Vinnan


Vinnan - 01.08.1948, Qupperneq 16

Vinnan - 01.08.1948, Qupperneq 16
Fyrir 1940 hafði líka tekizt að sameina t. d. verka- lýðshreyfinguna á Siglufirði, en þar hefur alltaf síðan verið eitt öruggasta vígi íslenzkra verkalýðssamtaka. En lang stærsta og þýðingarmesta sporið, í sameining- armálunum álít ég að hafi verið stigið, er stjórn og trúnaðarráð Verkamannafélagsins Dagsbrúnar sam- þykkti á fundi sínum 13. og 14. júlí 1942 sameiningar- stefnuskrá sína, sem send var öllum verkalýðsfélögum í landinu. Aðalatriði þessarar stefnuskrár voru þau, að sameina tafarlaust öll verkalýðsfélög, sem enn voru klofin, að sameina öll stéttarfélog á landinu í Alþýðu- sambandi Islands og gera það að voldugu fagsambandi óháðu öllum pólitískum flokkum. Með þessu tók Dags- brún við því forustuhlutverki í íslenzkum verkalýðs- málum, sem henni ber, sem stærsta og sterkasta verka- mannafélagi landsins og þeirri forustu hefur hún haldið síðan. Fyrstu sigrar þessarar nýju sóknar eru afnám hinna illræmdu gerðardómslaga og svo í kjaramálunum 8 stunda vinnudagur með óskertu dagkaupi. Þeir ár- angrar, sem síðan hafa náðzt á einstökum stöðum í hagsmunabaráttu vinnandi fólks, hafa sýnt okkur það á áþreifanlegan hátt hvers verkalýðssamtökin eru megnug séu þau sameinuð. Bersýnilega er andstæðingum okkar þetta atriði engu síður ljóst en okkur, því aldrei hafa þeir gert aðra eins hríð að samtökum verkalýðsins og einmitt nú. 011 afturhaldsöfl landsins hafa nú samein- ast til einnar allsherj arsóknar á hendur verkalýðssam- tökunum og reyna með öllum ráðum að afla sér banda- manna innan vébanda samtakanna, til þess að geta sótt þau samtímis innan frá og utan. Verkalýður landsins stendur nú andspænis því að verja samtök sín gegn hatrömmum og margþættum til- raunum afturhaldsaflanna til að eyðileggja allt það sem áunnizt hefur síðan hin sterka stéttareining hans varð að veruleika með hinu nýja skipulagi Alþýðusam- bands Islands. Þessar fyrirætlanir afturhaldsins verðum við að koma í veg fyrir. Á herðum hvers einasta með- lims verkalýðsfélaganna hvílir sú ábyrgð að standa nú vörð um verkalýðssamtökin, svo að í þann varnarmúr verði hvergi skarð. Ef við bregðumst þeirri skyldu nú, höfum við ekkert okkur til afsökunar. Við höfum þegar öðlast svo bitra og dýrkeypta reynslu af sundrunginni, að enginn getur verið í vafa um það hvílíka ógæfu nýr klofningur innan samtakanna hlyti að leiða af sér. Heill og hamingja alls vinnandi fólks í landinu um ófyrirsjáanlega framtíð, er undir því komin, að við séum hlutverki okkar vaxin í dag. Takist okkur að varð- veita eininguna erum við nógu sterk til að mæta öllum utanaðkomandi árásum. Á þessum hátíðis- og baráttu- degi verkalýðsins um allan heim eigum við að strengja þess heit, að þetta skuli takast. Og ég vil enda þessi orð mín með því að beina til ykkar allra þessum alvöruorð- um skáldsins úr Kötlum: Sá sem koma skal næst verður þú, einmitt þú. Það ert þú, sem ég fel nú minn hag. Því hin langþráða stund hefur nú, einmitt nú, óðum nálgast og kemur í dag. Stundin kemur í dag og til drengskapar knýr þar til djörfungin sigrar þitt hik. Þú ert maður of stór, þú ert maður of dýr, til að minnka við afslátt og svik. 156 VINNAN

x

Vinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.