Vinnan


Vinnan - 01.08.1948, Síða 23

Vinnan - 01.08.1948, Síða 23
sem hún var á eigin heimili. Aðrir keyptu í búð- um „Drottinn blessi heimilið“ og höfðu að leiðar- ljósi um refilstigu lífsins. Yfir rúmi barnanna hangir stór, innrömmuð mynd: í miðju Kristur á krossinum, en í kring litlar, sporöskjulaga myndir af göngu hans á Hausaskeljastað. Örvar spurði mömmu sína eitt sinn, hvers vegna maðurinn væri ber og hengi uppi í tré. Hún sagði honum, að höfðingjarnir hefðu svipt hann klæðum og neglt hann á kross, af því að hann hefði sagt þeim til syndanna og tekið svari smælingjanna. Eftir það þótti drengnum vænt um Krist og var á móti höfðingjunum. Hervör fær sér kaffisopa og gefur börnunum morgunmjólkina, en fer síðan aftur inn í svefn- herbergið. Hún skiptir á hvítvoðungnum og gef- ur honum síðan brjóstið. Meðan barnið sýgur, les móðirin kvæði Þorsteins upp úr sér. Höfgi sígur á barnið, augun verða fljótandi, allt í einu sleppir það brjóstinu, og litli kollurinn fellur niður á handlegg móðurinnar. Hún leggúr það í vögguna, breiðir ofan á það seint og blíðlega og gengur síðan fram í eldhúsið raulandi: Því hafi þér ei heppnazt „stöðu“ að ná og heldur ekki lánazt vel að búa, þá mun þér veröld verða gæðafá og vinir drottins að þér baki snúa. Hún lítur út um eldhúsgluggann og hættir samstundis að syngja, herpir saman varirnar og setur í brýrnar. Sonurinn Örvar gýtur upp á hana augunum og segir hátt: — Af hverju ertu svona svipýrð, mamma? — Hvað meinarðu, gæzkur? spyr móðirin og brosir til lians. — Þú ert eins og þú ætlir að fara að skamma einhvern, svarar hann sakleysislega. Fjórir menn ganga upp götuna. Einn þeirra fer fyrir hinum. Hann er grannur og kviðstrengdur eins og langsoltinn hundur, holdskarpur í andliti með herptan munn. Hann er klæddur einkennis- fötum úr svörtu klæði með gylltum borðum og hnöppum og lieldur á brúnni skjalatösku undir hægri hendinni. Þetta er sýslumaðurinn, Runólf- ur Halldórsson, nefndur lagaspillir. Sitt hvoru megin við hann og nokkru aftar ganga skrifarar hans tveir: Halli bróðir og Vil- helm Windshire. Halli bróðir er rösklega meðal- maður á hæð, þéttvaxinn með kinnar eins og á alisvíni, hallar á og saxar, þegar hann gengur. Hann ber gleraugu með sverum svörtum horn- spöngum. Andlitið er vaxið upp úr gleraugunum, svo að þau skerast djúpt inn í nefið og kinnarnar. Viðurnefnið bróðir er talið stytting orðsins já- bróðir — en liann hefur þann dásamlega hæfileika að vera alltaf sömu skoðunar og sá sem hann talar við, og séu þeir fleiri en einn og skiptra skoðana — þá á bandi þess, sem mest má sín. Enda er hann ástsæll af höfðingjum. Atvinnu sína hlaut hann sökum þess hve heitur íhaldsmaður hann var — þegar hann talaði við sýslumanninn. Vilhelm W'indshire er maður nær fertugu, stuttur og digur með drykkjumannsandlit og djúpa bassarödd. Hann er af enskum ættum, eins og nafn hans bendir til — aðalsættum segja sumir — svo flinkur skrifari, að snarhönd lians fær eng- inn lesið, og getur alltaf grafið upp áfenga drykki, þótt aðrir séu að skrælna af ofþurrki. Þennan kost þjóns síns metur yfirvaldið mest. í humátt á eftir þessum þremur gengur lítill rnaður og væskilslegur, hjólbeinóttur með rautt kartöflunef, vatnsblá gyltuaugu, sljó og starandi, og stóra loðna vörtu á vinstri kinn. Þetta er frændi sýslumannsins, Þorlákur Gunnarsson, nefndur Mera-Láki. Honum hafði verið falið að hengja upp uppboðsauglýsingarnar á sínum tíma, og hann gerði það þannig — samkvæmt samkomu- lagi — að liann gekk dag nokkurn í húðarrign- ingu, er fáir voru á ferli, bæinn á enda og festi auglýsingarnar á nokkra símastaura — reif þær svo niður í bakaleiðinni. Nú mætir hann til kaup- stefnunnar sem eini hugsanlegi kaupandi Reyk- holts. Það er farið að rigna. Konurnar í húsunum í kring koma út að gluggunum, fletja út andlitin á regnvotar rúðurnar og stara á hina þungstígu hersingu, sem gerir þennan drungalega morgun enn þá drungalegri. Það er drepið á útidyrnar í Reykholti. Hús- móðirin gengur föstum, röskum skrefum til dvra, reigir höfuðið allþóttalega og lýkur upp. Fjórmenningarnir heilsa allir jafnsnemma, og konan tekur kveðju þeirra stutt en ekki ókurteis- lega. Mera-Láki smokrar af sér skóhlífunum og setur þær hlið við hlið á pallinn með tærnar upp að liúsveggnum. — Gjörið svo vel, segir konan og vísar þeim inn í stofu. Þegar Mera-Láki hefur mjakað síðari fæt- inum inn yfir stofuþröskuldinn, lokar hún dyr- unum að baki þeim. Hún gengur aftur að útidyr- unum til að sækja soninn Örvar, sem hefur elt liana til dyra til að sjá „fínu“ gestina. VINNAN 163

x

Vinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.