Vinnan


Vinnan - 01.08.1948, Blaðsíða 18

Vinnan - 01.08.1948, Blaðsíða 18
JURI SEMJONOFF: AUÐUR JARÐAR Sama árið og Mort gerði fyrstu tilraunina með flutning kælds kjöts, heppnaðist franska verkfræð- ingnum Tellier að senda gufuskipið „Frigori- fique“ frá Rúðuborg til Buenos Ayres og aftur til baka. Skipið var hlaðið kjöti báðar leiðir. Tak- markinu virtist náð í raun og veru, — kjötið hafði verið eðlilegan tíma, það er að segja 104 daga, á leiðinni frá Buenos Ayres til Rúðuborgar, og við heimkomuna var það sæmilega ætt, þó að ekki gæti það talizt hnossgæti. Tellier hafði þó ekki leyst vandann nema til hálfs, því að hann gat ekki fryst kjötið og lét sér nægja að ,,kæla“ það. Sú flutningsaðferð er notuð mjög enn í dag. Kjötið er kælt niður í 1—11/2 gráðu kulda og helzt mjúkt, en frosið kjöt er kælt niður í 12—18 gráður, og verður grjóthart. Síðari aðferðin er algengari nú á tímum. Menn voru heldur ekki lengi að koma auga á hagnaðinn við „frystinguna”, og nokkru seinna sigldi gufuskipið „Paraguay" frá Marseille til Buenos Ayres og til baka aftur með farm af frosnu kjöti. Koma skipsins vakti geysilega at- hygli í Evrópu. Þegar fyrstu tilkynningarnar um hina hamingjusömu ferð „Paraguays“ barst til Ástralíu, sendu sauðfjáreigendurnir þar símskeyti til umboðsmanns síns í Lundúnum, að hann skyldi tafarlaust taka til óspilltra málanna. Um- boðsmaðurinn gerði samning við vélaverksmiðju, sem setti frystitæki í gufuskip nokkurt eftir fyrir- mynd þeirra Morts og Nicolles. í desembermánuði 1879 lagði gufuskipið „Strathleven“ af stað frá Melbourne, og í febrúar 1880 kom það til Lundúna. Gufuskipið var hrað- skreytt og var því ekki fulla tvo mánuði á leið- inni. Kjötið var svo gott, að ekki varð yfir neinu kvartað. Allir sælkerar borgarinnar, jafnt prins- inn af Wales sem aðrir, urðu að ljúka upp einum- munni um það. Viktoría drottning fékk frosinn kálf að gjöf, svo að hún gat borið um það eins og aðrir. Þegar útgerðarfélögin höfðu komið auga á þýðingu kæliskipanna, streymdu ævintýralegar fjárupphæðir hvaðanæva að til þessara flutninga. Nú á tímum eru hér um bil 200 skip, sem eru sér- staklega útbúin til þessara flutninga og flytja kjöt frá Ástralíu, Nýja-Sjálandi og Argentínu til Evrópu og meira að segja til Bandaríkjanna. Mörg þessara skipa eru búin vélum af þýzkum uppruna (Lindes kælivélar). Allar þjóðir, sem liafa góð skilyrði til kvikfjárræktar, ruku upp til handa og fóta að flytja út fryst kjöt. Brasilíumenn höfðu ekki flutt eina einustu smálest fyrir heims- styrjöldina, en eftir stríðið var útflutningur þeirra orðinn afarmikill. Frystihúsum hefur verið kom- ið upp í Paraguay og Colúmbía. Frakkar tóku aftur að beina Ituga sínum að Madagaskar, sem hinn framsýni Tellier hafði komið auga á fimm- tíu árum áður. Þróunin í kjötiðnaði Suður-Amer- íkumanna var svo ör á styrjaldarárunum, að erfitt er að gera sér þess fulla grein. Kvikfjárræktend- urnir báðu guð af heilum hug, að stríðið mætti vara að eilífu. Sem sakir standa eru það engil- saxnesku og rómönsku þjóðirnar, — Englend- ingar, Ameríkumenn, Frakkar, Spánverjar og ítalir —, sem flytja inn mest af frosnu kjöti. Þannig varð þetta „djöfullega uppátæki“ upp- haf þróunar og velmegunar í heilum heimsálfum. Garðarnir við Michiganvatnið Það er erfitt að keppa við ameríska svínið. Hið ameríska „corn belt“ (maísræktarhéruðin) væri hreinasta Paradís fyrir svínin, ef hin óhugnan- legu víti sláturhúsanna væri ekki í þeim miðjum. Sex borgir, — Chicagó, Cinsinnati, Saint Louis, Omaha, Kansas City og Minneapólis, — standa hringinn í kring um Iowafylki, en þar eru fjögur og hálft svín á hvern íbúa. Ef við lítum á landbréfið, sjáum við að stærstu slátrunarmiðstöðvarnar liggja innan þríhyrnings- ins milli Mississippi, Missouri og vatnanna miklu. Meginþorri kjötneytendanna búa fyrir austan þetta svæði, en mestur hluti kjötsins er sendur vestur á bóginn. Menn mega ekki láta sér bregða, þó að kjötiðnaðurinn hafi vaxið risaskrefum, þegar neytendurnir eru ekki færri en 120 mill- 158 VINNAN

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.