rætt um hinar síauknu árásir á verkalýðssamtökin víSa um heim. í ályktun um þaS mál segir meSal annars: 1) MiSstjórnarfundurinn í Prag varaði við hættunni er verkalýSssamtökunum stafar af árásum aftur- haldsins á lýð- og félagsréttindi almennings; 2) að síðan miðstj órnarfundurinn var haldinn hafa á- rásir afturhaldsins færzt mjög í aukana, svo að nú eru frjáls verkalýðssamtök ekki til nema að nafn- inu víða um lönd, verkföll bönnuð að lögum og dauðarefsing látin við Iiggja. Frjáls lýðræðisleg verkalýðsfélög bönnuð, en stjórnskipuð gerfifélög auðsveip verkfæri afturhaldssinnaðra atvinnurek- enda notuð til að liggja á kröfum verkalýðsins um kjarabætur. 3) MeSal þeirra landa sem svipt hafa verkalýðinn rétt- indum til frjálsra verkalýðssamtaka eru: Spánn, Grikkland, Iran, Brasilía, Chile, Indland, Egypta- land, Argentína, Kína, Malaja, Burma, Ceylon og Portugal. Framkvæmdanefnd AlþjóSasambandsins sendir verkalýð þessara landa, er berst hetjubaráttu fyrir rétt- indum sínum, kveðju og fullvissar hann um samúð sína. Ennfremur er ítrekuð áskorun framkvæmdanefndar- innar til efnahags- og féálagsmálaráðs SameinuSu þjóð- anna um að flýta afgreið'slu á tillögum AlþjóSasam- bandsins um fagleg réttindi. Næsta þing AlþjóSasambandsins á að koma saman í Brússel 7. des. í ár. Ástralía Hafnarverkamenn í Melbourne hafa neitað að af- greiða grísk skip, sem mótmæli gegn ógnarstjóminni þar í landi. SömuleiSis hafa skipaviSgerðarmenn neit- að að framkvæma viðgerðir á grískum skipum. Chile Bakarar í Santiago og Valpariso hafa verið í verk- falli undanfarið. 2. júní tók herinn öll brauðgerðarhús í þessum borgum á sitt vald, og nú vinna þar verkfalls- brjótar undir vernd hans. Frakkland Verkföll breiðast nú mjög út í flugvélaiSnaðinum vegna fyrirætlana ríkisstj órnarinnar um að draga mjög úr honum í samræmi viS Marshall-aSstoðina Ráðgert er að segja upp 150.000 verkamönnum í flugvéla- og bifreiSaiSnaðinum, eftir kröfu bandarísku framleið- endanna, sem kæra sig ekki um franska samkeppni á Evrópumarkaðinum. Noregur MeSlimatala norska verkalýðssambandsins jókst á árinu 1947 um 43.568, var í ársbyrjun 441.571, þar af 71.765 konur. Tékkóslóvakía 011 fyrirtæki, sem hafa 50 manns eða fleiri í þjón- ustu sinni verða nú þjóðnýtt. Þetta ákvæði nær einnig til smærri fyrirtækja, ef framleiðsla þeirra hefur mikla þýðingu fyrir þjóðarbúskapinn. Frumvarp þetta var flutt af núverandi forsætisráðherra, Zapotocky, áður forseta verkalýðssambandsins, samkvæmt ósk þess. Einnig liggur nú fyrir þinginu frumvarp til laga um mjög víðtækar og fullkomnar tryggingar er ná til allra landsmanna. Ini sháld Skáldið bograr við borðsins rönd. Á borðinu týran ljómar. Ljósgulan blýant hefur í hönd, í höfðinu kvarnir tómar: Sel — sel, gel — gel, mikið rækalli er erfitt að ríma vel. Andrés Björnsson. Drykhjuvísa Ég drekk til þess að lifa og lifi til að drekka. Mig langar til að drekka —- drekka mig í rot. Ég ætla að drekka út kaupið mitt, ef það skyldi rekka, annars bara hætti ég að drekka, eins og skot. Haraldur Hjálmarsson. 146 VINNAN

x

Vinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.