Vinnan


Vinnan - 01.08.1948, Síða 10

Vinnan - 01.08.1948, Síða 10
högg. Með auömagni sínu og áróðurstækjum verst hann til síðasta manns, eða svo lengi sem hann getur flekað einhverja til fylgis við sig. Það er því á valdi alþýðunnar í hverju landi, að veita honum nábjargirnar njeð því að yfirgefa hann. Margur spyr, hvers vegna sósíalisminn ryðji sér ekki örar til rúms. Því er til að svara, að menn eru yfirleitt fastheldnir á gömul form. Kapítalisminn átti líka sitt blómaskeið, og það. að mörgu leyti glæsilegt. Þrátt fyrir hrörnunina hefur hann með auðmagni sínu og áróðurstækjum byggt sér upp heimsveldi grátt fyrir járnum, sem nýjum þjóðfélagsöflum hefur orðið erfitt að etja við. Þess er að minnast, að austur á Gyðingalandi gat auðvaldið æst lýðinn svo, að hann kaus að sögn ein- faldan morðingja til lausnar, en heimtaði að Kristur yrði krossfestur, sem Pílatus vildi komast hjá að líf- láta saklausan. Upp úr fyrri heimsstyrj öldinni hóf ein þrautreynd- asta þjóð veraldarinnar upp merki sósíalismans og byrjaði á byggingu nýs þjóðfélags. Þessir þjóðflokkar voru örsnauðir og illa menntir og áttu ekki einu sinni tækni kapítalismans, sem var eins og annað á keisaratímum Rússa á lágu stigi. Þessar þjóðir urðu í fleiri ár að berjast við innrásarheri frá 14 lýðræðisríkjum, fyrir utan innanlandsöflin. sem fylgdu hvítliðunum rússnesku að málum. Með alla ver- öldina á móti sér byggðu þessar þjóðir upp nýtt þjóð- félag, sem hefur tekið stærri skref en dæmi eru um í sögunni. I síðustu heimsstyrjöld færðu þessar þjóðir meiri fórnir en nokkrar aðrar og greiddu nazismanum úrslitahöggin. . Fyrir þetta stríð var okkur sagt að þarna byggi tækn- islaus og menningarvana þjóð, en hvað kom á daginn? Gæti menn ekki haldið, að þetta væri ekki einasta lygi auðvaldspressunnar. Fjöldinn allur af þeim, sem verða að mynda sér skoðanir .um Sovétríkin, hafa aldrei þangað komið, en svo miklar heimildir eru til um uppbygginguna þar, að ekki þýðir að neita staðreyndum. Aftur á móti dettur mér ekki í hug að þar hafi ekki átt sér stað mistök, bæði stór og smá, slíkt væri að gera sig að fífli. Það væri blátt áfram hlægilegt að hugsa sér nýtt þjóðfélagsform komast á án mikilla átaka og árekstra, jafnvel þó fólkið væri með kjörseðilinn í lófanum. Get- ur nokkur skynbær maður hugsað sér að á tæpum þrjá- tíu árum sé þetta þjóðfélagsfórm orðið agnúalaust, sem ekkert þjóðfélag verður nokkurntíma, því þá væri mönnunum hætt að fara fram. Þeir sem vilja heimta slíkt af sósíalismanum, ættu að hugsa sér hvað hjartagosinn þeirra, kapítalisminn, ætti að vera orðinn góður eftir allar þessar aldir. Og prest- arnir ættu að afhrópa kristindóminn af því að menn irnir væru nú ekki orðnir betri eftir allan þennan tíma síðan kristni var lögfest. Ef við trúum því, að sósíalisminn geti fært okkur betri heim, þá er engin ástæða til að vera alltaf með Rússa á vörunum. Sósíalisminn er ekki fyrst og fremst rússneskt fyrirbrigði, þó hann hafi verið reyndur þar fyrst. Mönnum til huggunar má geta þess, að kennifeður hans eru frá ótal löndum. Sósíalisminn verður að byggjast upp eftir staðhátt- um og menningu hvers lands. Þær þjóðir, sem eru hræddar við Rússa eða þykjast lengra komnar, geta auðvitað sjálfar ráðið sinni uppbyggingu án þess að þeir komi þar nærri. Vegna hins villta áróðurs, komast rnenn vart að því að hugsa. Fjöldi manna Iítur á orðið Rússi eins og litið var á Tyrkjann, og láta svo stefnuna gjalda þess, þó Rússar hafi aldrei gert okkur mein. Það er kannski með því verra, að hóta hugsunar- laust og fyrirfram. Við heimtum að Rússar séu búnir að gera þetta og þetta, en af okkur og okkar þjóðskipu- lagi, sem við teljum mikið fremra, heimtum við ekki neitt, tökum jafnvel atvinnuleysi og allsleysi eins og hundur við kné húsbónda síns. Þetta gæti kannski bent til þess, að innst inni vissum við það, að kapítalisminn geti ekki fært okkur það, -sem við þráum. Það er eitt atriði, sem vert er að minnast á. Flestir sem tala á móti sósíalisma, reka áróður sinn á þann hátt, að svo lítur út sem þeir haldi að sósíalismi og kapítalismi fylgi sömu lögmálum. Þeir spyrja t. d. hvers vegna að sósíalistisk ríki banni útkomu aftur- haldsblaða, kaupmannaverzlun og yfirleitt þá annmarka og ókosti, sem fylgja auðvaldsskipulaginu. Þetta er bjánalegar spurningar, en eru samt bornar fram í á- kveðnum tilgangi, þeim að telja fólki trú um að þarna sé um einhverja voðalega frelsisskerðingu að ræða. Hvert skipulag eða stefna reynir auðvitað að útiloka þá ókosti, sem hún telur að standi manninum fyrir þrifum. Eg gæti eins spurt, hvers vegna fá ekki sósíal- istar að skrifa um sín stefnumál í Morgunblaðið, eða guðleysingjar í Kirkjuritið, eða samvinnumenn í „Frjálsa verzlun“. Sósíalisminn vill taka fyrir rætur meinanna. Hann er ekki eins og grálúsugur maður, sem vill láta hreinsa af sér lúsina að undanskildum nokkrum pörum, sem geti haldið áfram að auka kyn sitt. Þó tekur út yfir, þegar notað er það hugtak, að sósíalisminn sé að leggja undir sig þetta og þetta land, Þetta orðtak nota ekki einungis íhaldsmenn, heldur kratar, sem telja sig hina einu sósíalista. Að leggja 150 VINNAN

x

Vinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.