Vinnan


Vinnan - 01.08.1948, Side 19

Vinnan - 01.08.1948, Side 19
jónir manna. Et' miðað er við viðskiptaveltuna er þetta stærsta iðjugrein Bandaríkjanna. Árið 1919 komst framleiðslu verðmagnið upp í 4 milljarða dollara. Samtímis nam verðmæti járn- og stáliðjunnar 3 milljörðum, bifreiðaiðnaðar- ins 2,5 milljörðum og baðmullariðjunnar 2 mill- jörðum. Þungamiðja sláturiðjunnar er í einu af út- hverfum Chicagó-borgar. í „Packing Town“ standa stærstu sláturhús heimsins. Búsmalinn er fluttur utan af sléttunum í opnurn flutninga- vögnum. Því næst er hann settur í gerði, sem gert er með margra kílómetra langri plankagirð- ingu, og þar bíða gripirnir þess sem fram á að fara. Gerði þessi hafa hlotið hið skáldlega nafn „kvikfjárgarðar“. Biðin er skömm. Skepnurnar eru fluttar áleiðis í smávögnum, og vatni dælt yfir allt saman á leiðinni til sláturliússins, þar sem þeir hverfa inn. í því að skepnurnar koma inn eru þær slegnar með æfðri hendi tvö eldsnögg hamarshögg í hnakkann, svo að þær missa með- vitundina og falla. Á meðan þetta gerist er vagn- inn kominn alla leið inn, og annar hliðarvegg- urinn fellur og skepnan fellur um koll. í sama vetfangi er slungið járnkeðju um afturfætur þess, og lifandi líkami þess hafinn á loft upp. Hár- beittum hnífi er brugðið á hálsinn og kviðinn. Kroppurinn heldur áfram eftir rennislám. Blóð- ið, sem fossar úr undinni rennur í sérstaka geyma. Kroppurinn er því næst hafinn upp á næstu hæð, og áður en hann kemur aftur niður, hefur hann gengið gegn um allar aðgerðir. Hálfri klukkustund eftir, að fyrsta höggið lenti á skepnunni er hún komin niður í kjallara, þar sem kælirúmin eru. Hver einstakur hluti þess liefur farið sína sérstöku leið til frekari að- gerða: Blóð, skinn, horn, klaufir, garnir og bein. Ekkert er látið fara til spillis. — Öll slátursiðjan er undir eftirliti fárra en stórra hringa. Þeir eiga ekki aðeins sláturhúsin. Þeir ráða öllu á kvik- fjármarkaðinum, þeir eiga verksmiðjurnar, sem vinna úr úrganginum, þeir sjóða niður kjötið, bræða tólgina, smíða tölurnar, búa til bjúgu, svínsburstir, lím, lifrarpylsu, beinamjöl, sápu og smjörlíki, — þeir hafa eftirlit með allri smásölu á kjöti og eiga stærstu frystihús lieimsins, þús- undir kælivagna til járnbrautarflutninga og kæli- bíla svo hundruðum skiptir. Þannig líti hinir frægu „refilstigir“ Chicagó- borgar út. Oft hefur þeirn verið lýst, og oft hefur lýsingin vakið hryllingu manna á milli. í raun og veru er þetta ákaflega ömurleg vinnubrögð. Við eigum bágt með að hugsa okkur „sérfræðing“, sem getur stungið 1000 svín til bana á klukku- stund. Fáir mundu þola slíkt starf til lengdar. Við nánari athugun virðast hinar hlægilegu pré- dikanir jurtaætunnar ekki jafn hlálegar og áður. Fyrir siðasakir skal ég geta þess, að lýsingar Up- tons Sinclaires á amerískum sláturhúsum („Á refilsigum“) eru alltof einhliða að áliti algerlega lilutlausra Evrópumanna, sem hafa skoðað þau. Ef heilbrigðisástandið í sláturhúsunum væri í raun og veru eins afleitt og Sinclair lýsir því, mundu allir Ameríkumenn, og það fyrir löngu síðan, vera komnir til annars og betri heims. í miklu iðnaðarlandi er það blátt áfram óhugsandi, að heilbrigðiseftirlit með kjöti geti verið slæmt. Yrði það vanrækt, kæmu afleiðingarnar í Ijós eftir nokkra daga. Það rennur mikið blóð í slát- urhúsunum, en enn meira af vatni. Vissulega er það miskunarlaust og viðbjóðslegt . . . En hvað er að fást um það? . .. Það, sem ég meina, sérðu, sko, vera ekki að neinu rugli. Bara að reyna að hitta tvo steina með einum fugli. Káinn. Hryssugreyið, hún er að deyja, á hrygginn fleygir sér. Ég skal segja, ég skal segja, ég skal segja þér. Káinn. * Kvenmannslaus í kulda og trekki kúri ég volandi. Þetta er ekki, ekki, ekki, ekki þolandi. Steinn Steinarr. -K I heimsins þraut sig hengdi og skaut á hafsins braut til Eyja. Margur naut þess meðan hann flaut, en maðurinn hlaut að deyja. Höfundur ókunnur. VJNNAN 159

x

Vinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.