Vinnan


Vinnan - 01.08.1948, Qupperneq 7

Vinnan - 01.08.1948, Qupperneq 7
STEFÁN ÖGMUNDSSON: Nokkur orð um afbrot Verkalýðshreyfingin hefur jafnan orðið að gera ráð fyrir þeirri leiðu staðreynd, að innan vébanda hennar fyndust menn, sem fáanlegir væru til þess að svíkja hagsmuni stéttar sinnar, gerast handbendi andstæðing- anna. Elzta og þekktasta fyrirbæri slíkra griðrofa er verkfallsbrjóturinn, enda skipar nafn hans slíkan sess i íslenzkri þjóðarvitund, að flestum afbrotamönnum öðr- um myndi það aukin raun að eiga við hann næsta sæti. Verkalýðssamtökin hafa því alltaf haft gætið auga með þeim mönnum, sem á hverjum stað og í hverju fé- lagi þóttu líklegastir til þess að gerast griðrofar á hættu- stund og hvert verkalýðsfélag hefur stranga lagasetn- ingu um hversu fara skuli með þá menn, sem á einn eða annan hátt brjóta af sér við samtökin. Því harðari sem átökin við auðmannastéttina eru ástundar hún nákvæmari leit að flugumönnum innan raða verkalýðsins. En eftir því sem styrkur alþýðusam- takanna hefur aukizt, hefur verið þyngra kapp á það lagt að finna svikunum við alþýðuna það gerfi, að þau verði ekki flokkuð undir athöfn verkfallsbrjótsins. Það er hvorttveggja, að óhjúpuð árás er líklegri til að mis- takast og eins hitt, að auðstéttinni er það nauðsyn að treina sem lengst það traust, sem bandamenn hennar eiga innan raða verkalýðsins, með því að skapa þeim eins hagkvæm skilyrði til starfa og kostur er á. Barátta auðstéttarinnar síðasta áratuginn hefur ein- kennzt mjög af þessari bardagaaðferð, enda þótt á- fergjan í að vinna alþýðunni tjón hafi á stundum verið slík, að lítillar sem engrar varkárni var gætt til að hylja áformin. Þessi barátta hefur jafnan verið tvíþætt: árás á lífskjörin og árás á samtakafrelsi alþýðunnar. + Síðan 1939 hefur auðstéttin þrívegis lagt til stórað- gerða gegn alþýðunni með lagagrímuna að vopni og jafnan tryggt sér aðstöðu í baklandi alþýðunnar með samningum við menn, sem ennþá nutu trausts nokkurs hluta hennar. Fyrsta árásin var gerð með gengisskrán- ingarlögunum 1939, sem lækkuðu verðgildi krónunnar urn 22%, festu vísitöluna að mestu og bönnuðu launa- hækkanir um 12 mánaða skeið. Þá var gefið loforð, sem flestir alþýðumenn kannast við, og alltaf hefur verið svikið, loforð, sem þáverandi forseti Alþýðusam- bandsins, St. Jóh. Stefánsson, orðaði svo: „Og ef að þarf að leggja sérstakar byrðar á þjóðina til úrlausnar þessum vandamálum (það var sjávarútvegurinn), eiga þær að sjálfsögðu að lenda á þeim, er bökin hafa breið- ust.“ Jú, skyldu menn kannast við það. Næsta stórárás auðstéttarinnar var gerðardómslög- in frægu. Þá var leikinn sá hættulegi leikur að vega aftur í hinn sama knérunn sem 1939. En atvinnuskil- yrðin voru verkalýðnum þá hagstæð og reynslan frá 1939 hafði kennt honum að horfa svo skyggnum aug- um á tilburði lagasmiðanna, að óhugsandi var fyrir auðstéttina að treysta vinum sínum í röðum verka- manna til nokkurra mikilræða. Gerðardómsfjöturinn brast hátt, en sigurinn yfir þeirri lagasetningu mun jafnan talinn hinn merkasti, sem íslenzk alþýða hefur unnið á fyrra helmingi þessarar aldar. Þessi sigur ásamt stjórnarforystu sameiningarmanna í Alþýðusamband- inu lagði grundvöllinn að því blómaskeiði íslenzku þjóðarinnar, sem nýsköpilnarárin voru, en þróun þeirra ára gaf alþýðu manna athafnaþor og vongleði, sem ekki mun upprætt með þeim kynslóðum, sem nú lifa. Þriðja stórárásin á lífskjör almúgáns með lagakrók- inn að vopni er gerð af núverandi ríkisstjórn. Eftir það sem á undan var gengið má vissulega telja það mikla bjartsýni hjá auðstéttinni að leggja enn á ný til atlögu, enda var hún vandlega undirbúin með endalausum hrunspám og sultarsöngvum. Eftir það voru áformin hjúpuð umbúðum fagurrar stefnuskrár, sem boðaði mikla ást á almenningi. En ekki verður annað sagt, en sá grunur yrði vonum fyrr studdur, að sú ástleitni myndi aldrei verða staðfest með neinum kærleiksbönd- um. Stærsta verkalýðsfélag landsins, Dagsbrún, bauð ríkisstjórninni þegar í upphafi bróðurlega samvinnu svo fremi trygging gæfist fyrir því, að engar þær ráð- stafanir yrðu gerðar af ríkisvaldsins hálfu, sem rýrðu lífskjör alþýðunnar. Þessá tryggingu vildi ríkisstjórnin ekki gefa og vakti það strax illan bifur. En fyrsta ákveðna sporið, sem staðfesti grunsemdir alþýðunnar um að nú væri enn á ný búizt til sóknar gegn henni, voru tollalögin frá síðasta vori. Þessum lögum fylgdi sú skýring, að þau væru liður í baráttu gegn dýrtíð. En þannig bar að skilja þann vísdóm, að féð, sem tekið var með tollum af neyzluvörum almenn- ings, skyldi notað til að greiða niður aðrar neyzluvör- ur, sem meiri áhrif höfðu til hækkunar vísitölunni og þar með launum almennings. Þannig var alþýðan sem endranær látin binda sinn eigin vönd og reynt að telja VINNAN 147

x

Vinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.